Ímyndunarveiki á háu stigi

Þessi frétt lýsir það sem má kalla ímyndunarveiki á alvarlega háu stigi. En rannsóknir hafa sannað að sú tíðini sem farsímar vinna á hefur ekki nein áhrif á fólk. En 3G kynslóð farsíma vinnur á tíðini í kringum 2100Mhz, en sú tíðini er alltof lág til þess að valda skaða eða veikindum hjá fólki.

Ég hef skrifað [2] áður um svona mál og vísað í rannsóknir þar sem kom í ljós að áhrifa GSM senda á heilsu fólks eru ekki nein. Aftur á móti er það sannað mál ef að fólk ætlar sér að verða veikt, þá getur það orðið það þó svo ekkert sé að því.

Munu íslensku símafyrirtækin bjóða uppá Femtosellur ?

Ný farsímatækni er að líta dagsins ljós í ár. En sú tækni byggir á því að fólk setur upp litla farsímasenda upp heima hjá sér, þetta er sérstaklega hentungt ef að slæmt merki er til staðar fyrir gsm símana. Umrædd tækni kallast femtocell. En það er farsímasendir á stærð við venjulegan router sem er tengdur við internetið til farsímafyrirtækisins, á Íslandi gæti það verið Síminn eða Vodafone eða bara eitthvað annað farsímafyrirtæki. Þetta virkar þannig að femtosellan áframsendir merkið frá farsímanum yfir internetið til farsímafyrirtækisins sem áframsendir síðan merkið til þess aðila sem var verið að hringja í. Femtosellur geta verið 2G (GSM) eða 3G, þannig að hægt er að fá femtosellur sem virka með farsímum sem geta ekki tekið á móti 3G merki.

Þessi tækni mundi henta mjög vel hérna á landi. Sérstaklega í sveitum landsins þar sem ekki borgar sig fyrir símafyrirtækin að koma upp dýrum farsímasendum og þar sem að farsímasamband er slæmt á sveitabæjum.

Hérna fyrir neðan eru upplýsingar um femtosellur.

Femtocell
Home cells signal mobile change
Oyster 3G™ home access femtocell

3G vs wlan

Það er mikill munur á 3G kerfum og wlan. Munurinn liggur í því að 3G kerfið er farsímakerfi en wlan er þráðlaust staðarnet, en þráðlausu staðarnetin eru hönnuð til þess að bera gögn og tilheyra 802.11 staðlinum (a/b/g/n osfrv) en 3G tilheyrir GSM staðlinum, en 3G er kynslóðarnafnið á GSM, en venjulegt GSM kerfi er 2G (2.75G er notað, það er EDGE, annars er notað 2.5G sem er GPRS).

Vodafone hefur því rétt fyrir sér þegar þeir segja að 3G sé ekki sambærilegt við „hot spot“ (wlan) kerfið hjá þeim. Enda er munurinn mikill á þeim kerfum. Ég tek það þó fram að í nýjustu útgáfu af 3G, þá útgáfu 6 af 3G staðlinum, þá eru þeir búnir að fella wlan inní hann. Þannig að símar sem keyra á útgáfu 6 af 3G geta notað wlan kerfi samhliða venjulegum 3G kerfum. Ég veit hinsvegar ekki hvort að gsm símar með útgáfu 6 af 3G eru komnir á markað hérna á landi, en hinsvegar er hægt að fá 3G síma með wlan möguleika, en sá möguleiki er hinsvegar eingöngu hugsaður fyrir gagnaflutning, frekar en talsamband.

Tengist frétt: Þráðlaus bæjarfélög

Digital Ísland og textavarp Rúv, Stöðvar 2

Útaf einhverjum tæknilegum örsökum, þá virðast tæknimenn Digital Íslands (Stöðvar 2) ekki hafa fundið útúr þeim einfalda tæknilega möguleika að kveikja á textavarps útsendingu Rúv eða textavarpsútsendinu Stöðvar 2 og annara sjónvarpsstöðva sem fara í gegnum kerfi þeirra. Skortur á textavarpi er óþolandi, sérstaklega þegar um er að ræða rásir eins og Rúv.

Tæknimenn Digital Íslands þurfa að laga þetta. En keppinautur þeirra, Síminn, getur endurvarpað Rúv stafrænt yfir ADSL með textavarpi. Og Rúv getur endurvarpað sínu merki yfir gervihnött (stafrænt og ruglað) með textavarpi. En útaf einhverjum vanhæfnisástæðum, þá virðist Digital Ísland ekki getað gert hið sama.

Þeir ættu kannski að lesa leiðbeiningabækunar sem koma með þessum græjum sem þeir keyptu á sínum tíma.

Kjaftæðið í kringum farsímamöstrin

Það er alltaf sama kjaftæðið sem veður uppí fólki. Eitt af því kjaftæði sem veður uppí fólki er sú nútímaþjóðsaga að farsímamöstur valdi krabbameini og öðrum kvillum en Rúv flytur núna fréttir af fólki sem óttast krabbamein vegna farsímamasturs sem er verið að reisa nærri því. Staðreyndin hinsvegar er sú að þessi fullyrðing hefur ekki verið sönnuð, þrátt fyrir ýtarlegar rannsóknir. Reyndar hefur komið í ljós að fólk sem þóttist finna fyrir kvillum af farsímamöstrum gat ekki einu sinni sagt til um það hvenar það var kveikt á þeim eða ekki. En rannsókn þess efnis fór fram í Bretlandi fyrir nokkru, hægt er að lesa um hana hérna.

Hérna eru fréttir af rannsóknum sem sýna fram á það að fullyrðingar um að símar og farsímamöstur valdi krabbameini eru bara kjaftæði.

Mobile phones don’t cause brain tumours
Mobile phones cause cancer…or not
Mobile phones safe – report

Hvaða tíðnisvið er að truflast ?

Það sem vantar í þessa frétt er upplýsingar um hvaða tíðnisvið er hérna um að ræða. Hið venjubundna UHF tíðnisvið eða hvort að þetta sé á örbylgjutíðnisviðinu. Og hvaða rásum þessi truflunun kemur þá fram á, einnig hvar þessi truflun er sem þéttust. Þetta eitt og sér gæti einfaldað leitina af þessum truflanasendi með upplýsingum frá almenningi.

Ef einhver gæti gefið þessar upplýsingar, þá eru þær vel þegnar hérna. En ég er áhugamaður um fjarskipti af öllum stærðum og gerðum.

Frétt mbl: Óleyfilegar útsendingar trufla tíðnisvið Digital Ísland

GSM sendar hafa ekki áhrif á heilsu fólks

BBC News segir frá því að viðamikil rannsókn sannar að GSM sendar hafi ekki áhrif á heilsuna. Rannsóknin hefur leitt það í ljós að fólk sem taldi sig þjást af einhverskonar sjúkdómum þegar GSM sendar var nærri gat ekki sagt til um það hvenar kveikt var á sendinum eða slökkt á honum í tilraunum.

Meira um niðurstöður þessara rannsóknar hérna.

Rúv um gervihnött

Núna geta Íslendingar á norðurlöndum farið að kætast, það á að fara að dreifa Rúv um gervihnött fyrir alvöru. Hægt er að lesa meira um það á vef Rúv hérna. Rúv ætlar að senda útum gervihnött sem heitir Thor 2 og er hægt að skoða útbreiðslusvæði hans hérna. En merki Rúv ætti að nást ágætlega um mest alla Evrópu, en mun nást langbest á norðurlöndum. Þetta stórbætir einnig móttöku Rúv hérna á landi, þar sem útsendingaskilyrði frá sendum á jörðu niðri eru takmörkuð.