Takmörkuð útbreiðsla sjónvarpsrásar Alþingis er til skammar

Ég skil ekki afhverju sjónvarpsrás Alþingis er ekki dreift um allt land. Það eru ekki neinar tæknilegar takmarkanir á slíkri útbreiðslu til staðar. Dreifikerfin eru nú þegar til staðar. Þessi dreifikerfi eru tvö, fyrst ber að nefna dreifikerfi Stöðvar 2 (Digital Ísland), en það nær til næstum því alls Íslands og það er ekkert mál að bæta Alþingi við rásarfjöldann á þessu kerfi þeirra. Hitt dreifikerfið er ADSL sjónvarp Símans, en það nær í dag til flestra Íslendinga þar sem ADSL er til staðar. Það er ekkert mál fyrir Símann að bæta sjónvarpsrás Alþingis við rásalistann, eins og það er ekkert mál fyrir Digital Íslands að bæta Alþingi við útsendinguna hjá sér þannig að fólk nái rásinni um allt Íslands.

Á þeim tímum sem núna ríkja, þá er nauðsynlegt fyrir fólkið í landinu að fylgjast með þeirri umræðu sem á sér stað á Alþingi Íslendinga. Það gengur ekki að sjónvarpsrás Alþingis sé eingöngu í boði fyrir stærri íbúðarsvæði á landinu, þar sem allir Íslendingar eiga rétt á því að fylgjast með því sem fer fram á Alþingi Íslendinga.

Viðtal í Speglinum á Rás 1 (Rúv)

Í viðtali á Speglinum á Rás 1 var áhugavert viðtal við mann sem kallast Binni í vinnslustöðinni. Þar talaði hann um ótta sinn við að Íslendingar myndu fara að snúast um sækja styrki frá ESB. Styrkjakerfi ESB virkar ekki þannig, styrkjakerfi ESB hefur þann tilgang að jafna út lífsgæði innan ESB. Ef Íslendingar ganga í ESB, þá eru góðar líkur að við fáum styrki til þess að laga og jafna lífsgæði hérna á landi, miðað við önnur ríki sem eru í ESB.

Íslendingar munu alltaf halda valdi yfir fiskveiðum hérna á landi. Enda mun fiskveiðar eingöngu tilheyra Íslendingum, enda hafa íslenskir sjómenn einir veiðireynslu við Ísland, og fiskveiðikerfi ESB byggir á veiðireynslu. Landbúnaður á Íslandi er ekki í neinni hættu við inngöngu í ESB.

Annað viðtal var einnig í þessum þætti, þar var talað um þjóðernishyggju. Staðreyndin er að þjóðerniskennd er það afl sem hefur verið að efla andstöðuna við ESB hérna á landi. Staðreyndin er hinsvegar sú þjóðerniskennd er stórhættuleg og mun eingöngu gera kreppuna verri og dýpri hérna á landi. Það er einnig sú staðreynd að frjálshyggjan á Íslandi þrífst á þessari þjóðernishyggju (Sjálfstæðisflokkurinn er aðal boðberi frjálshyggju á Íslandi). Ég ætla einnig að benda á þá staðreynd að öfl andstæð ESB nota þjóðernishyggjuna mikið þessa dagna. Eingöngu í þeim tilgangi til þess að hafa áhrif á umræðuna, eingöngu til hins verra. Enda nota andstæðingar ESB smjörklípur til þess að rugla umræðuna um ESB á Íslandi.

Undarlegar kannanir Stöðvar 2 um aðild að ESB

Kannanir Stöðvar 2 (sem mbl.is tekur síðan upp gagnrýnislaust) um hugsanlega aðild Íslands að ESB eru undarlegar. Það nefnilega vantar ákveðin atriði í þessar kannanir, úrtakið er einnig mjög lítið og skekkjumörkin virðast vera mjög mikil.

Byrjum á byrjunin. Í könnunni er hringt í 800 manns. Skipt jafnt á milli karla og kvenna, eða 400 karlar og 400 konur. Þetta eru 100%, í könnunni taka 75,4% afstöðu. Það þýðir að 24,6% taka ekki afstöðu eða neita að svara í könnun. Sú tala er ekki notuð þegar endanleg tala er fengin út um afstöðu fólks og skekkjumörk eru ekki gefin upp.

Með aðild að ESB: 46,1%
Á móti aðild að ESB: 53,9% (á móti og með eru 100% samtals)
Óákveðnir eða neita að svara: 24,6%.

Samtals eru þetta því 124,6% ef óákveðnir og neita að svara eru teknir með, það er ekki hægt að afskrifa þann hóp úr könnuni. Þetta einfalda dæmi sýnir augljóslega af hverju könnun Stöðvar 2 gengur ekki upp. Stöð 2 tekur ekki tillit til þeirra sem eru óákveðnir eða neita að svara í þessari könnun. Einnig sem að skekkjumörk í þessari könnun eru ekki gefin upp, en eftir því sem úrtakið verður minna, því meiri verða skekkjumörkin í umræddri könnun.

Ég tek ekki tillit til flokkahluta könnunarinnar, en augljóst má vera að hlutafall svarenda þar er alltof lítið svo hægt sé að taka mark á því.

Þess má einnig geta að Stöð 2 og Vísir.is hafa verið þeir fjölmiðlar sem hafa verið með mestan hræðsluáróður og lygar í garð ESB. Þannig að ég leyfi mér að efast um heiðarleika þegar það kemur að þeirra fréttaflutningi í kringum ESB.

Heimssýn, UKIP og Daily Express

Ég rakst á áhugavert blogg þar sem farið er yfir þær rugl fréttir sem vísir.is hefur verið að birta undanfarið um ESB. Fréttir sem eru ekkert minna en lygi frá upphafi til enda.

Hérna er hægt að komast inná bloggið. Hérna eru einnig tilvitnun úr þessari hérna bloggfærslu þar sem farið er yfir UKIP og Daily Express rugl fréttinar. Það er einnig bent á hvernig Stöð 2 og Vísir.is birta þessar ruglfréttir sem sannleika og hafa síðan ekki fyrir því að leiðrétta sig þegar bent er á þetta kjaftæði.

Fabricated “horror story” in Daily Express makes impact in Icelandic media.

These last few days there has also been an EU “horror story” with a British twist in the Icelandic press. The Icelandic TV channel, Stöð 2, had a story yesterday, repeated on the webpage of www.visir.is based on an article in the British tabloid Daily Express, according to which the EU would use secret powers to confiscate British oil and gas fields. After closer scrutiny, it turns out that the article was based on a press release from the UK Independence Party, a racist and xenophobic party on the extreme right. The content of the article is of course sheer nonsense. There is no plan whatsoever for the EU to take over national resources, nor is there any legal means to do so.

What is true is that EU member states are trying to develop a network of pipeline connections, which would allow member states to export gas to neighbouring countries. This network can be particularly important in an emergency situation, like the one we have now due to the Russian-Ukrainian dispute and the consequent stoppage of deliveries to EU member states. The EU is trying to promote such solidarity amongst member states, but obviously no member state can be forced to sell to another against its will. The Daily Express article is an example of scaremongering of the worst kind.

Eins og þarna má lesa, þá er augljóst að UKIP er öfgasinnaður flokkur sem ekki er mark á takandi þegar það kemur að ESB. Þó svo að þessi flokkur hafi náð inn nokkrum evrópuþingmönnum. Það er einnig áhugaverð staðreynd að Heimssýn (félag andstæðinga ESB á Íslandi) hefur haldið mikið uppá UKIP og málflutning þeirra. Heimssýn hefur meðal annars boðið Daniel Hannan, evrópuþingmanni UKIP hingað til lands. Í þeim eina tilgangi að tala gegn ESB.

Ég hef aðeins eitt álit á Heimssýn, þeir eru jafn öfgafullir og UKIP, ef ekki öfgafyllri. Málflutningur þeirra gengur nefnilega allur útá hræðslu og ekkert nema hreinan uppspuna um það sem ESB er að gera og hvernig sambandið virkar í raun.

Almenningur á Íslandi ætti ekki að taka mark á þessum hægri öfgamönnum, enda er þeirra eini tilgangur að einangra Ísland og gera lífsskilyrði verri hérna á Íslandi (með því að reisa tollmúra og höft). Það er kominn tími til þess að Íslendingar horfist í augu við öfga öflin hérna á landi og hafni þeim algerlega, hvort sem þessar öfgar eru til hægri eða vinstri.

ESB fréttin sem þagað er yfir á Íslandi

Fjölmiðlar á Íslandi eru skrítnir, ef ekki vita gangslausir og lélegir. Helstu fjölmiðlar landsins hafa þagað yfir þessu máli og látið eins og það var ekki til. Það eina sem ég hef fundið um þetta í Íslensku fjölmiðlum var örlítið grein, sem var bæði vel falin og sett þannig upp að fólk sá hana mjög illa.

Þessi frétt fjallar um stuðnings Ungverjalands (Hungary) við inngöngu Íslands í ESB.

Hérna er fréttin í þarlendum fréttamiðlum.
Göncz says Hungary supports Iceland EU membership

AMX birtir rangfærslur um ESB

AMX segir sig vera fremsti fréttaútskýringavefur landsins. Ég er ósammála, og að mjög vel athuguðu máli. Ástæðan fyrir skoðun minni er mjög einföld. Í fréttaútskýringum AMX eru ekkert nema rangfærslur, lygar og blekkingar. Þetta á sérstaklega við þær fréttaúrskýingar sem snúa að ESB. Í þann flokk virðast skrifa eingöngu helstu andstæðingar ESB á Íslandi (og þessi eini í Danmörku). Þeir halda áfram rangfærslum sínum um ESB, þó svo að margoft sé búið að fletta ofan af lygaþvælu og blekkingum þeirra annarstaðar á internetinu. Þegar fólk heldur fram rangfærslu um hluti sem viðkomandi veit að er rangur, þá er það ekkert nema lygi.

Á AMX skrifa einnig þeir sem eiga aðild að hruni Íslands, eins og t.d Styrmir sem stóð vörðin fyrir Davíð Oddsson í gegnum Morgunblaðið. Þetta fólk olli því einnig að Ísland er í dag fyrir utan ESB og lenti í þessu hruni, gjaldeyriskreppu og þeirri staðreynd að vextir á Íslandi eru í dag 18%, en ekki 2% eins og í löndum ESB (eurozone).

Styrmir (fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins) er núna með grein á AMX sem snýr að ESB. Þar telur Styrmir að umræðan um ESB sé hætt í Sjálfstæðisflokknum. Augljóst má vera að umræðan um ESB er ekki búinn í Sjálfstæðisflokknum. Þessi umræða er rétt að byrja í Sjálfstæðisflokknum. Reyndar er ég viss um að umræðan um ESB í Sjálfstæðisflokknum mun fyrst verða almennileg þegar Styrmir og menn tengdir honum (Davíð Oddsson sem dæmi) hrekjast frá völdum á næstu vikum. Sem er óumflýjanleg staðreynd, þar sem að ný-frjálshyggjan sem Styrmir tilheyrir er að tapa völdunum í dag. Það mun enginn sakna þessa fólks þegar á reynir.

Andstæðingar ESB reka núna gírfurlegan áróður gegn ESB hérna á landi. Þessi áróður gegn ESB virðist vera vel fjármagnaður þessa stundina. Enda augljóst að þeir sem hafa hag á því að halda Íslandi fyrir utan ESB séu að leggja þessu fólki til fjármagn. Þeir sem hafa hag á því að halda Íslandi fyrir utan ESB eru þeir sem hafa verið að arðræna almenning á Íslandi síðustu ár. Það má enginn gleyma því.

[Uppfært 23:20 þann 25 Janúar 2009]

Stöð 2/Vísir.is leiðrétta frétt um ESB

Stöð 2/Vísir.is hafa komið með leiðréttingarfrétt um olíu og gasmál ESB. Í fréttinni er leiðrétt sú lygaþvæla að ESB muni taka yfir olíu og gas auðlindir aðildarríkjanna.

Hérna er leiðrétt frétt Stöðvar 2/Vísir.is um olíu og gas mál innan ESB.

Lygafrétt Stöðvar 2/Vísir.is um ESB

Fyrir rúmlega tveim dögum síðan birtist afskaplega áhugaverð frétt á Vísir.is og síðar á Stöð 2. Þessi frétt er eingöngu áhugaverð fyrir eina ástæðu. Þessi frétt er lygaþvæla frá upphafi til enda, enda er umrætt dagblað slúðurblað og það tilheyrir íhaldsöflum í Bretlandi. Íhaldið í Bretlandi er á móti ESB og hefur verið lengi.

Hérna er Wiki grein um Daily Express. ÞAr kemur meðal annars þetta fram.

The Daily Express is a conservative, middle-market British tabloid newspaper. It is the flagship title of Express Newspapers and is currently owned by Richard Desmond. As of February 2007[update], it has a circulation of 761,637.[1] Circulation figures according to the Audited Bureau of Circulations, in October 2007 show gross sales of its long standing rival the Daily Mail are at 2,400,143, compared with 789,867 for the Daily Express. This is an increase of almost a third over the sales figures for the Daily Mail 25 years ago, when it sold 1.87 million copies a day. By comparison, the Daily Express was selling over 2 million copies a day, so its sales have reduced by 60% over the same period.

Express Newspapers publishes the Daily Express, Sunday Express (launched in 1918), Daily Star and Daily Star Sunday.

Meðal annara ruglfrétta sem þetta blað hefur verið að birta um ESB er einnig að finna þessa vitleysu.

Daily Express | UK News :: An EU Empire will ‘rule over Britain“
Daily Express | UK News :: Now they want to ban your lawn
Daily Express | UK News :: EU’s barmy idea to ban light bulbs
Daily Express | UK News :: Now the EU is to ban the acre
Daily Express | UK News :: Secret plot to let 50million African workers into EU
Daily Express | World News :: EU daytime car lights plan attacked
Daily Express | UK News :: Brown in sinister EU plot to force new treaty vote
Daily Express | UK News :: EU is forcing us to empty our bins once a fortnight
Daily Express | Have Your Say :: Has Gordon Brown sold Britain down the river?
Daily Express | UK News :: Now EU wants a £510 income tax
Daily Express | Have Your Say :: Should EU rules banning ugly fruit & veg be scrapped?
Daily Express | Express Comment :: EU plot to hijack Britain’s Olympic glory is plain mad
Daily Express | UK News :: EU madness as WRI ladies told they can have their cakes but not eat them
Daily Express | Columnists :: We make it cushy for EU gangsters
Daily Express | UK News :: Fruit and veg prices to triple
Daily Express | UK News :: EU bends rule on veg
Daily Express | UK News :: EU job centre in Africa opens door to more migrants
Daily Express | UK News :: Benefits bill for EU migrants trebles
Daily Express | UK News :: EU cave-in that will cost a fortune
Daily Express | UK News :: UK ‘should back EU military plans’
Daily Express | UK News :: Sold out to Europe: Brown makes Queen sign away our sovereignty
Daily Express | UK News :: British passport covers banned
Daily Express | UK News :: Secret plot to join Euro

Eins og sjá má á þessum lista, þá er Daily Express fjölmiðill sem er ekkert alltof marktækur þegar á reynir. Reyndar stórefast ég um sannleiksgildi allra frétta í þessu blaði, gildir einu hvort að þær fjalla um ESB eða ekki.

Því miður þá hefur svona óábyrgur og lygakenndur fréttaflutingur hérna á landi áhrif útá við. Besta dæmið er auðvitað þessi hérna bloggfærsla, sem tekur upp fréttina beint og án þess að eyða nokkrum einasta tíma í að hugsa gagnrýnið um innihald fréttarinnar eða nota athuga hvort að fréttin standist raunveruleikan og staðreyndir. [Uppfærsla, bætt við] Helsti andstæðingur ESB á Íslandi og stofnandi Heimssýnar notar þessa frétt einnig til þess að réttlæta andstöðu sína við ESB, samkvæmt bloggfærslu hans.

Það er mjög alvarlegt að fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega skuli birta svona lygaþvælu. Þetta er bara eitt dæmi, en líklegt er að hægt væri að finna fleiri svona fréttir hjá Stöð 2 og Vísir.is sem eru ekkert nema uppspuni frá upphafi til enda.

[Uppfært þann 14 Janúar 2009 klukkan 18:42]