Mótmælendur handteknir Í BNA

Í dag var fólk sem var að mótmæla stríðinu í Írak fyrir framan hvíta húsið var handtekið fyrir standa fyrir aðal-inngangi hvíta hússins. En samkvæmt lögum í BNA þá verður fólk að vera á hreyfingu þar. Fólkið fór í svo kallað borgaralega óhlíðni mótmæli, þar sem það hlýddi ekki þessum lögum og truflaði inngangin inn að hvíta húsinu. Hérna er frétt BBC News um málið.

Bölvað tölvu vesen

Það virðist sem svo að nýjustu uppfærslur hafi gert lítið úr síðustu uppsetningu minni á Gentoo Linux sem er aðal stýrikerfið hjá mér. En eitthvað er það sem veldur því að ég get ekki ræst það upp. Fæ bara fullt af „not found“ villum. Þetta er eitthvað í sambandi við udev sem hefur breyst svona svakalega.

Það er spurning um að henda kerfinu upp á nýtt. Enda gengur þetta ekki. Ég síðast notaði útgáfu 2005.0 en núna er kominn 2005.1. Ég hef verið að leita að lausn, en enga fundið. Því miður fyrir mig.

Brjóstin á Jessica Alba

Á MTV kvikmyndahátíðinni sem var haldin um daginn var margt um stjörnunar eins og gengur og gerist. En þar var einnig kvikmyndastjarnan Jessica Alba, sem leikur meðal annars í Fantastic Four og fleiri bíómyndum og sjónvarpsþáttum. En hvað með það. En eitthvað virðist klæðnaðurinn hafa farið fram hjá henni, þar sem Jessica Alba hefur greinilega ekki tekið eftir því að kjóllin sem hún var að klæðast var gegnsær með öllu og því sást beint í brjóstin á henni, og það sem meira er. Enginn hefur sagt henni frá því að það sæist í gegnum kjólin hennar.

En nóg um það, hérna eru myndir af atvikinu sjálfu.

Brjóstið á Tara Reid

Í fréttum fyrir nokkrum vikum var sagt frá því að kvikmyndastjarnan Tara Reid hefði óvart berað á sér annað brjóstið fyrir framan myndavélanar og fullt af fólki. Hérna eru þær myndir sem ég fann af atvikinu. Enda er þetta sannkallað stjörnuklúður.

Snjókoma og skafhríð

Eins og þetta lítur út hjá mér, þegar ég horfi útum gluggan þá. Þá virðist vera sem að það sé komin skafhríð með ofankomu (snjókomu). Enda virðist sem að það hafi bætt í vindinn og það sé einfaldlega farið að blása upp snjóinn sem kom niður fyrr í nótt, en þá var logn og snjóaði því slétt yfir allt saman. En þetta virðist vera farið að blása upp núna frá mínum bæjardyrum séð. En veðurspáin var ekki góð fyrir daginn sem er að koma, enda var veðurstofan að reikna með þessu um hádegisbilið í dag.

Spurning hvort að þetta veður versni þegar líður á daginn.

Jarðskjálftahrina í Eþjópíu

Ég hef verið að fylgjast með jarðskjálftahrinu í Eþjópíu sem hefur verið í gangi í nokkra daga núna. Stærstu jarðskjálftanir sem hafa orðið þarna hafa verið að ná stærðinni 5.1 á Ricther og þeir sem ég hef verið að sjá á vefnum hjá Emsc-Csem hafa lægst farið niður í 4.7 á Ricther. Ég hef verið að fylgjast með fréttum til að athuga hvort að einhverjar fréttir hafi borist af skemmdum þaðan, en ég reikna með að flest hús í bæjum sem eru nálægt þessari hrinu séu ekki nógu vel byggð til að þola álagið af svona stöðugum jarðskjálftum. End dýpi þessara skjálfta er í kringum 33 km þannig að þeir ættu að finnast á yfirborðinu. Og ég hef séð á kortum að það hafa orðið jarðskjálftar nálægt bæjum þarna. En af einhverjum ástæðum þá hefur ekkert komið í fréttum um ástandið á þessu svæði og hvað er nákvæmlega í gangi þarna.

Það er skortur á jarðskjáltamælum á svæðinu, þannig að minni skjálftar koma ekki fram. En ég tel víst að þeir verði þarna, allt frá 1 á Ricther og uppí 5.1 á Ricther. En skjálftar undir 4.5 á Ricther (allavega) virðast ekki mælast þarna. Það verður áhugavert að fylgjast með svæðinu næstu daga.

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftum um heimin hérna

Ennþá snjóar

Ég er kominn úr sveitinni. Svo að það sé á hreinu. Hinsvegar er það nú svo að núna er gífurlega snjókoma í gangi þar sem ég bý. Og það hafði kyngt niður snjó í gær, þannig að náði uppí ökkla. Einnig sem það var farið að skafa og færð farin að spillast, og fæstir komnir á vetrardekk og hálkan orðin mikil. Það er spurning hvort að það sé skollin á vetur, eða þá að hvort að þetta sé svona hressilegt hausthret. Enda er maður ekki vanur því að sjá snjókomu í September. En einu sinni er allt fyrst.

Í sveitinni….

Ég er ennþá í sveitinni. En maður hefur aðeins lent í mynd hjá japönum að ég held. En það kemur bara allt saman í ljós þegar maður kemst í þáttin, en mér var sagt að hann yrði sýndur í Japan þann 6. Nóvember, 2005. Það á eftir að verða áhugavert. Annars hefur snjóað hérna í dag og tréin hjá mömmu orðin mjög þung af snjófargi, enda fá tré búin að fella laufin og að auki þá var þetta mjög þungur snjór og blautur.

Meira seinna….

Útí sveit

Jæja, þá er maður kominn útí sveit. Allavega í nokkra klukkutíma í dag. Það varð víst eitthvað lítið úr stóðréttum hérna í Vesturhópinu vegna snjókomu, en einhverjum hrossum var smalað saman í réttina að mér skilst. En því miður gleymdist að sækja mig fyrir það, en ég er nefnilega bílaus og þarf því alltaf að fá far ef að ég ætla fara eitthvað útí sveit og lengra en Hvammstangi.

Það hefur aukið í snjóin heima hjá mér síðan í gær, enda kemur snjókoman með svona hléum. En þetta minnir meira á hríð á tímabili en rólegheita snjókomu.

Meira úr sveitinni seinna…