Hin íslenska einangrunarstefna og afleiðingar

Á Íslandi rekur hópur fólks nokkuð undarlega stefnu. Stefna þessa fólks er að einangra Ísland, íslendinga og íslenskt efnahagslíf. Þessi stefna leit fyrst í ljós þegar hafist var handa við að losa íslendinga úr afleiðingum haftaárana og alþjóðlegrar einangrunar sem Ísland var í á árunum 1946 – 1970. Þessi hópur eingarunarsinna hefur samaneinast undir nafninu Heimssýn, sem er eiginlega rangnefni. Þar sem það er ekkert heimsýnarlegt við þennan hóp fólk sem hefur það að stefnu að einangra Ísland stjórnmálalega og efnahagslega.

Það er nefnilega ekkert víðsýnt við það að loka Ísland og hafa lífsgæði af íslendingum. Eins og er augljóslega stefnan hjá þessu fólki. Enda er markmið falið í þessari stefnu þessa fólks sem stendur á bak við þessa hreyfingu.

Saga Heimssýnar sem félags hefst árið 2002, þegar það var stofnað til höfuðs ESB og hugsanlegri ESB aðildar Íslands. Undanfarin er þó mun lengri og á sér dýpri sögu. Enda hefur þessi einangrunarstefna sem þetta fólk aðhyllist verið í gangi á Íslandi mjög lengi. Elstu meðilimir þessa einangrunarhóps hafa verið á móti aukum samskiptum íslendinga við ríki Evrópu á síðustu 40 ár (rúmlega), eða síðan Ísland gekk í EFTA árið 1970. Síðan var þetta fólk á móti EES samningum. Á nákvæmlega sama grundvelli og það var á móti EFTA aðild Íslands. Að í kjölfarið á aðild Íslands að EES þá mundi íslenska lögsagan fyllast af erlendum fiskiskipum og að útlendingar mundu kaupa upp allar jarðir á Íslandi. Það þarf ekki að eyða mörgum orðum í það hversu mikil vitleysa þessar fullyrðingar voru og hafa alltaf verið.

Í dag er þessi hópur á móti ESB aðild Íslands á nákvæmlega sama grundvelli og hin síðustu 40 ár. Enda hafa mótrök þessa fólks ekkert breyst á síðustu 40 árum. Eitthvað hefur verið aðlagað af nýjum aðstæðum, en í grunnin eru mótrökin þau sömu. Þessi mótrök eru ennþá röng eins og þau hafa verið síðustu 40 ár.

Eins undarnlegt það virðist vera. Þá virðist þessi hópur einangrunarsinna eingöngu vilja einangra íslendinga frá Evrópu, en ekki Bandaríkjunum. Enda tala margir af þessu fólki fyrir því að Ísland verði aðili að NAFTA. Þó að augljóst sé að íslendingar munu aldrei fá aðgang að þeim fríverslunarsamningi. Enda er Ísland þjóð í Evrópu, en ekki í Bandaríkjunum.

Stuðningsyfirlýsing Ásmundar Einars Daðassonar við aðild Íslands að NAFTA. Smellið á myndina til þess að fá fulla stærð.

Fleiri ESB andstæðingar sem vilja NAFTA aðild Íslands. Smellið á myndina til þess að fá fulla stærð.

Þetta er undarleg einangrunarstefna, en kemur sér svo sem ekkert á óvart. Þar sem margir af þeim sem eru á móti ESB aðhyllast hina pólitísku stefnu sem Bandaríkin stunda. Enda eru mikil og ríkjandi bandarísk áhrif á Íslandi. Reyndar er það staðreynd að þetta fólk misskilur hrapalega afstöðu Bandaríkjanna til ESB (sjá EU-U.S vefsíðuna og vefsíðu ESB um samskiptin við BNA).

Sú stefna að halda Íslandi fyrir utan ESB aðildar þjónar aðeins fámennum hópi fólks á Íslandi. Þessi hópur getur notað efnahagsleg áhrif sín til þess að græða meira með Ísland fyrir utan ESB en innan þess. Á meðan þess hópur græðir mikla fjármuni þá er það almenningur sem tapar og tapar mikið. Undanfarin ár þá hefur efnahagstefna andstæðinga ESB verið rekin á Íslandi. Efnahagsstefna andstæðinga ESB hrundi árið 2008. Sú saga er vel þekkt og ætla ég ekki að fara nánar í hana hérna.