Íslendingar eru þjóðin sem vildi ekki borga

Íslendingar eru þjóðin sem vill ekki borga skuldir sínar vegna glannalegarar hegðunar á alþjóðlegum markaði. Það er nefnilega staðreynd, þó svo að íslendingar vilji ekki viðurkenna það fyrir sjálfum sér eða öðrum að útrásin var með vilja og samþykki íslensku þjóðarinnar, og allir þeir sem settu sig á móti útrásinni eða gagnrýndu hana voru kallaðir öllum illum nöfnum.

Til er nóg af blaðgreinum því til sönnunar ef fólk hefur áhuga upp á því að rifja upp söguna. Gallin er að flestir íslendingar vilja vilja ekki rifja upp útrásina, eða skoða þá sögu og læra af mistökunum. Frekar vilja íslendingar sitja fastir við sinn keyp og neita öllu, og neita að borga fyrir sín mistök og afleiðinar gjöra sinna.

Ég er maður sem tek afleiðingum gjörða minna. Hinsvegar er ljóst að fólk sem tekur afleiðingum gjörða sinna er orðið sjaldgæft á Íslandi. Ástæðan fyrir því er mjög einföld, allt þetta fólk er flutt erlendis og er ekki líklegt til þess að koma aftur til landsins á meðan íslenska þjóðin hagar sér eins og smákrakki í frekjukasti.

Það sem varð kveikjan að þessum skrifum.

Icesave: Íslendingar hafa fengið “tilboð sem þeir geta ekki hafnað”

Ég ætla síðan að benda á þjóðina sem borgaði skuldir sínar. Sú þjóð heitir Finnland. Enda nutu Finnar betri lánskjara þegar á reyndi hjá þeim eftir að þeir borguðu skuldir sínar.

The Country That Paid its Debts

[Texti uppfærður klukkan 17:04 þann 19. Febrúar 2010.]

Íslensk afneitun í botni

Á íslenskum bloggsíðum er að finna margt og mikið skrifað. Hest ber að nefna hina íslensku afneitun á Icesave málinu, sem er alveg í jafn sterk núna og undanfarna mánuði. Þessi afneitun er ennþá á mjög sterk, og reglulega má finna glórulausar bloggfærslur eins og þessa hérna.

Allir hagvísar eru að breytast til hins betra nú eftir að forsetinn synjaði Icesave lögunum staðfestingar. Nú einum og hálfum mánuði eftir að forsetinn neitaði að staðfesta Icesave lögin er gengið að styrkjast og skuldatryggingarálag ríkisins að lækka.

Það er augljós höfundur þessar bloggfærslu hefur ekki verið að fylgjast með skuldatrygginarálaginu og þróun þess síðan forseti Íslands neitaði að skrifa undir Icesave lögin. Það er nefnilega staðreynd að þegar forseti Íslands neitaði að skrifa undir Icesave lögin þá stóð skuldatrygginarálagið í 350 punktum, og hafði farið lækkandi síðan íslendingar sóttu um aðild að ESB í Júlí 2009. Í dag stendur skuldatrygginarálagið í 566.92 punktum og er hærra en skuldatrygginarálag Íraks, Grikklands, Lettlands og fleiri þjóða sem íslendingar halda að séu í stórkostlegum vandræðum með efnahag sinn. Þá halda margir því fram að Grikkland sé í vandræðum vegna þess að þeir eru með evruna og skuldum vafnir. Þetta fólk hefur augljóslega ekki verið að sjá þær aðstæður sem eru ríkjandi á Íslandi um þessar mundir, og þau vandamál sem eru ríkjandi í efnahag Íslands núna í dag.

Það er þó alveg augljóst að þessi afneitun á stöðu mála hérna á landi skilar nákvæmlega ekki neinu, og mun ekki skila neinu í komandi framtíð. Það eina sem mun fást útúr þessari afneitun er lengri og dýpri kreppa (og dýrari) hérna á landi, ásamt meira atvinnuleysi og vaxandi fátækt.

Bloggfærslan sem er í bullandi afneitun um stöðu mála á Íslandi.

Allir hagvísar að batna eftir að forsetinn neitaði að staðfesta Icesave lögin.

Upplýsingar um skuldatrygginarálag fyrirtækja og þjóða.

CMA – Market Data.