Mjólkureinokun í 76 ár á Íslandi

Það hefur ríkt einokun á mjólkurmarkaðinum í heil 76 ár á Íslandi núna, og það sem meira er. Þessi einokun er ekki að fara neitt á næstunni ef að þeir sem eru hvað harðastir á móti ESB aðild fá sínu framgengt. Sérstaklega þar sem að ef þessu fólki tekst að halda Íslandi fyrir utan ESB. Þá mun það þýða áframhaldandi einokun í mjólk og öðrum vörutegundum á Íslandi um ókomin ár.

Sé miðað við skoðanakannanir hinsvegar þá virðast íslendingar vilja hafa sína einokun á mjólk, og öðrum vöruflokkum. Viðskiptafrelsi og hagsæld er eitthvað sem greinlega hugnast ekki íslendingum. Hvað þá fjölbreytt vöruúrval í verslunum á Íslandi eins og þekkist í nágrannalöndum okkar (nema kannski Noregi).

Það er reyndar hætta á því að þessi sjálfstæði mjólkurframleiðandi verði fljótlega gerður gjaldþrota af MS eins og aðrir sem hafa reynt að komast inná þennan markað undanfarna áratugi á Íslandi.

Frétt Vísir.is um mjólkureinokunina.

Mini-mjólk komin á markað

Íslendingar staðráðnir í að endurtaka söguna

Íslendingar eru ótrúlegir. Núna segja þeir í skoðanakönnunum að ekki eigi að fara í dómsmál við Geir Haarde, mannin sem ber höfuðábyrgð á því hvernig kreppan þróast á Íslandi í upphafi. Enda segir það sig sjálft að öðrvísi viðbörgð hefðu haft öðrvísi afleiðingar. Þetta vita íslendingar fullvel, en vilja ekki að neinn beri ábyrgð. Þar sem þá er hættan sú að þá þurfi þeir einnig að taka á sig.

Sú ábyrgð er auðvitað að kjósa gjörspillta fábjána á Alþingi íslendinga (mér er nokk sama í hvaða stjórnmálaflokki þetta fólk stendur, ef það hagar sér eins og fábjánar. Þá eru allar líkur á því að það sé fábjánar.) ár eftir ár. Síðan þegar efnahagshrunið kemur. Þá væla íslendingar eins og frek smábörn sem ekki fengu ís-inn sinn og velta því síðan fyrir sér hvernig best sé að kenna útlendingum um þeirra eigin skít og klúður.

Til að toppa vitleysuna. Þá er sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn vinsæll hjá íslendingum. Það breytir ekki neinu hjá hinum venjulega íslendinga að sjálfstæðisflokkurinn setur allt í gjaldþrot sem hann kemur nálægt. Gildir þá einu hvort að það eru fyrirtæki, sveitarfélög eða sjálft íslenska ríkið. Alltaf skal sjálfstæðisflokkurinn vera við völd. Alveg óháð því hversu oft hann er búinn að sanna það og sýna að þetta er í raun óstjórntækur stjórnmálaflokkur með öllu. Þá sérstaklega síðustu árin. Þar sem spillingin hefur fengið að blómstra og þrífast í friði fyrir eftirliti og rannsóknum lögreglunar.

Ef íslendingar fara ekki að breyta háttum sínum. Þá munu íslendingar tapa sjálfstæðinu á mjög skömmum tíma, og það hefur ekkert með ESB aðild Íslands að gera. Enda eru íslendingar vísir til þess að hafna ESB aðild í hroka sínum þegar þar að kemur. Annað eins og hefur nú gerst á Íslandi rétt fyrir kosningar.

Íslendingar hafa tíma til þess að breytast og sá tími er núna. Þessi tími til þess að breytast kemur ekki aftur næst 50 til 80 árin, eða þegar meirihluti af núverandi kynslóð íslendinga er farinn undir græna torfu í kirkjugörðum landsins.

Breytist íslendingar ekki. Þá mun sagan endurtaka sig, og ég er ansi hræddur um að þetta verði raunin þegar á reynir. Það sem íslendingar eru staðráðnir í að endurtaka söguna nokkrum sinnum og læra nákvæmlega ekkert af sögunni í leiðinni.

Ég ætla mér ekki að taka þátt í þessari vitleysu. Kemur ekki til greina af minni hálfu.

Íslenski draumurinn

Íslenski draumurinn er ekkert voðalega flókinn. Hann snýst um að eiga, og eiga síðan vera flott og síðan þarf fólk helst að eiga meira en það þarf. Hinum íslenska draumi er haldið að fólki af stjórnmálamönnum og samfélaginu. Þeir sem síðan ná ekki að uppfylla íslenska drauminn um eignir og flottheit lenda í útjaðri þjóðfélagsins. Þetta hefur síðan þróast á Íslandi þannig að þetta fólk er orðin falin þjóðfélagsstærð. Það er helst ekki fjallað um þennan þjóðfélagshóp í fréttum eða í íslenskri umræðu. Þegar það er fjallað um þetta fólk, þá er það oft gert á fordómafullan hátt eða með háðungi.

Þetta fólk sem ég er að tala um eru öryrkjar, ellilífeyrisþegar og fátækir. Einnig sem að útlendingar eru oft talir með þessum hópi, þó er það staðreynd að útlendingar á Íslandi eru sérstakur jaðarhópur sem er ekki blandað (mikið) saman við aðra jarðarhópar á Íslandi. Þó þurfa þessir hópar fólks að þola jafn mikla fordóma af hálfu íslendinga sem eiga eignir og uppfylla þjóðfélagskröfuna um íslenska drauminn. Síðan efnahagshrunið átti sér stað hafa íslendingar ekki verið neitt voðalega feimnir við að beina pirringi sínum í átt að þessum þjóðfélagshópum.

Því miður enda dökku hliðarnar á hinum íslenska draumi ekki þarna. Það er meira sem er í gangi er bara óþol og jafnvel hatur á fólki sem uppfyllir ekki efnislegar kröfur hins íslenska draums. Hinn svarti hluti íslenska draums er sú staðreynd að þessi draumur byggir, og hefur alltaf byggt á íslenskri þjóðernishyggju og engu öðru. Enda er þjóðernishyggja bakbein, faðir og móðir hins íslenska draums. Enda gæti ekki verið neinn íslenskur draumur án þeirrar þjóðernishyggju sem hinn íslenski draumur byggir á.

Þessi þjóðernishyggja byggir á hugmyndum um sjálfstæði, fullveldi og einangrun. Enda byggir hinn íslenski draumur á fullvalda íslenskri þjóð og sjálfstæðri. Hinsvegar fór þetta að þróast þannig fyrir mörgum árum síðan þannig að einangrun er eina lausn íslensku þjóðarinnar. Skera skal á öll samskipti við þjóðirnar í kringum Ísland. Þá til þess að bjarga íslensku þjóðinni frá vondum útlendingum, og tryggja sér-réttindahópum í íslensku þjóðfélagi það sem þeir eiga skilið. Gróða og glans mynd skal það vera fyrir þetta fólk. Þetta fólk, sem er moldríkt margt hvert og tilheyrir sérréttinda hópum íslensku þjóðfélagi hefur nú hafið baráttu gegn frekari tengslum íslendinga við þjóðir Evrópu í gegnum aðild Íslands að Evrópusambandinu. Til þess að tryggja þessu fólki að hagsmunir þess verði ekki fyrir skaða. Þá er fengið fólk úr hinum þjóðfélagshópunum til þess að reka áróðurinn fyrir einangrun Íslands og því að tryggja hagsmuni þessa fólks. Enda þrífst í einangrunni spilling sem tryggir þessum þjóðfélagshópi þann lúxus sem þau finnst þau eiga skilið.

Ég er hinsvegar hræddur um að íslendingar muni ekkert yfirgefa íslenska drauminn á næstunni. Þar sem margir íslendingar eru fastir í blekkingunni um íslenska drauminn og hafa verið í mörg ár nú þegar. Efnahagshrunið hefur engu breytt þar um, aðeins hægt á fólki að ná íslenska draumnum. Jafnvel þó svo að íslenski draumurinn hafi í raun breyst í martröð, sem fer hægt versnandi þessa dagana. Enda mun ættbálkafræðin á Íslandi tryggja framhaldslíf hins íslenska draums um ókomnaframtíð. Jafnvel þó svo að það þýði áframhaldandi vandræði fyrir meirihluta íslensku þjóðarinnar.

Ég tók hinsvegar þá ákvörðun um daginn að yfirgefa íslenska drauminn. Ég ætla mér hvorki að eiga bíl eða hús. Stefnan hjá mér verður bara að leigja húsnæði og nota almenningssamgöngur (strætó og lestir), síðan ætla ég mér bara að hjóla annað sem ég þarf að fara. Fyrst og fremst ætla ég mér þó að búa ekki á Íslandi. Enda er það stefnan hjá mér að búa í Danmörku, um leið og ég hef tekjunnar í það. Enda mat ég það sem svo að ég mundi ekki hafa neitt upp úr íslenska draumnum. Þó svo að ég mundi reyna að uppfylla hann eins og ætlast er til af manni af íslenska þjóðfélaginu.

Ég tel að mér muni vegna betur í Danmörku og Kaupmannarhöfn en á Íslandi, og þar muni ég hafa betra og áhugaverðara líf en á Íslandi. Þar sem líf mitt mundi snúast um að uppfylla tóma drauma íslenskar efnishyggju og græði ef að ég væri á Íslandi, þar væri ég einnig í jarðarhóp og yrði álitinn sérvitringur og jafnvel sakaður um að hata íslendinga (sem ég hef reyndar verið kallaður nú þegar).

Af þessum sökum kveð ég íslenska drauminn með engri eftirsjá eða söknuði. Það er kominn tími hjá mér að snúa mér að uppbyggilegri hlutum en íslenska draumnum.

Þegar náttúran skiptir ekki neinu máli í íslensku þjóðfélagi

Það er áhugaverð staðreynd sem Dyrhólseyjarmálið er að sýna varðandi ákveðna hópa íslendinga. Ákveðnum hópum íslendinga stendur nákvæmlega á sama um náttúruna og hugsa meira um það að græða peninga af ferðamönnum heldur en að standa vörð um íslenska náttúru. Þetta fólk hikar jafnvel ekki við að skemma hreiður og egg fugla virðist vera.

Ég hef enga samúð með svona fólki, og mun aldrei hafa hana. Enda ætti fólk að þakka fyrir það að þessi náttúra er þarna til staðar fyrir það. Svona náttúra er ekki auðfundin og hana ber að varðveita. Fuglalíf er einnig viðkvæmt fyrir ágangi manna, og það ber að vernda eins og annað í íslenskri náttúru.

Það hefur því miður verið til siðs í íslensku þjóðfélagi undanfarin ár að líta á náttúru Íslands sem eign íslendinga. Það er ekki rétt. Íslendingar eru aðeins með náttúru Íslands að láni og þeim ber að fara vel með náttúru Íslands. Vegna þess að það er náttúra Íslands sem bæði gefur og tekur það sem henni sýnist af íslensku þjóðinni.

Dæmi um spillingu almennings á Íslandi

Hérna er ekki nema smá dæmi um spillingu almennings á Íslandi. Almenning sem telur sig hafa rétt til að gera hvað sem er og hvenar sem er. Þá skiptir það ekki neinu máli fyrir þessu fólki að afleiðinganar af þessu sem þetta fólk gerir kunna jafnvel að vera mjög alvarlegar fyrir náttúruna eða jafnvel samfélagið á Íslandi. Þar sem þessu fólki er nákvæmlega sama um allt slíkt.

[…]

Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður í Vík, viðurkenndi í samtali við fréttastofu að hafa tekið hliðið niður, og jafnframt að hann myndi taka niður öll hlið sem sett yrðu upp til að loka fyrir umferð inn á svæðið í framtíðinni.

[…]

Það eru ekki bara stjórnmálaflokkar á Íslandi sem eru spilltir. Almenningur á Íslandi er það líka, og það er í sjálfu sér einnig mikið vandamál í Íslensku þjóðfélagi.

Frétt Rúv um þetta mál.

Dyrhólaeyjarmálið kært til lögreglu

Jón Bjarnarson á að segja af sér ráðherraembætti og þingmennsku án tafar

Hinn gjörspillti alþingismaður og ráðherra Jón Bjarnarson á að segja af sér embætti nú þegar. Ástæðan er auðvitað sú að Jón Bjarnarson er gjörspilltur ráðherra. Enda er það frægasta dæmið um spillingu Jóns Bjarnarsonar þegar hann skipaði vanhæfan son sinn í embætti á vegum íslenska ríkisins. Slíkt er auðvitað ekkert nema hreinræktuð spilling af hálfu Jóns Bjarnarsonar.

Núna vogar hinn gjörspillti Jón Bjarnarson sér að standa í veg fyrir aðildarviðræður Íslands og ESB með því að heimta tollvernd fyrir íslenskan landbúnað. Eitthvað sem er augljóst að ESB mun aldrei samþykkja. Enda er tollvernd brot á hinum sameiginlega markaði sem ESB er með og þetta er ennfremur brot á tollabandalagi ESB.

Það er einnig óþolandi að Jón Bjarnarson skuli vera á móti neytendum og fjölskyldum á Íslandi eins og raunin hefur verið undanfarin ár. Enda hafa aðgerðir Jóns Bjarnarsonar sem Landbúnaðarráðherra aðeins hækkað matarreikning íslendinga undanfarna mánuði. Í staðinn fyrir að lækka hann, eins og hefði átt að vera markmið Landbúnaðarráðherra á Íslandi.

Af þessum sökum þá ætti Jón Bjarnarson að skila inn uppsögn sinni á skrifborð Jóhönnu Sigurðardóttur Forsætisráðherra á morgun, helst fyrir klukkan 08:00 um morguninn. Það yrði almenningi á Íslandi til mikils léttis að vita af því að Jón Bjarnarson er ekki lengur ráðherra á Íslandi.

Frétt um þessa ólýðandi hegðun Jóns Bjarnarsonar.

Ágreiningur um landbúnað tefur undirbúning aðildarviðræðna við ESB (Vísir.is)

Þegar Sigmundur Davíð lokaði framsóknarflokknum

Það er eitt sem fólk á ekki að gera, og það er að láta Sigmund Davíð Gunnlaugsson blekkja sig. Þar sem að Sigmundur Davíð hefur í raun lokað framsóknarflokknum. End gengur framsóknarflokkurinn núna útá útlendingahatur, hatur á ESB og einangrun Íslands. Þeir sem eru í vafa um slíkt, geta ályktun framsóknarflokksins frá árinu 2011 um utanríkismál þar sem þetta er í raun sagt undir rós.

Þar stendur meðal annars þetta hérna.

[…]
Ályktun um utanríkismál

Meginmarkmið íslenskrar utanríkisstefnu er að gæta hagsmuna lands og þjóðar og
veita öflugt fyrirsvar gagnvart öðrum ríkjum. Sem smáríki á Ísland hag sinn undir því
að alþjóðalög séu virt og þjóðir leysi sín deilumál friðsamlega. Eins eru það
hagsmunir smáríkja að stuðla að alþjóðlegri samvinnu til þess að mæta þeim ógnum
sem virða hvorki landamæri né leikreglur alþjóðakerfisins. Fríverslun og aðgangur að
mörkuðum er viðskiptaþjóð eins og Íslendingum lífsnauðsyn. Því er það mikilvægt að
Íslendingar njóti ávallt bestu kjara í viðskiptum við aðrar þjóðir.

Íslendingar skulu áfram leita eftir samstarfi við þjóðir innan og utan
Evrópusambandsins á grundvelli frjálsra og sanngjarnra samninga og samvinnu sem
byggir á jöfnuði og ábata allra aðila. Með slíkum samskiptum geta íslensk stjórnvöld
tryggt hagsmuni Íslands best á hverjum tíma. Framsóknarflokkurinn telur hag lands
og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Nú sem fyrr standa auðlindir
þjóðarinnar undir velferð hennar og fullt og óskorað forræði á þeim er forsenda
farsældar til framtíðar. Framsóknarflokkurinn telur að þjóðin skuli ætíð eiga beina
aðkomu með þjóðaratkvæðagreiðslu að ákvörðunum um stórmál eins og aðild að
Evrópusambandinu og mun flokkurinn berjast fyrir þeim rétti.

[…]

Restin af ályktun framsóknarflokksins er bara endurunnið rusl frá sjálfstæðisflokknum, sem Sigmundur Davíð virðist vera mjög svo tengdur á afskaplega óeðlilegan máta. Því má ennfremur ekki gleyma að Sigmundur Davíð er persónulega milljarðamæringur á Íslandi sem hefur greitt milljónir í skatta af þessum tekjum sínum. Það er alveg augljóst að hann er ekki inná Alþingi íslendinga vegna hugsjóna eða náungakærleika einum saman. Það er ennfremur ljóst að hann græðir ekki mikið á alþingiskaupinu, þar sem að mánaðarlegir vextir af eignum hans eru margfalt kaup hans á Alþingi.

Formenn eins og Sigmundur Davíð eru ekki góðir formenn fyrir stjórnmálaflokka. Í reynd eru formenn eins og Sigmundur Davíð slæmir fyrir stjórnmála og stjórnmálaflokka. Þar sem þeir stjórna með óttanum og hafa græðgina af leiðarljósi. Slíkt hefur aldrei boðað neitt gott, hvorki fyrir stjórnmálaflokkinn sem um ræðir eða þjóðina sem velur slíkan stjórnmálaflokk.

Íslensku þjóðinni ber því að hafna framsóknarflokknum og sjálfstæðisflokknum ef útí það er farið.

Elítan á AMX

Væluvefurinn AMX stendur í stórræðum þessa dagana og dælir út greinum núna. Sem hafa allar það sameiginlegt að vera ómarktækt rusl. Það sem er þó merkilegast í þessum greinum er að núna á AMX farið að tala um elítuna. Gallin er auðvitað bara sá að AMX er elítan og hefur alltaf verið elítan og engir aðrir.

Enda er AMX rekið af einum helsta grátkór á Íslandi. Ný-frjálshyggjumönnum sem settu Ísland á hausinn og hafa aldrei kunnað að skammast sín fyrir það. Þess í stað vælir þetta fólk meira en heilbrigt er þegar spilling og andlegt óheilbrigði er gagnrýnt.

Ég sé einnig að AMX liðið hefur haft mikið fyrir því að bera hin ýmsu mál við dýrabæinn í sögu George Orwell. Staðreyndin er hinsvegar sú að í þeirri sögu hefði AMX liðið verið flokkað sem svínin og ekkert annað.

Ég mæli síðan með því að AMX elítan kynni sér Dýrabæinn eftir George Orwell. Það er hægt hérna fyrir neðan.

Umræðan á Íslandi

Hérna er gott dæmi um það hvernig umræðan á Íslandi er mikið til skammar. Ég ætla ekki að sýna þessu fólki þá kurteysi að gera það nafnlaust í þessum bloggi. Ef að það vill ekki rata í svona gagnrýni hjá mér og annarstaðar. Þá á fólk að hafa vit á því að láta ekki svona frá sér fara. Jafnvel þó svo að sá glæpur sem þarna um ræðir sé skelfilegur fyrir viðkomandi konu. Þá réttlætir ekkert þessa hegðun hjá þessu fólki, eða ummæli þess við þessari frétt á DV.


Þetta er tekið úr umræðum við þessa hérna frétt hjá DV.is. Smellið á myndina til að fá hana í fulla upplausn.

Það kemur mér lítið á óvart hvernig umræðan er á Íslandi. Sérstaklega þegar þetta virðist vera hinn viðurkenndi þröskuldur umræðunnar á Íslandi. Þetta er auðvitað til háborinnar skammar og hefur alltaf verið það. Staðreyndin er hinsvegar sú að íslendingum er nákvæmlega sama um sem heitir sómi í umræðunni.

Mér finnst það gjörsamlega fyrir utan allt siðgæði að hóta morðum eins og gert þarna við þessa frétt á DV.is. Slíkt mundi venjulega kalla á lögreglurannsókn á ummælum viðkomandi einstaklinga, en ekki á Íslandi. Það er einnig alveg ljóst að DV ber einnig umtalsverða ábyrgð á því að leyfa þessum ummælum að standa óhreyfðum við þessa frétt hjá sér.

Öfgastefnur í íslenskum stjórnmálum

Á Rás 2 núna rétt í þessu var talað um siðrofið sem hefur átt sér stað í íslensku þjóðfélagi. Þá sérstaklega það siðrof sem átti sér stað í íslensku þjóðfélagi eftir efnahagshrunið árið 2008.

Þar kom fram að ef öfgastefna kæmi fram í stjórnmálum þá gæti verið langur vegur í það að þetta siðrof mundi ganga til baka. Því miður hefur öfgastefna tekið sig upp á Íslandi í íslenskum stjórnmálum. Þeir stjórnmálaflokkar sem hafa tekið upp öfgastefnu eru sjálfstæðisflokkurinn, framsóknarflokkurinn og hluti af Vinstri Grænum (eru að klofna frá VG). Síðan hefur orðið vart öfgastefnu innan hreyfingarinnar. Það sem það er víst ekki stjórnmálaflokkur. Þá er nær að tala um öfgafullar stefnur einstaklinga sem starfa undir nafni hreyfingarinnar.

Þessi öfgastefna kemur fram á þann hátt að allt hið íslenska er gott, en hið útlenska er vont og illt. Þetta sást mjög vel þegar landsfundur framsóknarflokksins var settur. Þar sem hið íslenska var hátt skrifað og þjóðremban var svo mikil að skynsömu fólki sem var á landsfundi framsóknarflokksins varð víst óglatt af allri þjóðrembunni sem þar var að finna. Það sama er að finnan innan sjálfstæðisflokksins. Þó svo að birtingarmyndin sé örlítið öðrvísi en hjá framsóknarflokknum. Á þessari öfgastefnu keyrir síðan Sigmundur Davíð, formaður framsóknarflokksins. Enda fer þar á ferðinni sá formaður framsóknarflokksins sem mun fá versta dóm sögunar um sig þegar fram líða stundir. Um Bjarna Ben, formann sjálfstæðisflokksins þarf ekki að hafa mörg orð. Hinsvegar er ljóst að hans verður eingöngu minnst fyrir þá spillingu sem hann stundar í skjóli sjálfstæðisflokksins.

Ef íslendingar vilja frekari efnahagshörmungar þá er stuðningur við svona þjóðrembu og öfgastefnu örugga leiðin til þess að fá það fram. Núna í dag er skaðinn af þessari þjóðrembu og öfgastefnu orðin umtalsverður. Þó svo að áhrifin séu ekki ennþá farin að koma almennilega fram hjá almenningi. Hinsvegar munu áhrifin gera það á næstu mánuðum. Hver viðbrögðin verða á eftir að koma í ljós. Hinsvegar grunar mér að íslendingar taki ódýru leiðina og kenni útlendingum um allt það sem aflaga fer á Íslandi, eða núverandi ríkisstjórn sem er að laga til eftir óstjórn sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins undanfarna áratugi á Íslandi.

Á þessu byggja síðan þessir stjórnmálaflokkar ESB andstöðu sína og hafa alltaf gert.