Jarðskjálftahrinan hjá Grímsey

Í gærkvöldi tók jarðskjálftahrinan austur af Grímsey sig upp aftur. En stærstu jarðskjálftanir sem hafa komið sem stendur eru 3,7 á ricther og varð hann klukkan 05:00 í nótt, en jarðskjálfti uppá 3,1 á ricther varð klukkan 06:30 í morgun. Skjálftavirkni er ennþá mikil þarna.

Núna klukkan 09:52 varð jarðskjálfti uppá 3,2 á ricther uþb 15 km austur af Grímsey, eða á svipuðum slóðum og hinir jarðskjálftanir sem hafa komið.

[Uppfært klukkan 10:01]

Jarðskjálfti nærri norður Súmötru

Í dag klukkan 15:05 varð jarðskjálfti uppá 6,1 á ricther nálægt norður Súmötru. Skjálftinn varð á landgrunninu nálægt eyjunni og dýpi þessa jarðskjálfta var 10 km. Sem stendur hafa engar fréttir borist frá þessu svæði.

Upplýsingar um jarðskjálftan eru fengar af emsc. Hægt er að skoða upplýsingar um jarðskjálftan hérna. Þessi slóð og upplýsingar gætu orðið úreltar án fyrirvara.

Um jarðskjálftan hjá Siglufirði

Samkvæmt yfirförnum niðurstöðum hjá Veðurstofu Íslands þá var stærð jarðskjálftans sem varð hjá Siglufirði í morgun 3,8 á ricther og dýpi jarðskjálftans var 9,8 km, en skjálftinn varð klukkan 8:12 og var uþb 12 km norð-austur af Siglufirði. Aðeins einn eftirskjálfti hefur komið í kjölfarið á þessum jarðskjálfta, og var stærð hans samkvæmt óyfirförnum niðurstöðum 2,3 á ricther, og varð sá jarðskjálfti klukkan 8:16.

Jarðskjálfti í Pakistan

Um klukkan 03:50 GMT varð jarðskjálfti uppá 7,5 á ricther í Pakistan. Sem stendur hafa engar fréttir borist af svæðinu, enda strjábílt svæði þar sem jarðskjálftinn varð. Eftirskjálftar, talsvert minni en upphafsskjálftinn hafa komið í kjölfarið.

[Uppfært klukkan 11:01]