Hámörkun gróðans

Nýfrjálshyggja er hugmyndafræði sem meðal annars kemur frá manni að nafni Milton Friedman (Wikipedia). Þessi maður er einn af aðalhöfundum íslensku frjálshyggjunar óbeint. Sérstaklega þar sem að hugmyndafræði hans var borin uppi af mönnum eins og Hannesi Hólstein og Davíð Oddssyni. Eitt af því sem Milton Friedman boðaði var hámörkun gróðans.

Þessari hugmyndafræði er haldið á lofti í dag á Íslandi af sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum. Félagslega skyldur fyrirtækja eru látnar eiga sig, og eru jafnvel ekki til staðar þar sem slíkt mundi trufla hin ofsafengna gróða sem reynt er að fá úr íslenskum fyrirtækjum. Án samfélagslegrar ábyrgðar eru fyrirtæki ekki neitt, þar sem án samfélagslegar ábyrgðar þá taka fyrirtæki bara en gefa ekkert af sér út til samfélagsins. Enda leitast fyrirtæki sem stunda svona hugmyndafræði við að borga lágmarkslaun til þeirra sem vinna hjá þeim. Nema eigendum og stjórendum viðkomandi fyrirtækja, þeir einstaklingar fá borgað milljónir og jafnvel milljarða í laun á mánuði, eða á ári, þar sem báðar útgáfur voru til staðar á Íslandi og eru ennþá til staðar á mörgum stöðum.

Þessi efnahagsstefna að hámarka gróða fyrirtækja og hlutafa er ein heimskulegasta hugmynd sem hægt er að vera með, enda er það svo að ekkert gott hefur komið útúr henni og má líklega rekja allt íslenska efnahagshrunið til þessar hugmyndafræði. Hinsvegar hafa þessir tveir stjórnmálaflokkar ekki látið sér segjast, heldur halda áfram að hámarka gróðan á kostnað almennings á Íslandi. Allt saman með skattalækkunum, niðurfellingu á auðlyndagjöldum, niðurskurði. Allt næsta kjörtímabil mun verða svona og það mun taka marga áratugi að laga til eftir þann skaða sem núverandi stjórnvöld munu valda á íslenska hagkerfinu með þessum hugsunarhætti og efnahagsstefnu. Í dag tók forseti Íslands það skref að hámarka gróða LÍÚ á kostnað almennins á Íslandi, þetta skref mun ekki eingöngu verða skaðlegt heldur mun þetta draga úr hagvexti á Íslandi og valda því að skuldir ríkissjóðs munu aukast allt næsta kjörtímabil.

Nánar um hugmyndafræði Milton Friedman

The Origin Of ‘The World’s Dumbest Idea’: Milton Friedman (Forbies.com)
The Social Responsibility of Business is to Increase its Profits (Milton Friedman, colorado.edu)

Uppskrift að nýju efnahagshruni á Íslandi

Þessa dagana er framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn að leggja grunn að nýju efnahagshruni á Íslandi. Það er ekki langt í þetta efnahagshrun, svona 3 til 8 ár í mesta lagi. Ástæðan liggur í efnahagsstefnunni sem núna er verið að taka upp á Íslandi. Þessi efnahagsstefna er sú sama og gerði Ísland gjaldþrota árið 2008, og ölli stærsta efnahagshruni í Evrópu þangað til að efnahagur Grikklands hrundi nokkrum árum síðar.

Kjarni efnahagsstefnu framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins er sú að gefa hinum ríku skattalækkanir og skera niður á móti. Þetta er nú þegar orðið augljóst í þeim yfirlýsingum sem hafa komið frá stjórnarþingmönnum undanfarna daga og vikur. Jafnvel IMF er farið að vara við þessari efnahagsstefnu og segir að hún gangi einfaldlega ekki upp, og muni ekki gera það. Þessi efnahagsstjórn sem núna er verið að tala um mun eingöngu leiða af sér meiri fátækt, aukið atvinnuleysi, verri lífsgæði á Íslandi. Síðan mun þetta leið af sér hærri stýrivexti og hærra verðlag á sama tíma.

Síðan er það spillingin sem ríkir í framsóknarflokknum og sjálfstæðisflokknum. Þessir tveir stjórnmálaflokkar hafa ekkert gert varðandi spillinguna sem ríkir innan þessara flokka, og hafa einfaldlega ekki áhuga á því að gera neitt. Þar sem öll yfirstjórn þessara flokka er einnig gjörspillt og ónýt.

Á meðan stjórnarflokkanir lækka tekjur ríkissjóðs, þá tala þeir bara um niðurskurð á móti lækkjandi tekjum. Aðgerðir sem eru ekki fallnar til þess að auka hagvöxt á Íslandi og hagsæld íslendinga. Vigdís Hauksdóttir talar um að það eigi að reka Ísland eins og bandarískt fyrirtæki. Það er bara ein gerð af stjórnmálum sem reka þjóðir eins og fyrirtæki, það eru stjórnmál öfgamanna, fasista og fólk sem stundar alræðisstefnu. Það kemur mér lítið á óvart að Vigdís Hauksdóttir skuli hallast að þeirri stefnu í sínum stjórnmálum, enda hefur hún sjálf upplýst um þessa pólitísku stefnu sína síðan hún byrjaði í stjórnmálum, og sérstaklega eftir að hún komst inn á Alþingi íslendinga. Það er auðvitað skelfing að Vigdís Hauksdóttir skuli vera komin með völd á Íslandi núna í dag, og ég er hræddur um að til þess að losna við hana þurfi íslendingar að gera alvöru uppreysn, ekki þetta tilgangslausa pottaglamur sem hefur fengið að hljóma undanfarin ár á Íslandi í mótmælum almennings.

Breikkun skattstofna á Íslandi

Hérna er smá þýðing fyrir fólk, breikkun skattstofna þýðir einfaldlega að skattar verða hækkaðir á Íslandi með því að leggja fleiri skatta á almenning með óbeinum aðferðum.

Hverjar þær verða veit ég nú ekki, en það verður áhugavert að sjá hvernig þetta verður framkvæmt á Íslandi. Það er hinsvegar alveg ljóst að skattahækkanir eru í farvatninu á Íslandi með nýrri ríkisstjórn.

Efnahagskreppa á Íslandi næstu 4 árin

Það verður efnahagskreppa á Íslandi næstu 4 árin á Íslandi miðað við kosningaúrslitin. Það verður vissulega látið þannig að slíkt sé ekki raunin. Reyndar er ég viss um að blásið verður í nýja efnahagsbólu á Íslandi. Það verður gert með byggingu nýrra álvera og virkjanna, sem munu eyðileggja íslenska náttúru enn frekar en frá því nú hefur verið gert.

Íslendingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af efnahagskreppunni á Íslandi. Sérstaklega þar sem efnahagskreppan á Íslandi er ekki að fara neitt. Þrátt fyrir áróður um annað. Þá mun efnahagskreppan í Evrópu hverfa hægt og rólega eftir því sem þær aðgerðir sem gripið hefur verið til fara að virka. Á Íslandi verður þetta hinsvegar ekki svona. Næstu 4 ár munu einkennast af verðbólgu og efnahagskreppu á Íslandi. Enda er ljóst að hvorki efnahagsstefnur framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins virka í raun, og hafa í raun aldrei gert það. Hvorki fyrir efnahagskreppu eða eftir efnahagskreppu.

Ég óska íslendingum velgengi í efnahagskreppunni á komandi árum. Þetta er það sem þeir óskuðu sér og fengu.

Ísland gjaldþrota árið 2017

Það er orðið ljóst að Ísland verður orðið gjaldþrota ríki strax árið 2017 miðað við þær tölur sem eru að koma upp úr kjörkössunum á Íslandi þessa stundina. Hinir gjörspilltu stjórnmálaflokkar framsóknarflokkur og sjálfstæðisflokkur munu sjá rækilega til þess að ríkisfjármálin á Íslandi verða lögð í rúst. Ásamt hinu almenna velferðarkerfi á Íslandi. Á næstu árum mun dekur og skattalækkanir á auðmenn taka við. Ásamt því að blásið verður í duglega og innihaldslausa efnahagsbólu á Íslandi með álverum og virkjunum.

Síðan mun þetta allt saman springa í loft upp og íslenska þjóðin verður gjaldþrota í kjölfarið. Enda ekki búnin að borga niður síðasta skuldahala sem þessir tveir stjórnmálaflokkar skildu eftir sig á árunum 1995 til 2007.

Hafið ekki áhyggjur af kosningaloforðunum

Íslendingar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af kosningaloforðum framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins. Þessir flokkar hafa aldrei ætlað sér að standa við það sem þeir hafa lofað í kosningabaráttunni núna undanfarið.

Hafið því engar áhyggjur. Ísland verður í væntanlega orðið gjaldþrota strax árið 2017 og ég reikna fastlega með því að danir taki yfir allt draslið í kringum árið 2022. Enda geta íslendingar augljóslega ekki stjórnað sér sjálfir.

Óstöðugleiki íslensku krónunar

Það er reyndar eins og að reyna að tala við vegg þegar maður nefnir þetta við íslendinga. Þó ber að nefna að íslenska krónan er alveg skeflilega óstöðug. Íslendingar eru hinsvegar orðnir svo vanir þessum óstöðugleika að þeir eru hættir að taka eftir því. Nema þegar það er nöldrað yfir þessum óstöðugleika á hátíðisdögum. Þessi óstöðugleiki var hvergi sýnilegri en þegar íslenska krónan hrundi árið 2008. Enda var það svo að þann 9. Október 2008 var gildi íslenskrar krónu gagnvart evru var 350 kr (samkvæmt Wikipedia).

Þeir sem hvað harðast tala gegn Evrópusambandinu og evrunni hafa þessa staðreynd að vettugi og sleppa því að minnast á hana. Þar sem þessi sannleikur er óþægilegur. Sérstaklega fyrir evrópuandstæðinga og þá sem tala gegn evrunni sérstaklega. Þetta sama fólk er hinsvegar tilbúið til þess að fórna hagsmunum almennings fyrir andstöðu sína gegn Evrópusambandinu og evrunni. Jafnvel þó svo að ljóst sé að ekki er hægt að halda gengi íslensku krónunar eins og það er í dag til lengri tíma. Eitthvað mun gefa eftir og þá mun allt kerfið hrynja í heild sinni.

Ég vona bara að vera laus undan íslenskum örorkubótum þegar slíkt gerist. Ég er nógu fátækur fyrir án þess að þurfa að þola slíkt áfall.

Kvart-milljón verðbólga framsóknarflokksins

Það sem tillögur framsóknarflokksins og í raun kosningaloforð þeirra boðar er mjög einfalt. Verðbólgu og meiri verðbólgu. Svo miklli verðbólgu í reynd að verðlagið mun líklega tuttugufaldast á 8 klukkustunda fresti. Enda er framsóknarflokkurinn að tala um að setja 300 milljarða inn í hagkerfið án þess að því sé fylgt eftir með viðeigandi hagvexti og atvinnustigi á sama tíma. Þetta tvennt er alltaf tengt þessari tegund af verðbólgu. Þessi tegund verðbólgu kallast óðaverðbólga, enskt heiti er Hyperinflation.

Þetta er það sem mun gerast ef framsóknarflokkurinn fær að setja 300 milljarða af íslenskum krónum í íslenskt hagkerfi sem getur ekki stutt slíkt umframmagn af peningum. Afleiðinganar mundu auðvitað verða skelfilegar fyrir almenning á Íslandi eins og augljóst má vera. Bæði verðlag og atvinnuleysi mundi fara úr böndunum með tilheyrandi vandamálum.

Síðan má einnig minna á þá staðreynd að í kreppunni á árinum 1920 til 1930 var gengi gjaldmiðla heimsins mjög óstöðugt og gengisfellingar mjög algengar. Enda var uppi sá hugsunarháttur þá að gengisfelling mundi bjarga efnahag viðkomandi ríkja. Það auðvitað gekk ekki eftir og afleiðinganar voru oft skelfilegar í kjölfarið fyrir almenning. Þetta er líka það sem framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn vilja gera í reynd. Jafnvel þó svo að þeir tali ekki um það í kosningabaráttunni. Enda er sá hugsunarháttur hjá þessum tveim stjórnmálaflokkum að slíkt sé skynsamlegt. Jafnvel þó svo að öll rök bendi til annars. Síðast var gengi íslensku krónunar fellt með handafli árið 1993 undir því yfirskyni að þá þrengdi að sjávarútvegi og útflutningi íslendinga. Eins og hægt er að lesa um hérna.

Money_Fort
Verðbólga framsóknarflokksins. Myndin er fengin héðan.

Engin virðing borin fyrir kjörum almennings á Íslandi

Á Íslandi er barist gegn hagsmunum almennings. Alla daga, allt árið um kring. Þessi baráttumenn gegn hagsmunum almennings. Ég er ekki að tala um lægra matvælaverð á Íslandi. Ég er ekki að tala um lægri vexti á Íslandi. Ég er að tala um viðskipti íslendinga við útlönd. Þessi viðskipti skipta íslendinga miklu máli. Reynar svo miklu máli að allt annað virðist ganga fyrir hjá íslendingum.

Það er líka þar sem hugmyndafræði íslendinga virkar mjög illa. Hugmyndafræði íslendinga er nefnilega sú að best sé að stunda viðskipti við önnur lönd án viðskiptasamninga. Í mesta lagi að hafa viðskiptasamningana í formi fríverslunarsamninga (Free Trade Agreements). Gallin við FTA samninga er að þeir eru takmarkaðir, viðhalda tollmúrum og þjóna eingöngu fyrirtækjum að stórum hluta, en almenningur græðir mjög lítið á svona samningum almennt séð.

Fríverslunarsamningar þjóna fyrirtækjum en ekki almenningi. Enda er það svo að verðlækkanir á vörum eru takmarkaðar í fríverslunarsamningum eins og þeim sem EFTA gerir fyrir hönd Íslands. Auk þeirra samninga sem íslendingar gera sjálfir við önnur ríki. Á innfluttum vörum þarf almenningur hinsvegar ennþá að borga tolla (t.d vegna verslunar af internetinu). Staðreyndin er sú að almenningur á Íslandi græðir afskaplega lítið á því að íslendingar séu í EFTA+EES. Þó svo að EES samningurinn hafi fært íslendingum kjarabætur og miklar lagaumbætur á undanförnum áratug. Þá er augljóst að alltaf má gera betur.

Kerfisbundin óstöðuleiki í íslensku efnahagslífi

Á Íslandi er kerfisbundin óstöðugleiki í efnahagslífinu. Þessi kerfisbundi óstöðugleiki er ennfremur viljandi hafður til staðar svo að hægt sé með reglulegu millibili að lækka verðgildi íslensku krónunar til þess að hygla eigendum stórra útgerðarfyrirtækja ásamt öðrum stórum útflytjendum á Íslandi. Þetta er skipulagt og viljandi haft svona. Þetta óstöðuga efnahagslíf þjónar fáum fyrirtækjum og einstaklingum mjög vel. Enda tryggir endalaust gengisfall íslensku krónunar stöðugan hagnað þessara fyrirtækja. Jafnvel þó svo að tæknilega séu umrædd fyrirtæki jafnvel orðin löngu gjaldþrota vegna óráðsíu og vanhæfni stjórnenda þeirra. Þetta er ekkert ný saga. Eftir að íslenska krónan hafði verið gjaldfelld um tvö núll árið 1979 til 1981 vegna óðaverðbólgu og mjög hárra stýrivaxta þá var strax farið í að gjaldfella íslensku krónuna kerfisbundið reglulega. Þá í þágu útflytjenda. Þá var helst um að ræða LÍÚ og síðan Bændasamtök Íslands, sem standa á bak við fyrirtækjum sem flytja út landbúnaðarvörur.

Þessi kerfisbundna gjaldfelling íslensku krónunar hefur haft þau áhrif að gengi íslensku krónunar er í dag 19 til 24 kr gagnvart dönsku krónunni. Þegar tvö núll voru tekin af íslensku krónunni árið 1981 þá var íslenska krónan og sú danska næstum því á pari. Þessar kerfisbundnu gengisfellingar hafa skert lífskjör á Íslandi, minnkað kaupmátt og aukið verðbólgu svo um munar á þessu tímabili.
Gengisfelling íslensku krónunnar í upphafi árs 1983 til þess að þjóna útflytendum fisks. Heimild: Tímarit.is, upprunalegt blað er að finna hérna.

Andstaðan við Evrópusambands aðild Íslands

Andstaðan við Evrópusambands aðild Íslands þjónar eingöngu þeim sem hagnast á núverandi fyrirkomulagi. Almenningur sem er á móti Evrópusambandsaðild Íslands hefur ekki fengið réttar upplýsingar um stöðu mála, eða hefur einfaldlega lesið kerfisbundin áróður gegn Evrópusambandinu í Morgunblaðinu, Bændablaðinu eða öðrum fjölmiðlum á Íslandi. Enda er það svo að fjölmiðlar á Íslandi eru almennt mjög neikvæðir út í Evrópusambandið og flytja fréttir af málefnum þess í æsifréttastíl. Staðreyndir eru oftar en ekki virtar af vettugi af íslenskum fjölmiðlum. Þetta eru staðreyndir sem skipta máli fyrir umræðuna á Íslandi um Evrópusambandið. Þessar staðreyndir koma hinsvegar ekki fram vegna þess að íslenskir fjölmiðlar þjónkast við afstöðu LÍÚ, Bændasamtaka Íslands og annara aðila sem eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Launalækkanir í gegnum gengisfellingar, verðbólgu og hærri stýrivexti

Laun íslendinga eru bundin árstíðarsveiflum að hluta til. Það sem átt er hérna við er að gengi íslensku krónunar ræður kaupmætti íslendinga. Kaupmáttur íslendinga sveiflast því eftir árstíðum. Verstur er kaupmáttur íslendinga á tímabilinu Október til Mars í dag. Kaupmátturinn er sæmilegur frá Apríl til September. Þetta er svona rúmlega ferðamannatímabilið yfir sumarið á Íslandi. Sú kjaraskerðing sem verður til vegna verðbólgu er tengd beint því hvernig staða íslensku krónunar er hverju sinni. Verðbólga skerðir kjör fólks beint. Beinu áhrifin er það að verðlag hækkar (þar með hækkar verðtrygging einnig og verðtryggð lán fólks). Sú kjaraskerðing sem íslendingar verða til vegna hárra stýrivaxta er sú staðreynd að háir stýrivextir almennt hægja á hagvexti í eðlilegu hagkerfi. Hinsvegar er það áhugaverð staðreynd að íslenskt hagkerfi hagar sér ekki eins og venjulegt hagkerfi. Þar sem háir stýrivextir draga ekki úr þenslu og bólumyndun í hagkerfinu. Þetta virðist einkenni þess að íslenskt hagkerfi er hugsanlega alvarlega sjúkt vegna íslensku krónunar og allra þeirra hliðar áhrifa sem hún veldur í efnahagnum.

Staðreyndin er hinsvegar sú að í gegnum þetta allt saman þá borgar fólk fyrir þetta með launum sínum. Beint og óbeint. Beint með því að þurfa að borga meira fyrir nauðsynjavörur, þjónustu. Síðan óbeint með hærri stýrvöxtum, neikvæðum innlánsvöxtum á bankareiknum sínum. Ásamt stöðugt hækkandi lánum sem eru verðtryggð, þar sem verðbólgan tryggir það að höfuðstóll lána lækkar ekki þrátt fyrir reglulegar afborganir af þessum lánum. Þetta er þó það sem íslendingar virðast vilja. Miðað við mælda andstöðu íslendinga við inngöngu í Evrópusambandinu og upptöku evrunar, sem mundi leysa stóran hluta af þessum vandamálum sem ég hef nefnt hérna að ofan.

Síðan má nefna það að hinn almenni íslendingur á ekki neinn kvóta. Fjöldi kvótaeiganda er í kringum 166 manns á öllu Íslandi. Það er alveg ljóst að þeir eru ekki þjóðin og hafa aldrei verið það.

Tvö hagstjórnarleg mistök Seðlabanka Íslands

Efnahagur Íslands er ennþá meira og minna í vandræðum fjórum árum eftir að efnahagur Íslands hrundi með manni og mús. Þrátt fyrir opinberan áróður um annað á Íslandi undanfarið. Þá er staðreyndin sú að lítið gengur að koma efnahagsmálum í skynsamlegt horf á Íslandi. Ástæðan fyrir því er mjög einföld. Seðlabanki Íslands, ekki ríkisstjórn Íslands hefur gert alvarleg mistök við stjórnun peningamála á Íslandi. Stjórnun peningamála á Íslandi er undirstaða þess að vel gangi í efnahagsmálum á Íslandi. Ég er ekki hagfræðingur, sem er alveg örugglega eins gott. Þar sem ég er ekki að láta neina vitleysu frá mér á meðan svo er.

Hagstjórnarmistök númer 1:

Fyrstu hagstjórnarmistök Seðlabanka Íslands. Eftir að gjaldeyrishöftum var komið á var að festa ekki gengi íslensku krónunnar á fastgenginu í kringum 15 kr (á móti dönsku krónunni, sem er viðmið hjá mér hérna). Ástæðan fyrir því að gengið 15 ISK á móti 1 DKK er hentugt er að það er ekki nógu sterkt til þess að skaða útflutning á Íslandi. Það er ennfremur ekki nógu veikt til þess að vera verðbólguhvetjandi í íslenskum efnahag. Núverandi gengi á íslensku krónunni, sem er á bilinu 19,30 ISK til 23,10 ISK á móti 1 danskri krónu er eingöngu fallið til þess að valda árstíðarbundnum sveiflum í verðbólgu á Íslandi. Valda hagstjórnarlegum óstöðugleika á Íslandi og rýra verðgildi íslensku krónunar að raunvirði ennþá meira en hefur átt sér stað í dag. Íslenska krónan er í gjaldeyrishöftum. Það þýðir að einn eða tveir starfsmenn Seðlabanka Íslands ákveða gengi íslensku krónunar yfir kaffibolla alla virka daga. Frjáls hreyfing á íslensku krónunni er ekki til í þessu umhverfi og er meiri goðsögn heldur en stórifótur.

Hagstjórnarmistök númer 2:

Hagstjórnarmistök Seðlabanka Íslands númer tvö eru þau að hækka stýrivexti á Íslandi. Það er og hefði verið miklu skynsamlegara og rökréttara að lækka stýrivexti á Íslandi. Koma þeim nær þeim stýrivöxtum sem eru í nágrannalöndum og á evrusvæðinu. Enda er vaxtamunurinn á milli Íslands og sumra landa Evrópu allt að 6,00%. Lægri vaxtamunur hefði styrkt stöðu íslensku krónunar, lækkað vaxtaálag á ríkissjóð, banka og sparisjóði. Ennfremur sem að það hefði verið hægt að koma efnahagslífinu á Íslandi af stað á ný. Kannski ekki af sama krafti og áður (sú staða var öll tekin að láni og því ósjálfbær eins og íslendingar komust í raun um).

Hærri stýrivextir á Íslandi eru eingöngu til þess fallnir að veikja gengi íslensku krónunar (þetta tengist allt saman), auka verðbólgu og minnka líkur á heilbrigðum efnahagsbata á Íslandi. Eitthvað sem er víst ekki sem vilji er fyrir á Íslandi. Aftur á móti þá er alveg ljóst að núverandi vaxtastig og stefna í gjaldeyrismálum íslendinga gjörsamlega ósjálfbær með öllu í dag. Það er ekki mikil breyting frá því áður var á Íslandi áður en efnahagshrunið átti sér stað árið 2008.

Síðan má bæta við

Síðan má bæta því við að endalaus eftirgjöf íslenskra stjórnvalda og Seðlabanka Íslands við útflutningsgreinar á Íslandi er skaðleg. Enda hefur það sýnt sig í stöðugt verðminni íslenskri krónu síðan tvö núll voru tekin af íslensku krónunni árið 1982. Þá var nefnilega íslenska og danska krónan eiginlega á pari í nokkurn tíma á eftir. Hinsvegar hafa stöðugar gengisfellingar rýrt verðgildi íslensku krónunnar umtalsvert og eins og staðan er í dag. Þá eru engar líkur á því að það muni breytast á næstu árum. Enda hefur lítil breyting orðið á hugsunarhættinum sem er örlagavaldurinn í þessu öllu saman. Íslenska þjóðin borgar síðan fyrir þetta allt saman og er ekki einu sinni spurð að því hvort að hún vilji borga fyrir þessa óstjórn.