Skammarleg heimska í andstæðingum ESB

Heimska andstæðinga ESB er ekki bara til skammar. Heldur er hún einnig almennt merkismiði þess sem þetta fólk hefur að bjóða íslendingum. Verri lífsskilyrði og dýpri efnahagskreppu á Íslandi. Í bónus fá íslendingar síðan ónýta íslenska krónu til að nota.

Í nýlegri bloggfærslu eftir íslenska þjóðrembu og andstæðing ESB aðildar Íslands þá rakst ég á þessa fullyrðingu.

[…]

Jafnframt er ljóst að við erum ekki á leiðinni í ESB, sem er líklega eins gott því það riðar nú til falls.

[…]

Tekið héðan.

Ég vildi að svona fullyrðingar væru einsdæmi hjá andstæðingum ESB á Íslandi. Þær eru það hinsvegar ekki. Þessar fullyrðingar eru hinsvegar til marks um þá heimsku og þann hroka sem þetta fólk þjáist af. Það er alveg ljóst að ESB riðar ekkert falls og er ekki að fara neitt. Það sem er ennfremur alveg ljóst að Icesave málið mun ekki hafa nein áhrif á önnur aðildarríki ESB og innistæðu trygginar þeirra landa. Vegna þess að EFTA úrskurðir EFTA dómstólsins hafa engin áhrif á lög ESB. Aðeins ECJ (European Court of Justice) hefur áhrif á túlkanir ESB laga, ekki EFTA dómstólinn. Þessi staðreynd hefur verið þekkt frá upphafi, en gjörsamlega þagað um að hálfu andstæðinga ESB og Icesave málsins.

Enda hentar það þessu fólki að þaga um staðreyndir sem eru óþægilegar fyrir málflutning þeirra. Slíkur er óheiðarleiki þessa fólks og hefur alltaf verið þannig.

Hugmyndafræði andstæðinga ESB á Íslandi er sú að einangra Ísland efnahagslega og pólitískt séð frá umheiminum. Jafnframt því að auka tengsl við Bandaríkin sérstaklega í anda hugmyndafræði ný-frjálshyggjunar á Íslandi. Þeir öfga-vinstri menn sem tala á móti ESB aðild Íslands vilja bara einangra Ísland efnahagslega og pólitískt séð frá umheiminum.

Er það virkilega það sem íslendingar vilja ?

Páll Vilhjálmsson og staðreyndinar um ESB

Þegar menn eru ofurseldir græðgi og lygum þá verður niðurstaðan aldrei góð fyrir viðkomandi. Einn smápeðum Davíðs Oddssonar er maðurinn Páll Vilhjálmsson, en sá maður er framkvæmdastjóra Heimssýnar sem er hópur fólks sem stefnir að því að einangra Ísland frá öðrum ríkjum heimsins og gera Ísland efnahagslega einangrað frá heiminum. Þetta fólk, eins og Páll Vilhjálmsson hikar ekki við að ljúga og blekkja almenning ef svo ber undir.

Páll Vilhjámsson hatar allt sem Evrópskt er. Jafnvel þó svo að hann sé sjálfur búsettur og fæddur í Evrópuríkinu Ísland. Þess í stað elskar Páll Vilhjálmsson aftur á móti allt það sem bandarískt er. Þá sérstaklega ef það kemur frá hinum bandaríska republicana flokki þar í landi.

Það er rangt sem Páll Vilhjálmsson heldur fram að ekki sé hægt að uppræta þetta smit sem hefur komið upp í Evrópu. Það er verið að vinna að því núna að rekja og greina þetta smit og hvaðan það kemur. Því miður þá tekur slíkt tíma og það vinnur alltaf gegn fólki þegar svona fjölda skýkingar koma upp.

Rússar hafa sínar ástæður fyrir því að banna innflutning á fersku grænmeti frá ríkjum ESB. Hvort að þær raunverulega hafa eitthvað með þessa sýkingu að gera er hinsvegar erfitt að segja til. Þar sem að Rússland rekur þannig utanríkisstefnu að varasamt er að taka þá alltaf trúanlega.

Sóttvarnarmiðstöð ESB er hinsvegar að vakta og reyna leysa þetta smitvandamál sem komið er upp í dag. Þannig vinna öll aðildarríki ESB saman af því að koma í veg fyrir svona smit eins vel og þau geta. Þó svo að það takist ekki alltaf eins og dæmin hafa sannað.

Menn eins og Páll Vilhjálmsson eru hinsvegar óværa í umræðunni sem ber ekki að taka mark á. Enda er hann ófær um að skilja einföldustu hluti um ESB og hin 27 aðildarríki ESB.

Fábjánar Vol. 2

Það verður ekki sagt um suma fábjána að þeir hafa bæði peninga og völd. Það er einstaklega slæm blanda. Þar sem að fábjánar í slíkri stöðu leggja allt í rúst sem þeir koma nálægt, og síðan ljúga þeir einfaldlega bara til það afhverju allt er í rúst hjá þeim og ekkert virkar.

Einnig slíkur fábjáni er Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins (flokksblað sjálfstæðisflokksins og LÍÚ). Í dag er Styrmir ritstjóri á vef sem heitir Evrópuvaktin, ásamt Birni Bjarnarsyni fyrrverandi dómsmálaráðherra (sem sá um að fela spillinguna fyrir almenningi á Íslandi). Hlutverk Evrópuvaktarinnar er annað en nafn vefjarins gefur til kynna. Hlutverk Evrópuvaktarinnar er að dreifa rangfærslum og lygum um Evrópusambandið, aðildarríki Evrópusambandsins, evruna og almennt um evrópubúa ef svo ber undir. Enda láta siðlausir sérhagsmunahópar staðreyndir litlu skipta á Íslandi.

Fábjáninn Styrmir Gunnarsson.


Hægt er að lesa alla þessa grein hérna.

Hérna er ein af lygagreinum Styrmis. Þegar þessi grein er lesin þá hljómar hún eins og eitthvað sem gæti átt sér stað. Staðreyndin er hinsvegar sú að þetta er ekki að eiga sér stað. Það eru vissulega mótmæli á Spáni, en þessi mótmæli eru bara á Spáni og ekki í neinu öðru aðildarríki ESB sem er með evruna. Slíkt hefði auðvitað komið fram í fréttum alþjóðlegra fréttamiðla ef það væri raunin. Ástæða þess að ekkert slíkt er í fréttum er mjög einfalt. Engin slík mótmæli eiga sér stað. Það er hinsvegar staðreynd að það eru alltaf fólk að mótmæla í Evrópu, enda er lýðræði mjög virkt þar.

Ástæða þess að verið er að banna mótmælin á Spáni er sú staðreynd að á morgun verða sveitarstjórnarkosningar á Spáni. Samkvæmt kosningalögum á Spáni eru fjöldasamkomur bannaðar daginn fyrir kosningar á Spáni. Gildir þá einu hvort að kosið er til sveitarstjórnarkosninga eða alþingiskosninga. Mótmælin beinast ennfremur gegn ríkisstjórn Spánar og ráðaleysi þeirra við að draga úr atvinnuleysi meðal ungs fólks á Spáni. Þessum mótmælum er ekki beint gegn evrunni eða ESB. Enda dettur Spánverjum ekki einu sinni að hætta í ESB eða hætta með evruna.

Ólíkt því sem var á Íslandi. Þar sem sjálfstæðismenn kölluðu mótmælendur skríl þegar þeir mótmæltu gegn sjálfstæðisflokknum árið 2008 fljótlega eftir efnahagshrunið á Íslandi. Það segir sig auðvitað sjálft að sjálfstæðisflokknum finnast mótmæli í góðu lagi þegar þau eru gegn þeim aðilum sem sjálfstæðisflokkurinn er á móti. Hvort sem það er á Alþingi eða annarstaðar.

Hérna eru síðan erlendar fréttir af mótmælunum á Spáni.

Inspired by Arab Protests, Spain’s Unemployed Rally for Change (VOA News)
Spain bans young protesters ahead of elections (The Guardian)
Youths defiant at ‘Spanish revolution’ camp in Madrid (BBC News)
Call for protest ban in Spain for elections (BBC News, Myndband)

Öfgastefnur í íslenskum stjórnmálum

Á Rás 2 núna rétt í þessu var talað um siðrofið sem hefur átt sér stað í íslensku þjóðfélagi. Þá sérstaklega það siðrof sem átti sér stað í íslensku þjóðfélagi eftir efnahagshrunið árið 2008.

Þar kom fram að ef öfgastefna kæmi fram í stjórnmálum þá gæti verið langur vegur í það að þetta siðrof mundi ganga til baka. Því miður hefur öfgastefna tekið sig upp á Íslandi í íslenskum stjórnmálum. Þeir stjórnmálaflokkar sem hafa tekið upp öfgastefnu eru sjálfstæðisflokkurinn, framsóknarflokkurinn og hluti af Vinstri Grænum (eru að klofna frá VG). Síðan hefur orðið vart öfgastefnu innan hreyfingarinnar. Það sem það er víst ekki stjórnmálaflokkur. Þá er nær að tala um öfgafullar stefnur einstaklinga sem starfa undir nafni hreyfingarinnar.

Þessi öfgastefna kemur fram á þann hátt að allt hið íslenska er gott, en hið útlenska er vont og illt. Þetta sást mjög vel þegar landsfundur framsóknarflokksins var settur. Þar sem hið íslenska var hátt skrifað og þjóðremban var svo mikil að skynsömu fólki sem var á landsfundi framsóknarflokksins varð víst óglatt af allri þjóðrembunni sem þar var að finna. Það sama er að finnan innan sjálfstæðisflokksins. Þó svo að birtingarmyndin sé örlítið öðrvísi en hjá framsóknarflokknum. Á þessari öfgastefnu keyrir síðan Sigmundur Davíð, formaður framsóknarflokksins. Enda fer þar á ferðinni sá formaður framsóknarflokksins sem mun fá versta dóm sögunar um sig þegar fram líða stundir. Um Bjarna Ben, formann sjálfstæðisflokksins þarf ekki að hafa mörg orð. Hinsvegar er ljóst að hans verður eingöngu minnst fyrir þá spillingu sem hann stundar í skjóli sjálfstæðisflokksins.

Ef íslendingar vilja frekari efnahagshörmungar þá er stuðningur við svona þjóðrembu og öfgastefnu örugga leiðin til þess að fá það fram. Núna í dag er skaðinn af þessari þjóðrembu og öfgastefnu orðin umtalsverður. Þó svo að áhrifin séu ekki ennþá farin að koma almennilega fram hjá almenningi. Hinsvegar munu áhrifin gera það á næstu mánuðum. Hver viðbrögðin verða á eftir að koma í ljós. Hinsvegar grunar mér að íslendingar taki ódýru leiðina og kenni útlendingum um allt það sem aflaga fer á Íslandi, eða núverandi ríkisstjórn sem er að laga til eftir óstjórn sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins undanfarna áratugi á Íslandi.

Á þessu byggja síðan þessir stjórnmálaflokkar ESB andstöðu sína og hafa alltaf gert.

Vaxandi fasismi á Íslandi

Á Íslandi er vaxandi fasismi (wiki grein). Ég þarf ekki að fara löngum orðum um þennan vaxandi fasima sem beinist gegn ESB, útlendingum, útlöndum og gagnrýni. Í kjölfarið á efnahagshruninu þá hafa fasistar á Íslandi notað tækifærið til þess að koma málstað sínum á framfæri. Til þess hefur þetta fólk spilað inn á þjóðerniskennd íslendinga og gengið mjög vel að gera slíkt. Ný öfga-hægri stjórnmálaflokkar hafa komið fram. Sá nýjasti kallar sig Hægri Græna og er ekkert nema óskammfelldur faistaflokkur. Það má ennfremur ekki gleyma þeirri staðreynd að sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn (þá sérstaklega eftir síðasta landsfund) eru ekkert nema hreinræktaðir fasistaflokkar og hafa að öllum líkindum verið það.

Almenna skilgreingin um fasisima er þessi hérna (úr Wikipedia greininni).

Fascism is anti-communist, anti-democratic, anti-individualist, anti-liberal, anti-parliamentary, anti-bourgeois and anti-proletarian, anti-conservative on certain issues, and in a number of cases anti-capitalist.[16] Fascism rejects the concepts of egalitarianism, materialism, and rationalism in favour of action, discipline, hierarchy, spirit, and will.[17] In economics, fascists oppose liberalism (as a bourgeois movement) and Marxism (as a proletarian movement) for being exclusive economic class-based movements.[18] Fascists present their ideology as that of an economically trans-class movement that promotes resolving economic class conflict to secure national solidarity.[19] They support a regulated, multi-class, integrated national economic system.[20]

Á meðan fasisma er að mestu leiti að finna í hægri stjórnmálum á Íslandi. Þá er fasisma einnig að finna í vinstri stjórnmálum á Íslandi og hefur hann verið þar um talsvert langan tíma.

Í þeirri kreppu sem núna ríkir á Íslandi þá hefur þetta fólk sem aðhyllist fasima að einni eða annari gerð rödd í þjóðfélaginu. Það er mikil hætta á því að aðgangur þessa fólks að umræðunni í íslensku þjóðfélagi verði íslendingum mjög dýr þegar fram líða stundir. Enda eru þetta óheillaskref sem íslendingar eru að stíga núna í dag.

Mýtur hinnar íslensku þjóðrembu varðandi Evrópusambandið

Á Íslandi er mörgu haldið fram um ESB og hugsanlega ESB aðild Íslands. Margar af þessum fullyrðingum eiga það sameiginlegt að vera ekkert annað en mýtur. Það er gott dæmi um það hvernig þessar mýtur fá að vera óáreittar í íslensku þjóðfélagi að enginn íslenskur fjölmiðill hefur tekið helstu mýtur ESB umræðunnar og athugað hvort að þær séu sannar eða ekki.

Allir andstæðingar ESB á Íslandi nota ákveðin lista af mýtum um ESB. Hvort sem þeir átta sig á því eða ekki. Öfgasamtökin Heimssýn er með þennan lista í formi 12 ástæðna af hverju þeir hata ESB eins og þeir gera. Ég ætla mér hérna að fara yfir þennan lista og fletta ofan af þeim mýtum sem Heimssýn viðhefur í umræðunni. Þess má einnig geta að þeir eru á móti ESB hafa einnig verið á móti EES og EFTA á sínum tíma, og fullyrðingar þeirra um aðild Íslands að EFTA og EES á sínum tíma rættust ekki.

Mýtur Heimssýnar um Evrópusambandið.

Tekið úr „Tólf ástæður til að hafna Evrópusambandsaðild“ áróðursblaðinu þeirra.

1. Fullveldisframsal

Með aðild að ESB færist vald yfir veigamiklum þáttum fullveldis okkar til Brussel. Dæmi: 1) yfirráðin yfir 200
mílna fiskveiðilögsögu; 2) rétturinn til að gera fiskveiðisamninga við önnur ríki; 3) rétturinn til að gera
viðskiptasamninga við önnur ríki; 4) rétturinn til að afnema tolla eða leggja á tolla; 5) æðsta dómsvald til
ESB-dómstólsins o.s.frv. ESB-aðild er þess eðlis að hún útheimtir breytingu á stjórnarskrá Íslands í
grundvallaratriðum. Það væru mikil afglöp gagnvart komandi kynslóðum ef við afsöluðum fullveldisréttindum
þjóðarinnar í hendur öðru ríki eða ríkjasambandi. Ákvörðun um ESB-aðild má því ekki taka út frá
skammtímasjónarmiðum, svo sem aðsteðjandi kreppu eða vandamálum tengdum gengi krónunnar, heldur
verður að horfa áratugi fram í tímann og minnast þess að einmitt í krafti sjálfstæðins bætti þjóðin lífskjör sín
frá því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu og til að verða ein sú ríkasta.

Þetta er ekki rétt. Ástæðan er sú að fullveldið kemur alltaf frá aðildarríkjum ESB og þannig hefur það alltaf verið. Af þessu leiðir að aðildarríki ESB geta dregið fullveldi sitt úr ESB með því að segja sig úr ESB samkvæmt ákvæðum Lisbon sáttmálans. Þannig að ríki tapa í raun aldrei neinu af fullveldi sínu, þar sem þau geta alltaf dregið sig úr ESB án nokkura vandræða samkvæmt alþjóðalögum og lögum ESB þar um.

1. Öll aðildarríki ESB hafa full yfirráð yfir lögsögum sínum. Enda er málum þannig háttað að það eru ríkin sjálf sem bera ábyrgð á sínum lögsögum. Rekstur og stjórnun lögsaga aðildarríkja ESB hefur alltaf verið á þeirra ábyrgð. Þetta mun ekki breytast neitt á næstu árum. Enda er það hafréttarsáttmáli S.Þ sem ríki Evrópu fara eftir þegar það kemur að stjórnun efnahagslögsaga sinna.

2. Íslendingar gera nú þegar eingöngu fiskveiðisamninga við aðrar Evrópuþjóðir. Samningaviðræðunar mundu færast frá því að vera Ísland og ESB (27 ríki) yfir í það Ísland mundi semja innan ESB um nýtingu á sameiginlegum fiskveiðistofnum innan ESB. Það yrði í raun sáralítil breyting á því hvernig samið er um þessi mál frá því sem er núna í dag.

3. Öll ESB ríkin semja sameiginlega í dag við ríki. Íslendingar hafa nú þegar fullt af viðskiptasamningum við ríki heimsins í gegnum EFTA aðild sína. Ísland sjálft hefur ekki marga slíka samninga og er fjöldi þeirra innan við tugur. Enda eru flestir viðskiptasamningar Íslands við ríki heimsins í gegnum EFTA eins og áður segir. Þarna yrði einhver breyting, en hún yrði samt minni en margt fólk heldur.

4. Tollar innan ESB taka mið af ákvörðunum WTO sem íslendingar eru aðildar að. Íslendingar í sjálfu sér brjóta kröfur WTO til tolla með allskonar auka gjöldum á innfluttar vöru til Íslands. Sú hegðun mundi hætta ef að íslendingar ganga í ESB. Þar sem að tollastefna ESB mundi þá taka við af þeirri íslensku við aðild. Einnig sem að vörur frá öðrum aðildarríkjum ESB yrðu tollfrjálsar á Íslandi. Íslendingar fá rödd þegar það kemur að því að setja og leggja tolla á inná hinn innri markað ESB.

5. Það yrði engin breyting á þessu frá því sem staðan er í dag á Íslandi gangvart EFTA dómstólnum. Nema að í staðinn fyrir EFTA dómstólinn mundi umræddur dómstóll heita Evrópudómstólinn. Stjórnarskrá Íslands þarf að breyta hvort sem er til þess að gera grein fyrir alþjóðlegu samstarfi Íslands eins og það er í dag, og hvernig það yrði hugsanlega í nálægri framtíð. Þarna yrði hinsvegar ekki um að ræða neinar grundvallabreytingar um að ræða á stjórnarskrá Íslands.

2. Nýtt stórríki

Seinustu sex áratugi hefur ESB þróast hratt og fengið öll helstu einkenni nýs stórríkis sem stjórnað er af
forseta og ríkisstjórn, þingi og æðsta dómstól og hefur sameiginlega utanríkisstefnu og fiskveiðilögsögu,
landamæraeftirlit, stjórnarskrá, fána og þjóðsöng og stefnir að einum gjaldmiðli. Ekkert bendir til þess að
þessi þróun sé á enda runnin. Meginmarkmiðið með framsali aðildarríkjanna á mikilvægustu þáttum fullveldis
síns til miðstjórnarvaldsins í Brussel er að byggja upp nýtt risaveldi sem þjónar innri þörfum Sambandsins,
þ.e. þeirra hagsmuna og viðmiða sem þar eru ríkjandi. Réttarstaða aðildarríkjanna verður hliðstæð fylkjunum
í Bandaríkjum Ameríku sem hafa sjálfstjórn í vissum málaflokkum en búa við skert sjálfstæði og sterkt
alríkisvald.

Svarið við þessu er nei. Það er nefnilega þannig að ESB er ekki að þróast í átt að stórríki. Enda er enginn áhugi fyrir slíku innan aðildarríkja ESB. Ríki Evrópu sáu þörf fyrir sameiginlegri utanríkisstefnu af þeirri ástæðu að það er betra og öflugra að vinna með einni stefnu heldur en að þær 27 þjóðir sem eru í ESB séu hver með sína stefnu og hvert sitt markmið. Evrópusambandið er ekki með stjórnarskrá. Heldur eru æðstu lög ESB sáttmálar sem öll aðildarríki ESB verða að samþykkja breytingu á. Það er ekkert alríkisvald innan ESB.

The founding treaties state that all member states are indivisibly sovereign and of equal value. Wikipedia grein.

3. Völd litlu ríkjanna fara minnkandi

Völd lítilla ríkja í ESB fara smám saman minnkandi en völd hinna stóru vaxandi. Stefnt er að
meirihlutaákvörðunum í stórauknum mæli með hliðsjón af íbúafjölda aðildarríkjanna. Ísland fengi 3 atkvæði
af 350 í ráðherraráðum, þar sem mikilvægustu ákvarðanir eru teknar, og 5 atkvæði af 750 á ESB-þinginu.
Sjálfstæð rödd Íslands myndi að mestu þagna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Því fámennara og
áhrifaminna sem aðildarríki eru þeim mun meiri er skerðing sjálfstæðisins og hvergi yrði sú skerðing jafn
tilfinnanleg og hér, m.a. vegna þess hve sjávarútvegur vegur þungt í efnahagslífi okkar og orkuauðlindirnar
eru miklar og vannýttar. Hætt er við að Ísland verði eins og hreppur á jaðri risaríkis þegar fram líða stundir.

Svarið við þessu er einnig nei. Meirihluti allra aðildarríkja ESB eru smáríki, síðan eru nokkur örríki einnig aðildar að ESB (örríki eru ríki með 1 milljón íbúa). Innan ESB hafa öll ríki jafnan rétt, alveg óháð stærð og íbúafjölda. Í atkvæðum talið þá eru völd smærri ríkja umtalsvert meiri en íbúarfjöldi þeirra gefur til kynna. Samkvæmt Lisbon sáttmálanum þá er lámarksfjöldi þingmanna hvers ríkis á Evrópuþingi ESB 6 manns, en hámarkið er 95 manns.

4. Samþjöppun valds í ESB

Í ESB hefur mikið vald færst til embættismanna í Brussel og til ráðherra sem taka veigamestu ákvarðanir.
Þingið hefur fyrst og fremst staðfestingar- og eftirlitsvald. Almennir þegnar í aðildarlöndunum hafa því lítil
áhrif á þróun mála og afar dræm kosningaþátttaka til þings ESB sýnir hve framandi og fjarlægt Brusselvaldið
er þeim. Lýðræðishallinn í ESB er ein og sér næg ástæða til að hafna ESB-aðild. Valddreifing er tímans kall
en sívaxandi valdasamþjöppun í miðstýrðum stofnunum ESB sem að litlu leyti lúta eftirlitsvaldi kjósenda er
tilræði við þróun lýðræðis í Evrópu. Á Íslandi geta kjósendur fellt ríkisstjórn sem þeim líkar ekki við en í ESB
hefðu þeir engin áhrif á hverjir yrðu hinir nýju yfirboðarar landsmanna.

Þetta er ekki rét. Enda er völdin innan ESB þrískipt eins og reglur segja til um. Lýðræðishalli innan ESB er ekki til og er sú fullyrðing ekkert nema uppspuni frá rótum. Þeir Evrópubúar (rúmlega 520 milljónir talsins) hafa mikið um stefnu sem ESB tekur. Enda gera þeir það í sínum sína kjörnu fulltrúa í ríkisstjórnum sem þetta fólk kýs sér. Um daglegan rekstur ESB sér Framkvæmdastjórn ESB, ásamt því að leggja fram tillögur að lögum og reglubreytingum innan ESB. Fulltrúar í Framkvæmdastjórn ESB eru skipaðir af aðildarríkjum ESB en þurfa að hljóta samþykki Evrópuþingsins ESB áður en þeir geta hafið störf. Í Ráðherraráði ESB sitja fulltrúar ríkisstjórna aðildarríkja ESB, sem fólk kýs í sínu heimalandi. Evrópuþing ESB er kosið beinni kosningu af íbúum aðildarríkja ESB.

5. Valdamiðstöðin er fjarlæg

Fjarlægð Íslands frá valdamiðstöðvum ESB og þekkingarleysi embættismanna þar á íslenskum aðstæðum
minnir okkur á hve fráleitt er að Íslandi sé stjórnað úr 2000 km fjarlægð. Hætt er við að brýnar ákvarðanir
sem varða okkur Íslendinga miklu velkist oft lengi í kerfinu í Brussel og það gæti orðið okkur til mikils skaða,
t.d. í sjávarútvegsmálum og á öðrum sviðum auðlindanýtingar. Margar ESB-reglur henta Íslendingum alls
ekki vegna smæðar íslensks samfélags og ólíkra aðstæðna í fámennu landi. Skemmst er að minnast
ESB/EES-reglnanna um bankakerfið og ábyrgð íslenskra skattgreiðenda á glórulausum rekstri einkabanka á
erlendri grund. Það reyndist baneitrað regluverk fyrir smáþjóð eins og Íslendinga. Við þurfum að geta sniðið
okkur stakk eftir vexti og valið það sem okkur hæfir best.

Þetta hefur ekkert með hlutina að gera og þarna er bara verið að blekkja fólk. Íslandi verður alltaf stjórnað úr stjórnarráðinu á Íslandi og það eru ekki 2000 km í það. Íslendingar hafa einnig verið að taka upp lög ESB síðan árið 1994 í gegnum EES samninginn og það skiptir afskaipega litlu máli þó svo að Brussel sé rúmlega 2100 km í burtu frá Reykjavík. Málefnin varðandi sjávarútveginn og önnur slík málefni eru alltaf á ábyrgð þess ráðherra á Íslandi sem fer með ákvarðanir í þeim málaflokki. Enda kemur það ESB litlu við hvernig íslendingar haga þessum málum. Svo lengi sem það er í samræmi við umhverfisreglur og lög ESB. Íslendingar eru búnir að taka upp meirihlutann af umhverfislögum ESB núna í dag.

6. Atvinnuleysið er eitt helsta einkenni ESB

Stórfellt atvinnuleysi er eitt helsta einkenni á atvinnulífi ESB og fylgifiskur aðildar vegna þess hve
vinnumarkaður í ESB er þunglamalegur og hefur lítinn sveigjanleika. Atvinnuleysið sem skollið hefur á hér á
landi hefur verið daglegt brauð í mörgum ESB-ríkjum undanfarna áratugi. Einnig hafa mikilvægir þættir
vinnuréttar flust frá aðildarríkjum til ESB upp á síðkastið samkvæmt dómum ESB-dómstólsins.

Þetta hérna er ekkert nema tóm mýta og uppspuni. Íslendingar tóku upp atvinnulöggjöf ESB árið 1994 í samræmi við gildistöku EES samningins. Það yrði því nákvæmlega engin breyting á stöðu mála varðandi atvinnu á Íslandi ef að Ísland verður aðili að ESB. Þarna er einnig sett fram fullyrðing án þess að gefin séu sönnunargögn fyrir henni. Af þeim sökum má vera öruggt að þessi fullyrðing sé í vafasamari kantinum.

7. Óhagkvæmt myntsvæði fyrir Ísland

Óhagræðið af sameiginlegri vaxta- og peningastefnu á evrusvæðinu þrátt fyrir mismunandi
efnahagsaðstæður í aðildarlöndum ýtir enn frekar undir atvinnuleysi í jaðarríkjunum. Ýmislegt bendir til þess
að ESB sé í raun ekki hagkvæmt myntsvæði, hvað þá að svæðið sé hagvkæmt myntsvæði fyrir Ísland. Án
þeirrar aðlögunar sem fæst í gegnum gengi krónunnar er víst að Íslendingar yrðu mun lengur að ganga í
gegnum hagsveiflur, ekki hvað síst jafn miklar og við nú búum við. Auk þess mun líða langur tími, jafnvel
áratugur þar til við uppfyllum Maastrichtskilyrðin og gætum tekið upp evru, ekki síst vegna mikillar
skuldsetningar ríkissjóðs eftir að ESB þvingaði okkur til að samþykkja ICESAVE kostnaðinn.

Eina óhagstæða myntsvæðið sem íslendingar eru með er myntsvæði hinnar íslensku krónu. Þessi aðlögun sem þarna er talað um er stórfelldar gengisfellingar íslensku krónunnar með tilheyrandi hækkunum á matvöru og annari nauðsynjavöru í kjölfarið. Einnig sem að gengislækkun íslensku krónunnar þýðir að laun á Íslandi eru í raun lækkuð í kjölfarið. Það er því augljóst að evran sem gjaldmiðill er mun betri kostur en íslenska krónan.

8.Úrslitavald yfir auðlindum

Það er grundvallarregla hjá ESB að stofnanir þess hafa „úrslitavald um varðveislu lífríkis sjávarauðlinda í
samræmi við sameiginlegu fiskveiðistefnuna“. Allt tal um að Íslendingar geti fengið varanlega undanþágu frá
þessari meginreglu er ábyrgðarlaus áróður. Mörg aðildarríki hafa sótt það fast en ekkert þeirra fengið annað
en tímabundna aðlögun. Lögsaga Íslendinga yfir auðlindum sjávar umhverfis landið er sjö sinnum stærri en
landið sjálft. ESB fengi úrslitavald um hámarksafla sem leyfður yrði, veiðitegundir, veiðisvæði og veiðitíma.
Reglum um „hlutfallslegan stöugleika“ (hliðsjón af veiðireynslu) getur meirihluti ráðherraráðsins breytt þegar
henta þykir og er það einmitt nú til umræðu. Rétti komandi kynslóða til fiskimiðanna yrði stefnt í mikla
hættu. ESB er að breytast mjög hratt og sú þróun stöðvast ekki þó að Ísland gangi inn. Líklegt er talið að
reglur um sjávar- og orkuauðlindir eigi eftir að breytast.

Íslendingar mundu halda völdum sínum yfir auðlyndum landsins. Það gildir einnig um fiskistofna í kringum Íslands. Enda er samið um kvóta af sjávarútvegsráðherrum aðildarríkja ESB til eins árs í senn samkvæmt ráðleggingum vísindamanna viðkomandi ríkja. Það er alltaf sjávarútvegsráðherra viðkomandi ríkis sem leggur fram tillögu að kvóta fyrir sitt ríki. Síðan er samið þangað til að niðurstaða fæst um veiðikvóta fiskveiðiársins. Það yrði augljóst að íslendingum yrði frjálst að setja þann kvóta sem þeir vilja á þeim fiskistofnum sem algerlega staðbundnir við lögsögu Íslands. Íslendingar eru sjálfir búnir að vera duglegir að takmarka rétt komandi kynslóða til sjávarútvegsauðlyndarinnar. Þá án hjálpar utanaðkomandi aðila.

9.Hernaðarveldi í uppsiglingu

Í Lissabonsáttmálanum, sem verður ígildi stjórnarskrár ESB, eru heimildir fyrir Evrópusambandsher. ESB gerir
ráð fyrir að í framtíðinni þurfi Sambandið að efla hernaðarmátt sinn og áskilnaður er í grein 42. í
Sambandssáttmálanum (The Treaty on European Union, TEU) að stofnaður verði her til að gæta hagsmuna
ESB, bæði í Evrópu og annars staðar.

Svarið er nei. Enda er enginn áhugi fyrir sameiginlegum her innan ESB. Engin áforum eru uppi við að stofna ESB her. Þessi fyllyrðing er ekkert nema uppspuni sem er komin frá Heimssýn og andstæðingum ESB. Það er ennfremur staðreynd að Lisbon sáttmálinn var breytingarsáttmáli. Enda breytti hann eldri sáttmálum ESB. Það er einnig staðreynd að Lisbon sáttmálinn var ekki nein stjórnarskrá og hefur aldrei verið það.

10.Kvótalaust sjávarþorp?

ESB-aðild útheimtir að opnað sé fyrir fjárfestingu erlendra fyrirtækja í sjávarútvegi. Íslensk útgerð er mjög
skuldum vafin og í erfiðu árferði gætu veiðiheimildir auðveldlega safnast á hendur erlendra auðfélaga og
arðurinn (virðisaukinn) þannig flust úr landi. Ísland gæti því „breyst í kvótalaust sjávarþorp“, eins og nýlega
var bent á.

Sjávarþorp á Íslandi eru í dag kvótalaus. Erlend fjárfesting í sjávarútvegi mundi væntanlega blása nýju lífi í sjávarútveginn á Íslandi og brjóta þá einokun sem þar ríkir. Í dag flyst virðisaukinn úr landi. Þar sem að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki flytja oftar en ekki óunna vöru frá Íslandi frekar en unna. Ástæðan fyrir því er mjög einföld. Óunnin fiskur ber ekki neinn toll inn á hinn innri markað ESB.

11. Samningsrétturinn glatast

Um þriðjungur af verðmæti sjávaraflans fæst úr svonefndum deilistofnum sem flakka úr einni lögsögu í aðra.
Hingað til höfum við Íslendingar haft samningsrétt við önnur ríki, svo og ESB, um veiðar úr þessum stofnum.
Við ESB-aðild myndum við framselja það vald til yfirstjórnar ESB. Nýjar tegundir bætast við lífríkið í lögsögu
Íslendinga með hækkandi hitastigi sjávar, t.d. nú seinast makríll. Ef við hefðum afhent ráðamönnum ESB
samningsréttinn og hlýtt boðum þeirra og bönnum væri nær ekkert veitt hér af þessum tegundum, t.d.
kolmunna sem skilað hefur tugmilljarða króna virði í þjóðarbúið á hverju ári.

Þetta er rangt og það er búið að fara yfir þetta hérna að ofan. Þetta er ennfremur mýta eins og ég hef bent á hérna að ofan.

12.Þungt högg fyrir landbúnaðinn

Íslenskur landbúnaður veitir okkur öryggi í fæðuframleiðslu af miklum gæðum auk þess sem hann styrkir
jöfnuð okkar í viðskiptum við aðrar þjóðir og heldur uppi atvinnu og byggð í landinu. ESB-aðild yrði þungt
högg fyrir landbúnaðinn sem sviptur yrði tollvernd. Samdráttur í búvöruframleiðsu myndi valda auknu
atvinnuleysi víðs vegar um land í sveitum og þéttbýli sem byggir afkomu sína á framleiðslu
landbúnaðarafurða. Eftir hrun fjármálalífsins er nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að spara gjaldeyri og draga
úr atvinnuleysi í stað þess að auka innflutning á kostnað innlendrar framleiðslu og hækka heildargreiðslu til
atvinnuleysisbóta.

Það yrðu alveg örugglega breytingar á landbúnaðinum við aðild Íslands að ESB. Hinsvegar er ljóst að þungt högg yrði þetta ekki fyrir íslenskan landbúnað. Sú tollvernd sem er viðhöfð á Íslandi tryggir einokun á íslenskum markaði og verri vöru til íslenskra neytenda. Enda er einfalt fyrir landbúnaðarfyrirtæki að framleiða verri vöru ef engin er samkeppnin. Eins og komið hefur fram undanfarið. Þá hefur íslenskum bændum fækkað undanfarin ár og það eru ekki neinar líkur á því að það muni breytast á næstu árum.

Ef að íslendingar væru í ESB og með evru. Þá mundi ekki einu sinni hugsa um að spara gjaldeyrinn eins og þarna er talað um. Það sem kemur þarna fram er ekkert nema mjög gamaldags hugsunarháttur við einföldum vandamálum í hagkerfinu á Íslandi. Það að tala um að spara gjaldeyri segir mér það að þetta fólk hefur ekki neina aðra lausn nema þá að loka Íslandi fyrir fullt og allt, til þess að spara gjaldeyrinn. Ein leið til þess að draga úr atvinnuleysi á Íslandi er með því auka framleiðslu og auka útflutning. Það er þó illa hægt að gera slíkt ef íslendingar eru með ósamkeppnishæfan aðgang að stórum mörkum eins og hinum innri markaði ESB.

Sú leið sem Heimssýn vill fara mun takmarka útflutning og takmarka frameiðslu á Íslandi og þannig viðhalda atvinnuleysi á Íslandi um ókomin ár. Þetta er það sem andstaða við ESB aðild Íslands í raun þýðir og hefur aldrei þýtt neitt annað. Hinsvegar er Heimssýn og aðrir andstæðingar ESB duglegir við að fela þessa staðreynd frá fólki á Íslandi og vilja ekki tala um þetta.

Athugasemdir sem ekki eru staðfestar með tölvupósti verða ekki birtar hérna.

Það sem AMX ný-frjálshyggjuliðið skilur ekki

Það ný-frjálshyggjuliðið sem skrifar á AMX er gjörsamlega úr sambandi við það sem er að gerast á Íslandi. Í nýjasta nafnlausu skrifum þeirra þá halda þeir því fram að „heimsendaspámenn“ séu fúlir yfir niðurstöðum Icesave kosninganna. Þar sem að góðum samningi var hafnað fyrir mun verri lausn (dómstólaleiðinni).

Það sem AMX á hinsvegar við er sú staðreynd að það var varað við þeim afleiðingum að hafna Icesave samningum. Staðreyndin er hinsvegar sú að það tekur tíma fyrir þessi áhrif að koma fram. Hagvöxtur hættir ekkert á einum degi. Hagvöxtur á Íslandi mun hinsvegar dragast saman á næstu vikum og mánuðum ennþá meira en nú þegar er orðið vegna höfnunar á Icesave II samkomulaginu. Þetta er staðreynd sem að AMX liðið gjörsamlega hunsar og hefur alltaf hunsað frá upphafi kreppunnar á Íslandi. Þetta fólk nefnilega gerir ekki annað en að hunsa raunveruleikann í kringum sig og hefur alltaf gert það frá upphafi kreppunnar á Íslandi. Fólkið sem stendur á bak við AMX er einnig það fólk sem hvað harðast barðist á móti Icesave II og III samningum. Höfnun þeirra samninga hefur leitt til minni hagvaxtar á Íslandi undanfarin ár en annars hefði gerst. Hefði Icesave deilan verið leyst með samningum. Ábyrgðarleysi þessa fólks er með einsdæmum, en ætti ekki að koma á óvart miðað við hugsunarháttinn hjá þessu fólki.

Þeir sem vilja lesa færslu nafnlausa ný-frjálshyggjuliðsins á AMX geta gert það ef þeir leita á Google með þessu hérna „Dómsdagsspámenn sitja með fýlusvip“. Ég nefnilega tengi ekki við AMX, enda bíð ég lesendum mínum ekki uppá beina tengingu við þann daglega viðbjóð sem er að finna á AMX.

Hægri öfgahópur gegn Icesave

Samtök Fullveldissinna eru samtök hægri öfgamanna á Íslandi. Þessi samtök starfa undir yfirskriftinni að þau séu að verja fullveldi Íslands. Á meðan staðreyndin er einfaldlega sú að þetta fólk vill stuðla að sem mestri einangrun Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Allt tal um að verja sjálfstæði og fullveldi Íslands er tómt bull hjá þessu fólki.

Núna hefur þetta fólk boðað til undirskriftarsöfnunar gegn Icesave 3 samkomulaginu, sem er hið besta samkomulag sem íslendingar hafa fengið í þessari Icesave deilu síðan hún hófst árið 2008.

Hérna eru whois upplýsingar um lénið sem þetta fólk hefur keypt fyrir þessa undirskriftarsöfnun sína.

Þetta fólk vill eingöngu einangra íslendinga á alþjóðlegum vettvangi. Það er nefnilega staðreynd að í kjölfar hrunsins þá þarf að leysa ýmis deilumál og önnur vandamál sem komu upp í kjölfarið á efnahagshruninu. Þar á meðal er umrætt Icesave mál. Þetta fólk vill hinsvegar halda málinu áfram um alla framtíð þrátt fyrir augljósa sekt íslendinga í þessu Icesave máli.

Auðlindinar og þjóðremaban

Á Íslandi tíðkast það að nota auðlindirnar til þess að æsa fólk upp í heimskulegri þjóðrembu. Oftar en ekki eru notuð slagorð sem ganga útá það að vondir útlendingar séu að fara að stela auðlindum af íslendingum og af þeim sökum þurfi að vernda auðlindar sérstaklega fyrir vondum útlendingum. Stundum er vísað í dæmi frá suður Ameríku þar sem bandarísk fyrirtæki keyptu allan rétt af spilltum stjórnmálamönnum varðandi auðlyndir í viðkomandi löndum. Á Íslandi skipta staðreyndir engu máli í þessari umræðu. Þar sem það er þjóðremban sem ein skiptir máli hérna.

Núna stígur Fjármálaráðherra, Steingrímur J. og þykist getað afturkallað EES tilskipun varðandi aðskilnað á framleiðslu og sölu á raforku. Ennfremur þykist Steingrímur getað takmarkað eignarhald á orkufyrirtækjum á Íslandi með lagabreytum. Það er auðvitað staðreynd að með þessum yfirlýsingum sínum þá er Steingrímur J. að lýsa því yfir að íslendingar ætli sér ekki að lúta þeim skilmálum sem þeir hafa skrifað undir varðandi EES samninginn. Kannski vill Steingrímur J. bara segja upp EES samningum svo að hann geti reist múra í kringum þjóðrembuna sína og til þess að vernda Ísland og íslendinga gegn vondum útlendum sem ætla sér að stela auðlindum íslendinga og ræna íslendinga inn að beini. Svörin við þessu veit enginn nema Steingrímur J. og hann verður að svara þeim sjálfur.

Ósannsögli íslendinga í þessari umræðu verður rannsóknarefni þjóðsagnarfræðinga og annara fræðinga þegar fram líða stundir. Þar sem hátt settir íslendingar, bæði í ríkisstjórn og utan hennar komast stöðugt upp með því að ljúga í fjölmiðlum varðandi stöðu auðlynda íslendinga gagnvart lögum.

Staðreyndin er nefnilega sú að öll ríki heimsins viðurkenna rétt ríkja til þess að nýta auðlyndir sínar á þann hátt sem þeim þóknast. Þetta gildir líka innan ESB, þó er þar gerði sú krafa til aðildarríkja að þau leyfi frjálsa fjárfestingu á þessu sviði eins og öðrum. Eitthvað sem íslendingar hafa reyna að koma sér undan undanfarin ár og eru að auki með sérstaka undanþágu í þeim efnum varðandi fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi. Það er þó athyglisvert að allir vita, og þá ráðmenn sérstaklega að það er ekki í neinu að óttast varðandi fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi. Svo lengi sem öllum leikreglum er fylgt og ekki sé um að ræða samninga sem byggja á spillingu og óeðlilegum samningum.

Afstaða íslendinga og hugmyndir þeirra til útlendinga, sem hafa áhuga á því að fjárfesta á Íslandi er mjög óeðlileg og á rætur sínar að rekja í umræðu sem byggir á hræðsluumræðu hagsmunaafla á Íslandi. Þessi hagsmunaöfl nota nefnilega hræðsluáróður og ótta til þess að koma sínu fram á Íslandi, og hafa alltaf gert það.

Það er þó alveg ljóst að Steingrímur J. getur ekki löglega afturkallað EES tilskipuna úr íslenskum lögum. Þessi tilskipun stendur sama hvað Steingrímur Joð tuðar mikið yfir því á næstunni. Eina leiðin til þess að fella þessa tilskipun úr gildi er með því að Ísland gangi úr EES og við taki ástand og tollaumhverfi sem var í gildi áður en Ísland varð hluti af innri markaði ESB í gengum EES samninginn.

Það er ennfremur augljóst að það er hagur ákveðna hópa íslendinga að á Íslandi sé lagaumhverfi til staðar sem tryggir yfirráðarétt þessa fólks yfir auðlindum á Íslandi. Enda er einfalt að vera stór fiskur í lítilli tjörn, heldur en lítill fiskur í stóru hafi.

Frétt Vísir.is um yfirlýst blaður Steingríms Joð.

Mistök að innleiða ESB-tilskipun um orkumál (Vísir.is)