BBC segir frá því að það hefur komið upp sjúkdómsfaraldur í fjöldaspilaleiknum World of Warcraft. Þessi sjúkdómur kemur til vegna galla í leiknum, fjöldi karaktera hefur fallið fyrir þessum sjúkdóm. Þeir leikjakarakterar sem eru með minnsta styrkinn deyja strax samkvæmt fréttinni, en þeir sem eru sterkari komast af lengur en láta samt í minni pokan fyrir þessari sýkingu. Hægt er að lesa meira hérna
Stúlku vísað úr skóla vegna samkynheigðra foreldra
Fjórtán ára gamalli bandarískri stúlku hefur verið vísað úr skóla í Bandaríkjunum vegna þess að hún á samkynheigða foreldra. Umræddur skóli er kristilegur grunn og framhaldsskóli í bæ sem heitir Ontario og er staðsettur í Kalíforníu. Hægt er að lesa alla fréttina hérna
Höfundalögga frá Bandaríkjunum
Bandaríkjastjórn ætlar að koma á fót alþjóðlegri höfundaréttar deild til að berjast við „priacy“ á alþjóðlegum vettfangi. Og er þetta samkvæmt fréttum frá ZDnet í Bretlandi. En aðal planið hjá þeim virðist vera að reyna að mennta erlenda dómara í þeirra höfundarréttarlögum og reyna einnig að koma sínum lögum uppá aðar þjóðir í gegnum alþjóðasamninga. Einnig sem sérfræðingar verða sendir til þeirra landa sem standa verst að höfundarréttarlögum, að þeirra mati. Enda er þetta gert í nafni stórra fyrirtækja. Hægt er að lesa fréttina hérna
Snjókoma með meiru
Það hefur snjóað með meiru hjá mér í allt kvöld. Svona var ástandið um tíma.
Jarðskjálftahrina hjá Herðubreiðarlindum
Það virðist vera farin af stað smá jarðskjálftahrina hjá Herðurbreiðarlindum. Sem stendur þá er hrinan mjög róleg of fáir jarðskjálftar hafa komið fram. Enginn af þeim jarðskjálftum sem hafa komið hafa náð 3 á Ricther. Stærstu skjálftanir sem hafa komið eru rétt yfir tveir á Ricther.
Auglýsingar
Ég ætla að hafa google adsense auglýsingar efst á síðunni. Þannig að ég hef kannski örlitla möguleika á því að ná inn fyrir kostnaði við að vera með bloggið.
Hvít jörð
Það er víst farið að hausta. Allavega er jörð orðin hvít hérna á Hvammstanga hjá mér. Hitastigð er sem stendur í kringum 0C og það er virðist hafa dregið úr slyddunni og þetta virðist vera orðin (nærri því) bara hrein snjókoma. En það er einhver slydda í þessu þrátt fyrir það. Einnig sem það er komin hálka og leiðindi á vegina hérna, að því að ég best fæ séð.
Brjálað veður
Núna er brjálað veður hjá mér og væntanlega á öllu Norð-vesturlandi. Það virðist vera sem svo að þetta sé slydda í gangi núna ásamt hvassviðri. Allavega nauðar í loftstrokknum hjá mér inná baði, eins og gerist alltaf þegar rokið tekur upp. Hitastigið er ekki nema í kringum 1C núna.
Jarðskjálftar hjá Geysi
Síðan í gærkvöldi þá hefur verið smájarðskjálftahrina hjá Geysi í Haukadal. En þarna hafa mælst í kringum 40 jarðskjálftar síðan hrinan byrjaði. En enginn af þessum jarðskjálftum hefur orðið stærri en 2 á ricther. Síðan klukkan 11:19 hefur verið hlé á þessari jarðskjálftahrinu.
Nýtt Blogg
Ég er kominn með nýtt blogg. Þetta er því eiginlega prufupóstur hjá mér. Þar sem ég er ennþá að stilla bloggið hjá mér.