Rafmagnleysi veldur vandræðum

Það datt út rafmagnið hjá mér í smá stund núna í nótt. Því miður olli það því að forritið sem sér um að teikna jarðskjálftagröfin tapaði gögnunum og eru því gröfin hálf tóm sem stendur. Höfundur forritsins hefur verið látin vita.

Viðgerð lokið á skjálftagröfum

Ég er búinn að laga það sem fór úrskeiðis í kvöld í tölvunni sem vinnur úr gögnum frá jarðskjálftamælinum, vona ég. Því miður þurfti ég að henda eldri gögnum sem voru komin, vegna skemmda sem voru í skrám sem forritið notar. Þannig að gröfin eru í raun tóm núna, nema það sem hefur verið að bætast inn síðustu mínótur.

Jarðskjálftagröf

Ég er búinn að setja upp hugbúnað sem setur mæliniðurstöður frá jarðskjálftamælinum sem ég á á netið. Þessar mæli niðurstöður eru sjálfvirkar og gætu verið vitlausar. En jarðskjálftamælirinn nemur hávaða frá umhverfinu, eins og bílaumferð og aðra hluti.

Gröfin eru sjálfvirkt uppfærð.

Hérna eru gröfin.

Hvaðan eru lesendur jonfr.com ?

Ég rakst á sniðugan hlut á netinu, en með þessu korti er hægt að sjá hvaðan lesendur jonfr.com koma frá, hvaða landi osfrv. Fólk getur bætt sér inná þetta kort hérna. Einnig sem fólk getur sett inn myndir og skilið eftir skilaboð ef það vill. Kortið er hægt að stilla eftir þörfum.

Styrkja Vefinn ?

Þeir sem vilja styrkja vefinn geta smellt á þennan eina auglýsingaborða sem ég er með á síðunni. Og ef þeim vantar eitthvað, þá er um að gera að versla frá Amazon.com, enda er dollarinn lágur sem stendur.

Með Fyrirfram þökkum.

Jón Frímann.

Auglýsingar

Ég ætla að hafa google adsense auglýsingar efst á síðunni. Þannig að ég hef kannski örlitla möguleika á því að ná inn fyrir kostnaði við að vera með bloggið.