Siðleysið í íslensku samfélagi

Það er alveg stórmerkilegt hversu mikið siðleysi þrífst í íslensku samfélagi. Þetta sést best á handahófskenndum þjófnaði sem er stundaður á Íslandi. Hérna á ég auðvitað ekki við skipulagað glæpastarfsemi, sem meðal annars leggur skiplega á ráðin innbrot inn í bíla og hús fólks.

Hérna er ég að tala um glæpi fólks þar sem lausum hlutum er stolið þar sem til þeirra sést. Gott dæmi um þetta er sá þjófnaður sem Ómar Ragnarsson varð fyrir núna og hann lýsir í bloggfærslu á blogginu sínu. Svona þjófnaður er mjög dæmigerður fyrir það siðleysi sem þrífst í íslensku þjóðfélagi. Það segir mikið um íslenskt þjóðfélag og hvernig er litið á annara manna eigur ef að fólk getur ekki látið hluti frá sér í þéttbýli án þess að þeim sé stolið samdægurs.

Það er ekki lögmál að hlutinir eigi að vera svona. Þetta er slæm þróun á Íslensku þjóðfélagi og þetta þarf ekki að vera svona. Þetta hefst auðvitað allt saman hjá börnunum og foreldrum þeirra. Þar er ýtt undir að þessi hegðun sé áltin eðlileg og samþykkt í þjóðfélaginu. Eitthvað sem er rangt og gengur í raun ekki upp. Þar sem þjófnaður á hlutum fólks á ekki að vera samfélagslega samþykkt hegðun. Eins og virðist vera raunin á Íslandi hjá ákveðnum hópum innan þjóðfélagsins. Lagabókstafurinn hefur lítið með þetta að gera.

Það er mín tilfinning að á Íslandi sé ég miklu óöruggari með mig, og mitt dót en á Íslandi heldur en í Danmörku. Þó er Danmörk talsvert stærra (í Danmörku búa 5.5 milljónir en aðeins 320.000 búa á Íslandi) þjóðfélag heldur en hið íslenska. Glæpir eiga sér auðvitað stað í Danmörku eins og á Íslandi. Það er hinsvegar bara mun minna þol gegn slíku í Danmörku og Evrópu almennt en á Íslandi.

Íslenska þjóðin sem fær það sem hún biður um

Íslendingar hafa gjarnan hrósað sér fyrir að vera bestir í hinu og þessu. Alla jafnan alveg óverðskuldað og alla jafna byggt á sögusögnum nútímans sem íslendingar hafa sjálfir skapað í gegnum tíðina. Ein stærsta sjálfsblekking íslendinga síðustu ár er sú blekking að á Íslandi sé grundvöllur fyrir efnahagslífi sem getur staðið fyrir utan hið alþjóðlega kerfi. Ennfremur er það mjög sterk sjálfsblekking að íslendingar geti rekið gjaldmiðil sinn svo vel sé. Þá er ég að tala um íslensku krónuna, sem síðan árið 1918 hefur fallið um 2200 danskar krónur á 94 árum. Enda var það svo að íslenska krónan og hin danska skildu jafnar árið 1918 á genginu 1:1. Á þessum tíma hefur danska krónan sjálf tapað einhverju af verðgildi sínu, enda er hætt að nota 10 og 25 aura í Danmörku.

Íslendingar hafa síðan árið 2008 kvartað mikið yfir því ástandi sem hefur skapast á Íslandi í kjölfarið á efnahagskreppunni, sem kom til vegna banka-sjálfsblekkingarinnar á Íslandi. Þar sem íslendingar trúðu því að hægt væri að stórt bankakerfi á ónýtum grunni sem hin íslenska króna vissulega er, og hefur alltaf verið. Þegar það litla sem hélt hinu íslenska bankakerfi uppi fór að gefa sig árin fyrir efnahagshrunið á Íslandi. Þá var slíkt alla jafna blásið af sem öfundsýki, árásir á íslenskt efnahagslíf og þar fram eftir götunum. Jafnvel var svo langt gengið af ráðherrum, þingmönnum og fleirum að allir þeir sem voguðu sér að benda á ónýtar undirstöður voru kallaðir öllum illum nöfnum, og að þeir jafnvel vissu ekkert hvað þeir væru að tala um. Enda var litið á það sem svo að á Íslandi væri ekkert að efnahagnum og allt í blóma.

Allt þetta hrundi í Október 2008 með látum þegar allt fjármálakerfið á Íslandi varð gjaldþrota. Bankanir og flest allir sparisjóðirnir á Íslandi. Einu sparisjóðirnir sem lifðu efnahagshrunið af voru þeir sparisjóðir þar sem ekki var verið að eltast við stofnbréfin í þeim, og síðan þeir sparisjóðir þar sem hluthafar samþykktu ekki söluna á stofnbréfum í viðkomandi sparisjóði. Áhrifin af þeirri blekkingu að hægt væri að græða á loftinu eru alvarlegar. Þá helst fyrir það fólk sem lét blekkja sig til þessara kaupa. Enda er margt af þessu fólki stórskuldugt í dag og hugsanlega er engin lausn fyrir það í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn eru með meirihlutavald með beinum og óbeinum hætti í öllum fjölmiðlum á Íslandi. Hvort sem það er staðarblaðið á Ísarfirði eða Morgunblaðið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig mikil óbein völd á fréttablaðinu. Þrátt fyrir áróður um annað. Það sem munar er bara að þetta er annar armur sjálfstæðisflokksins, en sjálfstæðisflokkurinn er þetta engu að síður. Restin er síðan framsóknarflokkurinn með, þar sem því er við komið. Hugsanlega er vikublaðið DV eina blaðið sem er tiltölulega laust við áhrif þessara tveggja stjórnmálaflokka. Þess í stað tel ég hinsvegar að DV sé meira undir áhrif af Vinstri Grænum og tengdum aðilum. Ég álít pólitísk tengsl dagblaða eins og þau koma fram á Íslandi núna í dag vera stórt vandamál, og það fer aðeins versnandi.

Tengsl hagsmunaaðila við stjórnmálaflokka á Íslandi er stórt vandamál, enda bíður það upp á spillingu og valdníðslu. Eins og hefur verið að gerast á undanförnum árum. Þetta er hluti af vandamálinu á Íslandi, og mun halda áfram að grafa undan efnahag Íslands og stjórnkerfinu nema að þessu verði breytt.

Það þýðir lítið að tala um efnahagsmál við íslendinga. Til þess eru þeir of stoltir til þess að hlusta, og láta hagsmunaaðila sem berjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa of mikil áhrif á sig. Á meðan svo er munu íslendingar vera með ónýtan gjaldmiðil og síðan sveiflukennt efnahagslíf með tilheyrandi vandamálum. Mér þykir ljóst að íslendingar þurf að fara alveg á botninn áður en það verður breyting hjá Íslensku þjóðinni. Íslendingar munu þurfa að fara svipað á botninn og Grikkir hafa verið gera undanfarið. Það sem mun lærast verður bæði erfitt og dýrt fyrir íslendinga, en alveg þess virði þegar fram líða stundir fyrir íslenska þjóð.

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup þá er sjálfstæðisflokkurinn kominn með 33% fylgi, og framsóknarflokkurinn 13% fylgi. Það er því ekki langt að bíða þangað til að nýr botn næst á Íslandi í efnahagsmálum og vandræðum þeim tengdum.

Samfélagslegt ofríki minnihlutahópa á Íslandi

Á Íslandi ríkir samfélagslegt ofríki. Þetta samfélagslega ofríki lýsir sér þannig að innan íslenskt samfélags er hópur af fólki sem telur sig í fullum rétti til þess að stjórna því sem aðrir gera. Þá er ég ekki að tala um eitthvað lífshættulegt. Heldur er ég að tala um hluti sem ættu ekki að vera neitt vandamál, og eru ekkert vandamál nema í huga þeirra sem eiga sjálfir í vandamálum þetta frelsi.

Þetta frelsi er frelsi til þess að vera nakinn, frjálst og óháð. Alveg óháð því hvort að það er inn á skemmtistöðum eða hreinlega bara til þess að afla sér tekna. Þetta frelsi er búið að skerðast á Íslandi til muna síðustu árin, ásamt frelsinu til þess að sofa hjá fólki gegn greiðslu ef viðkomandi kýs að gera svo. Ástæða þess að þetta frelsi hefur verið skert eru fullyrðingar óvandaðra og siðlaus öfgafólks sem finnst nekt, kynlíf og allt sem henni tengist vera slæmt mál og ósiðlegt. Ástæðunar fyrir þessu eru jafn margar og viðkomandi einstaklingar eru margir. Allar hafa þær þó grunnlínu að byggja á því að nekt sé eitthvað sem á að fela, kynlíf þá ennþá frekar. Engin rök standa að baki kröfum þessara einstaklinga. Heldur er hérna á ferðinni eingöngu um tilfinningarök að ræða og fátt annað.

Til þess að réttlæta þessa afstöðu hafa viðkomandi einstaklingar notað glæpi í þeim tilangi til þess að réttlæta afstöðu sína. Þessa glæpi hefur þetta fólk til þess að valta yfir allar mótbárur með mjög svo skipulögðum hætti. Gildir þá einu að ekki standi steinn yfir steini í þeim fullyrðingum sem settar hafi verið fram af viðkomandi um þetta. Enda má ljóst vera að á meðan glæpir eru vandamál í þessu, þá réttlætir það ekki að þetta sé bannað vegna glæpanna. Eins og gert hefur verið á Íslandi að kröfu íslenska femininsta. Sem hafa staðið í þessari lygabaráttu undanfarin ár með þeim afleiðingum að íslendingar eru orðin jafn kynferðislega bæld þjóð, ásamt Norðmönnum og Svíum. Þar sem málflutningur af sömu gerð hefur komið fram undanfarna áratugi. Með sama árangri, og sömu vandamálum sem fylgja þessum bönnum. Enda verður grunnþörf mannsins ekki sigruð á svo einfaldan hátt.

Það er ekki nóg með að þetta fólk hafi komið sér fyrir í valdastöðum á Íslandi. Hvort sem er heldur á Alþingi íslendinga eða á sveitarstjórnarstiginu. Heldur er þetta fólk einnig búið að koma sér fyrir í fjölmiðlum á Íslandi. Þar sem það skrifar fréttir þess efnis að þetta sé ósiðlegt og eigi að banna. Tvíræðnar fréttir eru skrifaðar, með tvíræðnari titlum. Fréttatitill eins og þessi hérna sást á Rúv núna í kvöld „Ekkert sóðakvöld á Akureyri“. Þarna er gefið í skyn að naktar konur, og karlar séu eitthvað sóðalegt og þurfi því að fela kynkvöt sína eins og nekt.

Ég er hlynntur frelsi með ábyrgð. Sérstaklega þegar það kemur að hlutum sem eru okkur náttúrulegir. Kynkvötin og nekt er þar á meðal. Ég er ekki að segja að fólk eigi að fara ganga nakið niður götuna. Hinsvegar verður þjóðfélagið að sýna þeim virðingu sem kjósa að lifa samkvæmt öðrum viðmiðum en þeirra eigin. Þetta vantar gjörsamlega á Íslandi. Þar sem öfgamenn og konur fordæma alla þá sem ekki lifa samkvæmt þeirra eigin viðmiðum. Þetta öfgafólk fordæmir með látum alla aðra en sína eigin, og koma síðan fram með blekkingum og oft á tíðum lygum í umræðum um þetta málefni eins og önnur.

Ef að það verður alvöru bylting á Íslandi. Þá verður þetta fólk meðal þess sem verður fyrst að fara. Enda varir svona ofríki aldrei lengi í þjóðfélagi. Hvort sem það er íslenskt þjóðfélag eða önnur.

Fréttir af þessu.

Aflýsa Dirty Night (DV.is)
Dirty Night á Akureyri aflýst (Vísir.is)
Ekkert sóðakvöld á Akureyri (Rúv.is)

Munu íslendingar sigra sjálfa sig á endanum

Íslenskir stjórnmálamenn eru þessa dagana mjög uppteknir við að reyna afskrifa efnahagshrunið á Íslandi, og síðan að reyna koma þeim undan sem báru ábyrgð á því hvernig efnahagshrunið var meðhöndlað. Enda gæti margt óþægilegt komið fram í vitnastúku, svo sem nokkur stór hneyksli, svindl, spilling og fleira í þeim dúr. Enda af nægu að taka á því sviði hjá íslendingum.

Það er ekki regla að ríki skulu vera til. Enda er það vel þekkt í sögunni að ríki hafi komið og farið. Bara á 20 öldinni þá hurfu mörg ríki í Evrópu og landamæri breyttust og hurfu jafnvel alveg. Á 21 öldinni hafa nokkur ríki orðið til og á sama tíma hafa önnur horfið. Það er ekkert sem segir að Lýðveldið Ísland muni verða til um alla framtíð. Sérstaklega ekki ef íslendingar eru ófærir um að taka á þeim málum sem upp koma. Þá sérstaklega þeim málum sem koma upp varðandi stjórn Íslands.

Sú krafa sjálfstæðisflokksins um að fella niður dómsmálið á hendur Geir Haarde er gott dæmi um mál sem er hættulegt lýðræðinu á Íslandi. Endalok þessa dómsmáls á hendur Geir Haarde mundi þýða að það yrði aldrei hægt að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar á Íslandi fyrir afbrot í starfi. Enda gætu viðkomandi alltaf treyst á vernd flokksmanna sinna og annara stjórnmálaflokka ef út í það færi. Slíkt mundi grafa undan lýðræði á Íslandi. Núna á að reyna á þetta að hálfu sjálfstæðisflokksins, framsóknarflokksins og hluta af Vinstri Grænum og jafnvel einstaka þingmanni í Samfylkingunni. Slíkt er auðvitað til skammar og á ekki að lýðast.

Að vera með aspergers heilkenni

Ég er einn af þeim einstaklingum á Íslandi sem er með Aspergers-heilkenni. Þetta háði mér lengi vel, eins og svo mörgum öðrum sem eru með þetta þegar ég var ungur. Enda er það þannig á Íslandi að lítill skilningur var lengi vel, og er jafnvel ennþá sýndur fólki sem er með þetta. Þar sem fólk með aspergers-helkenni er ekki nægjanlega einhverft til þess að vera inn á stofnun, en er engu nægjanlega einhverft til þess að lenda í vandræðum félagslega. Enda á ég erfitt með að skilja óbein samskipti, það eru samskipti sem eru með augnarráði, líkamstjáningu og öðru slíku. Ég hef þó á undanförnum árum æft mig í að taka eftir slíkum skilaboðum. Það gengur þó upp og ofan að skilja slíkt, þar sem að fólk er mismunandi hvernig það notar þetta form tjáningar.

Hvað mig persónulega varðar. Þá passa ég illa inn í íslenskt samfélag. Þar sem ég hvorki reyki eða drekk. Sem betur fer hefur dregið úr reykingum á Íslandi, áfengisneysla er hinsvegar alltaf jafn mikil og áður fyrr. Ég hef í dag orðið mikla reynslu af því að vera í framhaldsskólum á Íslandi. Enda hef ég verið í Iðnskólanum í Reykjavík (þegar hann var til), Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra, Verkmenntaskólanum á Akureyri, og núna síðast fór ég aftur í Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra. Námið hefur gengið svona upp og ofan hjá mér, núna síðustu ár hefur það gengið ágætlega. Þó svo að námið hafi gengið ágætlega hjá mér núna síðustu ár. Þá get ég ekki sagt að félagslegi þátturinn hafi gengið vel hjá mér. Enda hef ég varið síðustu önnum einn inn á herbergi heimavistar FNV á Sauðárkróki. Ástæðan er auðvitað sú að ég náði ekki að tengjast neinum almennilega. Það breytti ekki neinu þó svo að ég reyndi, ekkert gekk og hefur ekki gengið síðan ég hóf nám aftur í skóla vorönnina árið 2008 (námið stundaði ég með hléum). Þar sem ég þoli illa að vera einn þá hefur þetta grafið undan náminu hjá mér og áhuganum á því að vera í skóla á Íslandi. Þetta má rekja til þess að ég hvorki drekk eða reyki eins og áður segir og ég stunda lítið skemmtanir vegna þess að ég þoli illa fullt fólk og hvernig það hagar sér.

Síðan hafa fjárhagsleg vandræði hjá mér alltaf átt sinn þátt í lélegri andlegri líðan hjá mér. Því er ég þó að reyna að breyta núna með því að gera það sem ég er góður. Það er skrif á bloggsíður og síðan að reyna að skrifa smásögur og bækur sem ég ætla mér að gefa út á internetinu fyrir lesbækur (Amazon Kindle osfrv). Enda komst ég að þeirri niðurstöðu fyrir nokkru síðan að bætur öryrkja eru ekkert nema félagsleg fátækrargildra sem enginn ætti að lifa við. Þar sem lítill er viljin hjá stjórnvöldum að breyta þessu til batnaðar. Þá ákvað ég að breyta þessu sjálfur og þá fyrir sjálfan mig og ég hef unnið að því núna undanfarna mánuði, og gengur ágætlega. Þó svo að ég eigi langt í land með að ná þangað sem ég vill fara í þessum efnum.

Ég hef aftur á móti fundið minn stað í tilverunni núna. Sá staður er í dag Danmörk. Þar sem ég hef ekki efni á því að búa í Kaupmannahöfn. Þá ætla ég að búa í bæ sem heitir Sønderborg og er nálægt landamærunum að Þýskalandi. Reyndar er það þannig að ég hef gaman að landamærum af einhverjum ástæðum, og því er þetta ekkert slæm staðsetning fyrir mig þannig séð. Ég vil ekki búa á Íslandi af mörgum ástæðum. Helsta ástæðan er sú að íslenskt þjóðfélag virðist henta mér illa. Þar sem ég þrífst afskaplega vel í fjölbreytni og fjölmenni. Eitthvað sem erfitt er að fá á Íslandi í dag. Ég reyndar held að það hafi alltaf verið svona á Íslandi af margvíslegum aðstæðum.

Ég er eins og svo margir með Aspergers mjög svo heiðarlegur og er illa við rangfærslur og fullyrðingar sem ganga gegn þeim gögnum sem liggja fyrir. Enda reyni ég persónulega að hafa allt eins rétt og ég þekki hlutina. Þó svo að stundum vill það gerast að ég er að fara eftir röngum upplýsingum. Í þeim tilfellum þá leiðrétti ég mig og nota nýju upplýsinganar upp frá því.

Það eina sem ég þó sakna í gegnum tíðina er að hafa ekki átt neina kærustu. Ég vonast þó eftir því að það breytist með nýju umhverfi. Þessi málaflokkur hefur reynst mér hvað erfiðastur í gegnum tíðina, og ég á ekki von á því að það breytist neitt á næstunni.

Ég hef fyrir löngu síðan hætt að reyna vera „venjulegur“. Hvað svo sem það þýðir í raunveruleikanum.

Aðrar bloggfærslur um þetta sama.

Sjálfhverfa bloggið (WordPress.com)
Ég er geimvera (innihald.is)

Fréttir af einstaklingum með Aspergers á Íslandi.

„Ég gat bara ekki logið“ (mbl.is)
Einhverfuröskun ekki skammarleg (Vísir.is)

Um Asperger heilkenni.

Asperger syndrome (ncbi.nlm.nih.gov)
Asperger syndrome (Wiki)

Hin gjörspilltu samtök höfundarrétthafa

Það er til marks um heimsku og þröngsýni samtaka eins og STEF og Smáís að núna ætla þau sér að fara láta vefsíðum á internetinu eftir þeirra hentugleika. Allt saman er þetta að Bandarískri fyrirmynd, þar sem að samtök höfundarrétthafa (stórfyrirtækja, ekki einstakra höfunda) hafa verið að reyna koma svipaðri löggjöf í gegnum Bandaríska þingið, en gengur illa (kallast SOPA og PROTECT IP Act). Eins og í Bandaríkjunum er krafan sú að aðgangi vefsíðum verði lokað. Þá án réttmætar málsmeðferðar eða sönnunargagna.

Það er þó ennfremur bara staðreynd að svona aðgerðir munu ekki virka, og munu frekar hvetja til þess að DNS kerfi sem er ekki undir stjórn ICANN verði almennilega komið á lagginar. Þá munu svona lokanir hafa nákvæmlega ekkert vægi og þjóna nákvæmlega engum tilgangi. Enda munu hinir betur að sér í tölvum og internetinu komast þangað sem þeir vilja án nokkura vandamála. Það er ennfremur sannað og hefur sýnt sig að þetta virkar ekki og mun aldrei gera það. Enda notar margir í dag Google DNS og OpenDNS, sem gera svona lokanir gjörsamlega tilgangslausar með öllu. Enda er ekki hægt að loka á IP tölur. Þar sem margar vefsíður eru oft hýstar á sömu IP tölunni.

Þetta hefur einnig verið reynt í Danmörku, Finnlandi og fleiri Evrópulöndum. Niðurstaðan er alltaf sú sama. Þetta hefur engin áhrif á niðurhal. Hvorki á tónlist, kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Það sem hefur hinsvegar áhrif á þetta er þegar löglegir og almennilegir möguleikar koma fram sem bjóða fólki að kaupa þetta efni löglegt og nota það án takmarkana (DRM)

Höfundarétthafa hafa haldið því fram undanfarin rúmlega 100 árin að allar tækniframfair sem hafa komið fram á þessum tíma sé að drepa tónlist. Þessu hafa líka kvikmyndaframleiðendur haldið fram eftir að sú tækni kom fram. Allt frá myndbandstækjum og yfir í skrifanlega dvd diska áttu að drepa þetta listform með öllu. Staðreyndin er hinsvegar sú að dreifingarfyrirtækin og framleiðendur hafa oft á tíðum ekki grætt meira á nýrri tækni en sem nemur tapinu af þessu efni. Það er ennfremur staðreynd að hlutafallslega lítið af því efni sem er framleitt skilar hagnaði. Ástæðan er auðvitað sú að þessi markaður er tiltölulega mettaður og endurnýjun er mjög hröð þar að auki. Reikna má með að efni skili hagnaði eingöngu næstu fimm ár eftir útgáfudag (mitt eigið mat). Eftir það þá fellur hagnaður gífurlega, en kostnaður af útgáfu minnkar einnig eftir því sem minna er framleitt af viðkomandi tónlist, sjónvarpsþáttum eða kvikmynd. Engu að síður þá er hagnaður af því efni sem framleitt er og skilar hagnaði gífurlegur.

Mest af þessum hagnaði fer ekki til listamanna, tónlistarmannana og kvikmyndargerðarmannana. Flest af þessu fer beint til stórfyrirtækjana sem hirða mest af þessu upp í „kostnað“ og skilja síðan við sjálfa listamennina slippa og snauða eftir tónlist eða kvikmyndir (eða þættir) tapa vinsældum eins og mun gerast með allt það efni sem framleitt er. Eini hópurinn sem ég hef séð að hefur ekki farið þessa leið eru rithöfundar, sem hafa notað tæknina sér til framdráttar. Enda gefa margir út sitt efni sjálfir í e-bókarformi og fá því hagnaðin beint í sinn eigin vasa.

Það er óumflýjanleg staðreynd að aðferðir STEF og Smáís er röng. Þetta mun ekki virka og hefur ekki gert það hingað til. Allt tal þessara aðila um að ný tækni sé að drepa þessa miðla er tóm þvæla, og hefur verið það síðustu 100 árin.

Nánar.

Radio Is Killing Music (techdirt.com)
Making a Profit in Music: The Mick Jagger Meme and More (artandavarice.com)

Einokunarklúbbar Íslands

Á Íslandi eru starfræktir klúbbar sem hafa það eitt markmið að viðhalda einokun og háu vöruverði á Íslandi. Þessi klúbbar eru sjálfstæðisflokkurinn, framsóknarflokkurinn, Vinstri-Grænir, Heimssýn og síðan hópur sem kallast Evrópuvaktin. Allir þessir klúbbar hafa það eitt markmið viðhalda verslunar einokun fárra á Íslandi. Ásamt því að viðhalda háu vöruverði á Íslandi. Með fullþingi ráðherra Vinstri Grænna. Þá sérstaklega Jóns Bjarnarsonar, Ögmundar og fleiri aðilum í ráðherra og þingliði Vinstri Grænna.

Þessir klúbbar lifa í fornum heimi. Heimi sem var til á Íslandi árið 1947 til 1971 þar sem ríku höft af ýmsum toga, þegar loksins fór að losna um höftin sem þá voru við lýði á Íslandi. Höftin komu öll í einu, en voru ekki tekin af almennilega fyrr en árið 1971 þegar Ísland gekk í EFTA. Í andstöðu við marga stjórnmálaflokka og einstaklinga á Íslandi í dag. Í dag eru margir af þessum sömu einstaklingum sem voru á móti EFTA aðild Íslands á móti Evrópusambands aðild Íslands. Þetta fólk er enda algerlega blint á þau tækifæri sem þrífast í opnu og frjálsu markaðshagkerfi. Þar sem tollar eru ekki vandamál við helstu viðskiptalönd í Evrópu. Þetta fólk vill frekar kjósa að búa við höft, skammtanir og efnahagsleg vandamál. Allt saman vegna þess að það þráir gamla tíma og þetta fólk sér tækifæri í þessu öllu saman til þess að hagnast óheiðarlega á einhvern hátt. Hvort sem það er í gegnum spillingu eða einokun.

Dómstólar ritskoða fjölmiðla á Íslandi

Ég sé á nýjustu fréttum að Hæstiréttur Íslands heldur áfram þeirri stefnu sem sjálfstæðisflokkurinn markaði fyrir nokkru síðan. Sú stefna var að ritskoða fjölmiðlamenn á Íslandi í gegnum dómstóla. Enda hefur sjálfstæðisflokkurinn stillt hæstarétti þannig upp að dómarar þar eru hallir undir það sem kemur frá sjálfstæðisflokknum. Þetta sést mjög vel þegar skipanir dómara á valdatíma sjálfstæðismanna eru skoðaðar. Enda var það þannig að sjálfstæðisflokkurinn var alltaf með dómsmálaráðuneytið í þeim ríkisstjórnum sem hann sat í.

Það kemur því lítið á óvart að núna skuli íslenskir fjölmiðlamenn fara halloka fyrir Hæstarétti Íslands, sem er í reynd besti vinur allra hrunaðila á Íslandi og hefur verið það til lengri tíma núna. Stóra spurningin er sú að hvert kærir maður Hæstarétt Íslands fyrir blístrandi vanhæfni og spillingu ?

Nærtækast væri að setja upp íslenska sjónvarpsstöð erlendis, svo að blaðamenn geti flutt fréttir af spillingunni á Íslandi óhræddir við ritskoðun Hæstarétts Íslands. Enda er ljóst að íslenskum blaðamönnum verður ekki óhætt fyrir ritskoðun Hæstaréttar Íslands á öllum þeim spillingarfréttum sem eiga ennþá eftir að koma í dagsljósið á Íslandi.

Fréttir af þessu.

Svavar Halldórsson hlaut dóm (Rúv.is)
Svavar sakfelldur: Greiðir Pálma 200 þúsund krónur (DV.is)

Feministar hneykslast á mannlegri kynhegðun

Ég sé í fréttum Rúv að íslenskir öfga-feministar halda áfram að hneykslast á mannlegri kynhegðun. Núna á greinilega að fara á eftir „dirty night“ sem eru haldin hér og þar í bæjum í kringum Ísland. Þessi kvöld eru viðbrögð samfélagsins við þeim bönnum sem íslenskir öfga-feministar hafa sett á Íslandi með því að koma sér í valdastofnanir á Íslandi.

Allt tal um að konur séu hlutgerðar á þessum kvöldum er tóm þvæla. Þeir einu sem eru að hlutgera hlutina hérna eru öfga-feministar sem eru staðráðnir í að kæfa og bæla niður kynhvöt og kynupplifun kvenna á Íslandi. Einnig sem að karlmenn verða gerðir að óvinum á þessum sama tíma. Eins og hefur verið stefnan eftir að þessi öfgastefna íslenskra feminista fór af stað fyrir rúmlega tíu árum síðan.

Íslenskir öfga-feministar hafa í raun tapað þessari baraáttu og það fyrir löngu síðan. Það mun þó ekki þýða að þær muni leggja allt í rúst áður en íslenskt samfélag hafnar þeim algerlega og þeirra málflutningi.

Frétt Rúv.

Gagnrýnir Dirty Night kvöld (Rúv.is)

Ísland hefur ekki breyst mikið síðustu áratugi

Það er alveg ljóst að Ísland hefur ekki breyst mikið síðustu áratugi. Hérna eru tvö dæmi.

Fréttayfirlit fyrir árið 1966.
Fréttayfirlit fyrir árið 1984.
Fréttir Rúv árið 1990. Það kemur ekki fram hvaða dag þetta var.

Þarna sést að það er ótrúlega lítið sem hefur breyst á Íslandi á þessum langa tíma. Ég reikna ekki með að mikið breytist á Íslandi á næstu árum. Svona ef fyrri ár eru höfð til viðmiðunar.

Það er alveg ljóst að efnahagur Íslands verður í sama ruglinu og áður fyrr miðað við þessar staðreyndir og ekkert mun breytast á Íslandi þjóðfélagslega séð.