Jarðskjálfti hjá Kópaskeri

Í morgun klukkan 06:14 varð jarðskjálfti uppá 3,0 á ricther 17 km vsv af Kópasskeri, örfáir smærri eftirskjálftar komu í kjölfarið. Ekki hafa komið fréttir af því að þessi jarðskjálfti hafi fundist í nágrenni við upptökin.

Jarðskjálftanir í Bárðarbungu

Í morgun urðu jarðskjálftar í Bárðarbungu. Samkvæmt sjálfvirka kerfinu hjá veðurstofunni þá var stærsti jarðskjálftinn 3.1 á ricther. Þegar það var búið að fara yfir gögnin hjá Veðurstofunni þá kom í ljós að stærsti jarðskjálftinn sem varð þarna var 2.7 á ricther.

Jarðskjálftahrina hjá Herðubreiðarlindum

Það virðist vera farin af stað smá jarðskjálftahrina hjá Herðurbreiðarlindum. Sem stendur þá er hrinan mjög róleg of fáir jarðskjálftar hafa komið fram. Enginn af þeim jarðskjálftum sem hafa komið hafa náð 3 á Ricther. Stærstu skjálftanir sem hafa komið eru rétt yfir tveir á Ricther.

Jarðskjálftar hjá Geysi

Síðan í gærkvöldi þá hefur verið smájarðskjálftahrina hjá Geysi í Haukadal. En þarna hafa mælst í kringum 40 jarðskjálftar síðan hrinan byrjaði. En enginn af þessum jarðskjálftum hefur orðið stærri en 2 á ricther. Síðan klukkan 11:19 hefur verið hlé á þessari jarðskjálftahrinu.