Jarðskjálfti nærri norður Súmötru

Í dag klukkan 15:05 varð jarðskjálfti uppá 6,1 á ricther nálægt norður Súmötru. Skjálftinn varð á landgrunninu nálægt eyjunni og dýpi þessa jarðskjálfta var 10 km. Sem stendur hafa engar fréttir borist frá þessu svæði.

Upplýsingar um jarðskjálftan eru fengar af emsc. Hægt er að skoða upplýsingar um jarðskjálftan hérna. Þessi slóð og upplýsingar gætu orðið úreltar án fyrirvara.

Hótun gagnvart neðanjarðarlestarkerfi New York var gabb

Samkvæmt fréttum frá CNN þá var hótun sem átti að hafa komið frá Írak gagnvart neðanjarðarlestarkerfi New York borgar ekkert nema uppspuni frá rótum.

Meira seinna.

Hérna er upprunalegu skilaboðin sem ég fékk frá CNN.com

— Informant in Iraq admits information about a terror plot against New York subway was a hoax, sources tell CNN. Details soon.

Rok og kuldi

Hérna hjá mér er kominn snjór, ekki eins mikill snjór og var um daginn en talsverður snjór þrátt fyrir það. En í gær var hálfgerð skafhríð og leiðindaveður. Það er væntanlega kominn vetur á Íslandi. En ekki skil ég hvað fyrsti vetradagur er að gera þann 22. Október, en fyrsti vetradagur mætti vera mun fyrr. Væntanlega í enda September. Og fyrsti Sumardagur mætti vera í enda Maí, eða upphafi Júní.

Jarðskjálftinn í Pakistan: Stærð skjálftans var 7,6 á ricther

Jarðskjálftinn í Pakistan var 7,6 á ricther samkvæmt niðurstöðum frá emsc. Núna er talið að allt að 20,000 manns hafi farist í jarðskjálftanum, og að 42,000 manns hafi slasast í kjölfar jarðskjálftans. Einnig sem það er áætlað að 2,5 milljónir manna séu heimilslausir í kjölfarið á jarðskjálftanum.

Hérna er fréttahluti BBC News um Suður Asíu.

[Uppfært klukkan 12:37]

Um jarðskjálftan hjá Siglufirði

Samkvæmt yfirförnum niðurstöðum hjá Veðurstofu Íslands þá var stærð jarðskjálftans sem varð hjá Siglufirði í morgun 3,8 á ricther og dýpi jarðskjálftans var 9,8 km, en skjálftinn varð klukkan 8:12 og var uþb 12 km norð-austur af Siglufirði. Aðeins einn eftirskjálfti hefur komið í kjölfarið á þessum jarðskjálfta, og var stærð hans samkvæmt óyfirförnum niðurstöðum 2,3 á ricther, og varð sá jarðskjálfti klukkan 8:16.

Jarðskjálftinn í Pakistan: Fannst í þrem löndum

Samkvæmt fréttum frá BBC þá fannst jarðskjálftinn í Indlandi, Pakistan og Afganistan svo vitað sé. Einhverjar skemmdir og manntjón varð í Indlandi, en ekki eins slæmt og í Pakistan, samkvæmt fréttum þá fórst einn í Afganistan en engar fréttir af skemmdum hafa komið fram. En hjálp er ekki ennþá farin að berast til þeirra svæða sem eru afskekkt, en þar eru þorp sem eru samkvæmt fréttum illa farin eða einfaldlega horfin með öllu. Og við sum þorp hefur einfaldlega ekki ennþá náðst samband, bæði vegna jarðskjálftans og vegna þess að þessi þorp eru mjög afskekkt og vegir eru teftir vegna skriðufalla.

[Uppfært klukkan 13:15]

Jarðskjálftinn í Pakistan: Óttast að manntjón sé mikið

Það er óttast er að margir hafi farist þegar jarðskjálfti uppá 7,5 á ricther varð í Pakistan klukkan 03:50 GMT. En það er óttast að allt að eittþúsund manns hafi farist í kjölfarið á þessum jarðskjálfta, það hafa komið fréttir af því að heil þorp hafi lagst í rúst í kjölfarið á jarðskjálftanum. Í Islamabad hrundu tvær 19 hæða búðarblokkir í kjölfarið á jarðskjálftanum og er fólk fast brakinu, sem stendur eru björgunaraðgerðir að fara af stað á þeim svæðum sem urðu verst úti. Jarðskjálftinn varð 95 km norður af Islamabad og 14 km norður af Muzaffarabad.

Einnig er óttast að 35 manns hafi látist þegar dómshús og skóli hrundu í kjölfarið á jarðskjálftanum. Eitt barn dó og sex slösuðust þegar skóli í Rawalpindi hrundi til grunna í kjölfarið á skjálftanum. Talsvert hefur verið um eftirskjálfta í kjölfarið á aðalskjálftanum.

Hérna er frétt BBC News um jarðskjálftan.

Blokkin sem hrundi
Fólk sem stendur yfir brakinu á blokkinni sem hrundi í Islamabad. Myndin er frá BBC News

[Uppfært klukkan 11:00]