Jarðskjálftinn í Pakistan

Jarðskjálftinn í Pakistan klukkan 03:50 GMT var 7,5 á ricther og var hann á 10 klómetra dýpi. Í jarðskjálftanum sem varði í um 1 mínútu. Í Islamabad hrundu tvær íbúðarblokkir í kjölfarið á jarðskjálftanum. En fjallaþorp frá öðrum svæðum urðu illa út í þessum jarðskjálfta, en það er vitað að allavega eitt fjallaþorp hafi þurrkast út vegna skriðu sem kom í kjölfar jarðskjálftans. Tölur yfir látna eru ekki ennþá farnar að koma fram ennþá. Mikið hefur komið fram að eftirskjálftum í kjölfar jarðskjálftans uppá 7,5 á ricther, en stærðir þessara eftirskjálfta hefur verið í kringum 5 – 5,7 á ricther kvarðann.

Frétt BBC News um jarðskjálftan. En ég mun setja inn nýjar upplýsingar um þennan jarðskjálfta eftir því sem þær berast.

Frá Pakistan
Myndin er frá BBC News

[Uppfært klukkan 11:00]

Jarðskjálfti í Pakistan

Um klukkan 03:50 GMT varð jarðskjálfti uppá 7,5 á ricther í Pakistan. Sem stendur hafa engar fréttir borist af svæðinu, enda strjábílt svæði þar sem jarðskjálftinn varð. Eftirskjálftar, talsvert minni en upphafsskjálftinn hafa komið í kjölfarið.

[Uppfært klukkan 11:01]

Enn ein hótunin í New York

Það er komin fram enn ein hótunin fram í New York, í þetta skiptið gagnvart neðanjarðarlestarkerfinu og almenningsamgöngum. Síðan árið 2001, eftir árásinar á Turnana tvo í New York þá hafa Bandarísk stjórnvöld gefið út reglulegar viðvaranir um svona árásir, en raunin hefur alltaf verið sú að ekkert hefur gerst í hvert einasta skipti. Að mínu mati er þetta ekkert nema hræðsluáróður af verstu gerð.

Viðbúnaður hertur í New York

Öryggisviðbúnaður hefur verið snarhertur við allar neðanjarðarlestarstöðvar í New York eftir að yfirvöldum þar barst hótun um hryðjuverkaárás á næstu dögum. Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, segir hótunina þá nákvæmustu sem yfirvöldum í borginni hafi borist hingað til og auk þess bendi upplýsingar leyniþjónustunnar til að fótur sé fyrir henni.

Bloomberg segir hótunina frá erlendum aðilum en játar því hvorki né neitar að hún komi frá íslömskum öfgamönnum. Bæði einkennis- og óeinkennisklæddum lögreglumönnum hefur verið stórlega fjölgað á götum úti og þjóðvarðliðar og lögreglumenn frá nærliggjandi borgum hafa verið fengnir til aðstoðar. Farþegum lestarkerfisins í New York hefur verið ráðlagt að ferðast hvorki með bakpoka né skjalatöskur.

Fréttin er fegin af Vísir.is. Hérna er frétt BBC News um þetta.

Ráðgjöfin kostaði 696 milljónir

Ráðgjöfin í kringum einkavæðingu símans (sölu símans) kostaði þjóðina heilar 696 milljónir króna. Að mínu mati þá er þessi upphæð fáránlega há miðað við meinta vinnu aðilans sem sá um ráðgjöfina.

Símamál: Ráðgjöf kostaði 696 m.kr.
Ráðgjöf Morgan Stanley fyrirtækisins vegna sölu Landsímans, kostaði nærri 700 milljónir króna, nánar tiltekið 696 milljónir, að því er fram kemur frumvarpi til fjáraukalaga sem lagt hefur verið fram á Alþingi.

Kostnaður vegna einkavæðingar á þessu ári verður alls 777 miljónir samkvæmt áætlunum en farið er fram á 750 miljóna fjárveitingu í fjáraukalögum.

Rúv.is greinir frá.

Ísskjálftavirkni í Skeiðárjökli

Í gær hófst ísskjálftavirkni í Skeiðárjökli, en þann 4. Október mældust 29 ísskjálftar samkvæmt jarðskjálftavef Veðurstofunar. Í samtali við jarðfræðing á vakt hjá Veðurstofunni þá er ekki vitað hvers vegna þessi ísskjálftavirkni er tilkomin, en hugsanlegt sé að eitthvað vatnsrennsli sé í gangi undir skriðjöklinum. En það er ekki staðfest ennþá.

[uppfært, smá villur lagaðar.]

Rafmagnsnetið á Íslandi

Það mætti halda að rafmagnsnetið á Íslandi væri farið í klessu, en það hefur gerst talsvert oft undanfarið að aðveitustöðvar hafi verið að skemmast og verið að slá út, þar á meðal hjá mér fyrir nokkrum vikum síðan. Og núna síðast í Reykjavík. Orkuveita Reykjavíkur hefði væntanlega ekki átt að eyða svona miklum pening í byggingu nýrra höfuðstöðva, þá hefðu þeir kannski getað haldið rafmagnsnetinu í góðu ástandi. Það mætti halda að viðhaldi á rafmagnsnetinu væri ábótavant. Fyrir mitt leyti þá tel ég að þetta þurfi að rannsaka.

Svik ríkistjórarinnar við öryrkja

Enn og aftur hefur ríkisstjórn Ísland svikið öryrkja og þá sem hafa það verst í þjóðfélaginu. Núna ætlar ríkisstjórnin að taka út bensínstyrk hreyfifatlaðra í þeim eina tilgangi að spara, eða svo segja þeir. En ekki dettur þeim í ríkisstjórninni að spara með því að lækka launin hjá sjálfum sér, eða skera niður í utanríkisþjónustunni. En utanríkisráðuneitið er farið að kosta Ísland uþb 6 milljarða á hverju ári. Þessi „sparnaður“ hjá þeim kemur verst niður á þeim sem höfðu það slæmt fyrir.

Hugmyndir fyrir ríkisstjórnina hvernig þeir geta raunverulega sparað.

1. Þeir gætu lækkað ellilífeyrin hjá fyrrverandi ráðherrum. Það er alveg hellingur af pening sem sparast þannig.
2. Það er hægt að taka 4 milljarða útúr utanríkisráðuneitinu. Þeir hafa hvort sem ekkert með þennan pening að gera.
3. Það er hægt að reka skúffu sendiherra. Alla með tölu, hægt að spara gífurlegan pening á því.
4. Þeir geta hætt að reka þjóðkirkjuna, þar eru allavega 14 milljarðar sem væri hægt að nota til annara hluta eða bara spara þá upphæð.
5. Lækkað laun seðlabankastjóranna, þeir eru hvort sem er ekki að gera neitt að gagni.
6. Dómsmálaráðherra getur lagt niður Öryggislögreglu Íslands og hætt þessum hermannaleik sínum.
7. Minnkað vopnakaup fyrir sérsveitina. Það þarf ekki hríðskotabyssur á Íslandi.
8. Hætt við Kárahnjúkavirkjun, þetta virkjun mun hvort sem er aldrei skila krónu í hagnað til að byrja með. Milljarðar í sparnað þar.
9. Keypt símann aftur. Enda var síminn að skila arði uppá 6 milljarða annað hvert ár. Sá gróði kemur ekki þar sem að ríkisstjórnin er búin að selja símann.
10. Hætt við að kaupa nýja bíla fyrir ráðherra liðið, þetta fólk hefur gott að því að keyra sjálft. Hefur ekkert við hitt að gera. Hægt að spara milljónir með því.

Annars er þessi ríkisstjórn til háborinnar skammar og hefur verið lengi.

Ritskoðun í Noregi

Ritskoðunar þörfin er til í fleiri löndum en bara á Íslandi.

Minnir á lögbannið á tölvupóstunum

Það vakti mikla athygli í gærkvöld, bæði í Noregi og víða annar staðar í Evrópu, þegar undirréttur í Ósló bannaði sjónvarpsþátt sem sýna átti á NRK í gærkvöldi og fjallar um rannsókn bankaráns í Stavangri. Lögbannið var sett aðeins nokkrum klukkustundum áður en þátturinn, „Brennipunktur“, átti að fara í loftið. Málið minnir um margt á lögbann sem sett var hér á landi á birtingu Fréttablaðsins á upplýsingum úr tölvuskeytum Jónínu Benediktsdóttur.

Það var norska ákæruvaldið sem krafðist þess að þátturinn yrði tekinn af dagsskrá. Ákæruvaldið telur að upplýsingar sem talið er að komi fram í þættinum gætu stefnt lífi og heilsu margra þeirra sem komu að málinu í hættu. Einnig bannaði rétturinn öllum sem að gerð þáttarins komu að tjá sig um efni hans og af hverju lögbann var lagt á sýningu þáttarins.

Framkvæmdastjóri Norska blaðamannafélagsins, Per Edgar Kokkvold, segir að lögbannið sé ekkert annað en ritskoðun af hálfu réttarins og skaði trúverðugleika norskrar rannsóknarblaðamennsku. Framkvæmdastjóri Norsku ritstjórasamtakanna segir daginn í gær svartan dag fyrir norska fjölmiðla.

Bankaránið var framið í Stavangri hinn 4 apríl 2004. Lögreglumaður var skotinn til bana af ræningjunum sem komust undan með um 600 milljónir íslenskra króna.

Fréttin er frá Vísir.is