Hvít jörð

Það er víst farið að hausta. Allavega er jörð orðin hvít hérna á Hvammstanga hjá mér. Hitastigð er sem stendur í kringum 0C og það er virðist hafa dregið úr slyddunni og þetta virðist vera orðin (nærri því) bara hrein snjókoma. En það er einhver slydda í þessu þrátt fyrir það. Einnig sem það er komin hálka og leiðindi á vegina hérna, að því að ég best fæ séð.

Brjálað veður

Núna er brjálað veður hjá mér og væntanlega á öllu Norð-vesturlandi. Það virðist vera sem svo að þetta sé slydda í gangi núna ásamt hvassviðri. Allavega nauðar í loftstrokknum hjá mér inná baði, eins og gerist alltaf þegar rokið tekur upp. Hitastigið er ekki nema í kringum 1C núna.

Jarðskjálftar hjá Geysi

Síðan í gærkvöldi þá hefur verið smájarðskjálftahrina hjá Geysi í Haukadal. En þarna hafa mælst í kringum 40 jarðskjálftar síðan hrinan byrjaði. En enginn af þessum jarðskjálftum hefur orðið stærri en 2 á ricther. Síðan klukkan 11:19 hefur verið hlé á þessari jarðskjálftahrinu.