Ríksskattstjóri að loka á gögn í vafasömum tilgangi ?

Það vakna óneitanlega upp ansi áleitnar spurningar yfir þeirri ákvörðun Ríkisskattstjóra að loka á gögn sem Jón Jósep hefur verið að nota til þess að búa til yfirlit um eignartengsl aðilda sem koma að bankahruninu á Íslandi. Það yfirlit er mjög áhugavert, og mjög upplýsandi.

Ákvörðun Ríkisskattstjóra á að taka með tortryggni, enda alveg augljóst að þessi gögn eru almenn og eiga ekki að vera leyndarmál. Það vaknar einnig sú spurning hvort að Ríkisskattstjóri sé að hylma yfir þeim mönnum sem brutu af sér í undanfara bankahrunsins, árin og mánuðina áður en sjálft hrunið átti sér stað.

Frétt Rúv um þetta mál.

Lokað á aðgang að gögnum

Spilltir þingmenn, og tilraun til þess að þagga niður í umræðunni

Á Íslandi er mikið af spilltu fólki, bæði hugarfarslega og efnahagslega. Þetta spillta fólk vill fyrir alla muni koma í veg fyrir frjálsa umræðu á Íslandi, sérstaklega frjálsa nafnlausa umræðu um málefni dagsins. Ástæður þessa liggja í augum uppi, nafnlaus umræða bíður upp á þann möguleika á að fram komi upplýsingar sem eru beinlínis skaðlegar hagsmuni viðkomandi einstaklinga sem hérna er um að ræða. Þetta sannaðist vel þegar lánabók Kaupþings lak í upphafi Ágúst 2009, með þeim afleiðingum að lögbann var sett á fréttastofu RÚV, sem ætlaði sér að fjalla um umrædda lánabók. Umræðan um að banna nafnlausa umræðu á internetinu er sprottin upp hjá þessu fólki, aðrir taka þátt í þessari umræðu án þess að uppgötva hvaðan hún er kominn. Það eru alltaf dónar í nafnlausri umræðu, en ringningin er líka alltaf blaut, hvort sem manni líkar betur við það eða verr. Allar tilraunir til þess að þagga niður í nafnlausri umræðu er ekkert nema tilraun til ritskoðunar og þöggunar.

Þingmenn koma inn í þetta mál með beinum hætti, enda er augljóst að flestir þingmenn unnu á öðrum störfum áður en þeir komust inn á þing. Því miður er það svo að ferill margra þessara þingmanna eru beintengdir íslenska bankahruninu, annaðhvort beint eða óbeint. Ég ætla að fjalla hérna um gott dæmi um þingmann sem er beintengdur íslenska bankahruninu, og hann er svo beintengdur íslenska bankahruninu að bankinn sem hann var í forsvari fyrir á sínum tíma er núna í rannsókn hjá Sérstökum Saksóknara Bankahrunsins.

Umræddur þingmaður heitir Tryggvi Þór Herbertsson, og er einnig bloggari á fréttavefnum Eyjunni.

Tengsl hans við Íslenska bankahrunið má rekja á mjög stuttan hátt. Hann tók beinan þátt í því sem forstjóri Askar Capital, sem er núna í rannsókn hjá Sérstökum Saksóknara vegna meintra lögbrota á löggjöf bankans á lögum um íslenska banka, og góða viðskiptahætti. Sem alþingismaður þá hefur Tryggvi þinghelgi, en með réttu, þá ætti Alþingi að svipta Tryggva þessari þinghelgi svo hægt sé að rannsaka þátt hans í bankahruninu. Ennfremur þá á að krefjast þess að Tryggvi Þór gefi upp allar upplýsingar sem hann hefur um Askar Capital, og hlutverk sitt þar. Það er einnig nauðsynlegt að Tryggvi Þór var aðstoðamaður Geirs Haarde um tíma, rétt áður en allt bankakerfið hrundi á Íslandi. Í mínum huga er alveg augljóst að það er engin tilviljun að Tryggvi hætti hjá Askar Capital rétt áður en allt hrundi.

Það er því óþolandi að Tryggvi Þór skuli ekki vera sviptur þinghelgi, svo hægt að rannsaka þátt hans í bankahruninu og komast að því hvaða upplýsingar hann býr yfir sem tengjast bankahruninu beint. Þingmenn á Íslandi verða að hætta að njóta þeirrar verndar sem þeir gera í dag, annars er ekki hægt að koma í veg fyrir spillingu í viðskiptalífinu, sem hefur alltaf náin tengsl við Alþingi og þingmenn sem þar starfa á hverjum tíma. Það er til lítils að uppræta spillingu útí þjóðfélaginu, ef hún er ekki upprætt á Alþingi á sama tíma.

Afsakanir Tryggva Þórs eru því lítið annað en tilraun til þess að henda sandi í augun á fólki, svo að það sjái ekki sannleikan um hann og hans spillta feril.

Sjávarútvegsráðherra á hraðvali hjá LÍÚ

Það er orðið nokkuð augljóst að Sjávarútvegsráðherra er ekki að taka ákvarðanir um fiskveiðar sem byggja á vísindalegum niðurstöðum, eða ákvarðanir sem virða rétt annara þjóða til veiða úr sameiginlegum fiskistofnum eins og Makrílnum.

Í fréttum í dag kemur fram að Sjávarútvegráðherra, Jón Bjarnarsson hafi ákveðið að auka hlutfall Makríls í 20% innan um síld. Það er líklega það hlutfall af Makríl sem sjómenn hafa verið að fá í síldina undanfarna mánuði, ef eitthvað er að marka fréttir.

Það sem er þó merkilegast við þessa fréttir er sú staðreynd að fyrir nokkrum dögum var LÍÚ að væla yfir því að of mikill Makríll væri í síldinni, og vegna þess hversu hlutfallið væri lágt í reglugerðinni um síldveiðar, þá væri ekki hægt að veiða síldina vegna Makríls. Þessu hefur Sjávarútvegsráðherra nú reddað með nýrri reglugerð. Að mínu mati er þetta engin tilviljun, enda hafa hagsmunaaðilar (LÍÚ) væntanlega haft samband við Sjávarútvegsráðherra og beðið hann um að redda þessu, sem og hann svo gerði í dag.

Fréttir af þessu máli.

Makríll og síld í flestum togum
Mikið af stórri síld og makríl
Makríll étur undan öðrum nytjastofnum

Leyfilegt að veiða meiri makríl

Lögbann sett á umfjöllun Rúv um lánamál Kaupþings

Samkvæmt Rúv (sjá hérna), þá hefur Sýslumaðurinn í Reykjavík sett lögbann á umfjöllun Rúv um lánamál Kaupþing til eigenda og annara hlutahafa bankans. Þetta lögbann nær bara til Rúv, en ekki annara fjölmiðla á Íslandi, eða bloggara.

Þessari siðlausu ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík ber að mótmæla nú þegar, grimmilega og án miskunnar. Sem ég geri hér með þessari bloggfærslu, þar sem mér eru ekki aðrar leiðir færar til þess að mótmæla.

Hægt er að lesa lánaskýrslu Kaupþings hérna, með því að smella á tengilinn.

Financial collapse: Confidential exposure analysis of 205 companies each owing above EUR45M to Icelandic bank Kaupthing, 26 Sep 2008

Er verið að leyna stjórnvöld upplýsingum ?

Það er ein mikilvæg spurning sem kemur fram í kjölfarið á Wikileaks lekanum þann 30. Júlí 2009, en það er sá möguleiki að það sé verið að leyna stjórnvöld um raunverulega stöðu mála í íslensku bönkunum. Sú kenning er ekki ósennileg, þar sem margir af þeim sem eru ábyrgir beint fyrir hruninu starfa ennþá í nýju og gömlu bönkunum.

Það þarf ekki snilling til þess að sjá að þeir munu vernda sína hagsmuni óhikað. Þá sérstaklega með því að fela gögn, eða stinga þeim undan ef þurfa þykir. Það er því alveg augljóst að það þarf nýtt fólk í stjórn bankana nú þegar. þetta fólk þarf helst að koma erlendis frá, og það má alls ekki tengjast íslensku bönkunum á neinn hátt.

Spilling og vanhæfni

Það gengur ekki að vanhæfur og hugsanlega spilltur ríkissaksóknari [Valtýr Sigurðsson] sé í embætti þegar það er verið að rannsaka eitt stærsta glæpamál Íslandssögunar. Að halda í þetta embætti, og neita að fara þrátt fyrir augljóst vanhæfni er ekkert nema spilling af verstu gerð. Það er ennfremur augljóst að vegna tengsla, bæði beinna og óbeinna við fjármálalífið, þá er hann ekki hæfur til þess að gefa út ákærur á þeim mönnum sem verða rannsakaðir á næstu mánuðum, og árum.

Valtýr Sigurðsson á að segja af sér embætti ríkissaksóknara nú þegar vegna vanhæfis og hugsanlegra spillingar sem hann tengist beint, vegna fjölskyldutengsla.

Það má einnig velta því fyrir sér, í ljósi fréttar Vísir.is hvort að sérstakur Saksóknari bankahrunsins [Ólafur Þór Hauksson] sé einnig bullandi vanhæfur og spilltur, eins og ríkissaksóknari virðist vera.

Vegna fréttar Vísir.is.

Sérstakur saksóknari afneitar kröfu Evu Joly skriflega

Spilling í sveitarstjórn Vestmannaeyja

Það vantar ekki spillinguna í spilltasta stjórnmálaflokk landsins, sjálfstæðisflokkin. Núna hefur komið upp að sveitarstjórnarmenn sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum stóðu í því að ráða skyldfólk sitt til starfa, og þvert á góða stjórnsýslu þá vék þetta fólk ekki af fundi þrátt fyrir augljósa hagsmunarárekstra þessara sveitarstjórnarmanna. Þetta er auðvitað ekkert nema spilling og sem slík á ekki að lýðast á Íslandi í dag, hvorki í sveitarstjórnum eða inná Alþingi, eða annarstaðar í stjórnsýslu Íslands.

Fréttir af þessu máli er að finna hérna fyrir neðan.

Réðu pabba og eiginmanninn
Brutu hugsanlega sveitastjórnalög
Elliði Vignisson: Guð forði okkur frá pólitískum ráðningum
Réð pabba í vinnu

Breskur þingmaður stakk milljónum undan, og hélt fyrirlestur á Íslandi í boði Heimssýnar

Þingmaður Breska Íhaldsflokksins stal tveim milljónum punda af almenningi þar í landi og montaði sig svo að því. Þetta er allavega fréttin hjá Pressan.is, en það sem vakti sérstaka athygli mína er sú staðreynd að þessi maður kom hingað til Íslands og hélt fyrirlestur í boði Heimssýar, sem er félag andstæðinga ESB á Íslandi (einagrunarklúbburinn). Umræddur maður er Evrópuþingmaður og yfirlýstur andstæðingur ESB.

Úr frétt Pressunar.

Þess má geta að Farage kom hingað til lands í fyrra þar sem hann hélt fyrirlestur í Þjóðminjasafninu á vegum Heimssýnar.

Tekið af vef Pressan.is þann 24 Maí 2009.

Alls ekki kjósa sjálfstæðisflokkinn

Alls ekki kjósa sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt nýjustu fréttum, þá hefur sjálfstæðisflokkurinn stoppað lýðræðislegar breytingar á stjórnarskrá Íslendinga sem Samfylkingin og Vinstri-Grænir voru að reyna að koma í gengum Alþingi Íslendinga.

Andstaða sjálfstæðisflokksins við þessar lýðræðislegu breytingar er ekkert annað en algjört virðingarleysi við þjóðina og skoðanir þjóðarinnar. Andstaða þeirra við þessar lýðræðislegu breytingar sýnir og sannar að sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert erindi inná Alþingi Íslendinga.

Ef þú getur ekki hugsað þér að kjósa neitt af þeim framboðum sem eru í framboði í Alþingiskosningum 2009. Skilaðu þá frekar auðu en að kjósa sjálfstæðisflokkinn.