Jarðskjálfti hjá Kópaskeri

Í morgun klukkan 06:14 varð jarðskjálfti uppá 3,0 á ricther 17 km vsv af Kópasskeri, örfáir smærri eftirskjálftar komu í kjölfarið. Ekki hafa komið fréttir af því að þessi jarðskjálfti hafi fundist í nágrenni við upptökin.

Górillur sjást nota verkfæri

Vísindamenn hafa séð górillur nota frumstæð tól útí náttúrunni í fyrsta skipi. Górillunar nota þessi tæki meðal annars til að athuga hversu gljúpar og djúpar mýrar eru sem þær eru að fara yfir, en þær gera þetta einnig þegar þær fara yfir vatn og læki. Hérna er frétt BBC News.

Górilla

Kónguló sem er 20 milljón ára gömul

Vísindamenn fundu fyrir tveim árum eintak af kónguló sem var inní harnaðri trjákvöðu. Þessi kónguló hefur varðveist alveg ótrúlega vel miðað við tímann sem er liðin frá því að hún dó, en hún dó fyrir um tuttugu milljón árum síðan. Vísindamaðurinn sem hefur rannsakað þessa kóngurló náði að taka blóð útúr kóngurlónni sem er inní trjákvoðunni. Og með því vonast vísindamaðurinn til þess að finna út hvernig þessi kóngurló dó, og hversu gömul hún var þegar hún dó og hvert hún var að ferðast. Einnig sem vísindamaðurinn vonast til þess ná út erfðaefni (DNA) úr blóði þessar kongulóar. Hérna er frétt BBC News um þetta.

Kóngulóin

Ritskoðun frétta

Það er augljóst að það er komin opinber stefna varðandi fjölmiðla á íslandi. En þessi stefna er einfaldlega sú að ritskoða þá fjölmiðla sem eru að birta óþægilegar fréttir af samsærum stjórnmálamann og annara fjölmiðla gagnvart fyrirtækjum útí bæ. Og þá á ég við samsæri Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokkins gagnvart Baugi, enda fer það ekki á milli mála að þarna var á ferðinni alvarleg aðför að réttarfari á íslandi, jafnframt sem að lýðræðið á íslandi var svívirt. Það er grafalvarlegt mál að það sé hægt að leggja fram lögbann á birtinu frétta sem hafa þann tilgang að kom upp um spillingu og samsæri. Svona spillingarmál og samsærismál eru aldrei létt og þau eru svo sannarlega aldrei einföld. En það má hinsvegar ekki láta ráðamenn og samherja þeirra komast upp með svona spillingu.

Enn um sóun íslendinga

Íslendingar virðast sóa miklum verðmætum á hverju ári. Þó svo að hluturinn sé gamall, er hann ekkert endilega ónýtur.

Heilu hent

Það færist í vöxt að Íslendingar hendi ökufærum bílum. Hringrás við Sundahöfn eyðileggur í hverjum mánuði fjölda bíla sem fólk kemur akandi á. Það kemur kannski á óvart að margir bílanna eru alls ekki bara brotajárn og mjög oft ökufærir. Að sögn Björns Ágústssonar, verkstjóra hjá Hringrás, er talsvert um að fólk komi akandi á bílum sínum á athafnasvæði fyrirtæksins, gagngert til að koma þeim í lóg. Hitt sé þó ennþá algengara að bílarnir séu dregnir á svæðið til eyðingar.

Og bílarnir eru ekki það eina sem rekur á fjörur hringrásar. Björn segir að til hringrásar komi heilu farmarnir af alls kyns heimilistækjum sem oft eru nýleg og mörgum þættu hreint ekki til þess fallin að henda. Hann segir að fjöldinn allur af heillegum heimilistækjum til vitnis um að oft sé annað en notagildi hluta látið ráða þegar þeim er hent, oftar en ekki sé ástæðan einungis sú að fólki finnist gamli ísskápurinn ekki passa inn í nýju innréttinguna.

Fréttin er af Vísir.is

Skandalasíðan á Bifröst

Það var í fréttum núna á Stöð 2 um þessa skandalasíðu sem var rekin af nokkrum nemendum Bifrastar. Sem fengu áminningu í kjölfarið. Það er búið að loka síðunni, en hinsvegar er ekki búið að loka afriti google af síðunni. En þetta afrit er hægt að finna hérna. Og hérna er frétt Stöðvar 2 um málið.

Spilling valdhafa á Íslandi

Það virðist vera gífurleg spilling í gangi hérna á Íslandi í íslenskum stjórnmálum. Þessi spilling er bæði peningalegs eðlis og valdlegs eðlis. En þetta inniheldur mörg atriði sem ég ætla að reyna að fara yfir hérna. Þetta mál sem er núna í fjölmiðlum virðist eingöngu vera sprottið upp af þeirri staðreynd að ákveðnir ráðamenn á íslandi, bæði núverandi og fyrrverandi voru eitthvað fúlir útí Baug hf. fyrir einhverjum árum síðan. En þetta mál á sér aðdraganda allt til ársins 2001. Þegar hið margfræga bolludags mál fór af stað, en þá virðist það vera sem svo að ekki hafi farið fram raunveruleg umfjöllun um þessa spillingu sem ríkir á Íslandi í dag, og hefur ríkt frá þessum tíma.

Valdhafar á Íslandi hafa komist upp með ýmislegt sem ekki telst boðlegt í öðrum löndum. Íslenskir ráðamenn eru einstaklega snjallir við að sleppa því að svara spurningum. Þeir annaðhvort svara ekki í símann, eða einfaldlega fara bara að tala um annað á blaðamannafundum. Einnig sem ráðamenn á Íslandi eiga það til að týnast þegar óþægileg mál koma upp, fara í frí eða bara einfaldlega svara ekki spurningum frá óþægilegum blaðamönnum sem vinna hjá óþægilegum miðlum.

Þessi hegðun ráðamann hérna á landi er með öllu óþolandi. Það er einnig þannig að ráðherrar á Íslandi þurfa ekki að bera ábyrgð á sínum mistökum, enda komast þeir nánast upp með hvað sem er hérna á landi. Allt frá því að sniðganga Alþingi Íslendinga yfir í það að hylma yfir með fyrirtækjum sem stunda verðsamráð og níðast á viðskiptavinum. Og allt þar á milli.

Þessu verður að linna, enda er þetta hvorki gott fyrir þjóðina eða efnahag Íslands.

Sóun Íslendinga

Það virðist vera að Íslendingar séu þjóð sóunar og hirðuleysis. Það má spurja sig hvað það fara mörg verðmæti til einskis hérna á landi.

Fullbrúklegir hlutir látnir liggja

Það eru ekki bara skósmiðir og fatahreinsanir sem sitja uppi með ósótta fullbrúklega hluti – hjá gullsmiðum og saumastofum svigna fataslár og læstar skúffur undan dýru skarti og klæðum sem eigendur hirða ekki um að sækja.

Fréttin er af Vísir.is

Um jarðskjálftan í Perú

Í jarðskjálftanum í Perú þann 26 September urðu nokkrar skemmdir samkvæmt fréttum frá BBC, en einnig er talið að hægt sé að rekja eitt dauðsfall til jarðskjálftans. Þetta er stærsti jarðskjálfti á svæðinu síðan 2001, en þá varð jarðskjálfti þarna uppá 8.1 á ricther. Hérna er frétt BBC News um jarðskjálftan.