Verðsamráð Krónunar og Bónus

Rúv hefur komið upp um siðlaust verðsamráð Krónunar og Bónus. Það mætti halda að þurfi að fara að kenna þessum mönnum sem reka þessar búðir viðskiptasiðferði á sérstökum námskeiðum. Það væri kannski hægt að gera það í fangelsinu, en það sárlega vantar að dæma fólkið sem ber ábyrgð á þeim fyrirtækjum sem standa í svona siðlausu verðsamráði.

Frétt Rúv hérna fyrir neðan.

Segir Bónus og Krónu ræða um verð

Leiðindaveður á Hvammstanga

Það er leiðindaveður hérna á Hvammstanga og varla hægt að fara útúr húsi. Maður verður allavega að vera vel klæddur til þess að fara út, enda er talsverð snjókoma á Hvammstanga þessa stundina. Snjókoman er slydduleg þessa stundina, en ef eitthvað er að marka hitamælinn hjá mér þá er kólnandi og væntanlega mun slyddan breytast í snjókomu þegar fram líða stundir. En langbest er fyrir fólk á ferðinni að fylgjast með veðurspánni og ferðaveðri áður en lagt er af stað.

Tengist frétt: Óveður í Húnavatnssýslum

Herstjórnin í Búrma reynir að taka tölvur af U.N

Samkvæmt fréttum Times Online þá reyndi herstjórnin í Búrma að gera tölvur U.N upptækar í þeim tilgangi að komast yfir gögn sem eru á hörðum diskum vélanna. En á þessum tölvum eru myndir þar sem hægt er að þekkja leiðtogana sem leiddu uppreisnina gegn herstjórninni fyrir tveim vikum síðan. En þeir hafa farið í felur til þess að koma í veg fyrir að verða handteknir af herstjórninni í Búrma.

Fréttina er hægt að lesa hérna: Junta hunts dissidents on UN computers

Nýr steingervingur breytir þekkingu á þróun mannsins

Nýr steingervingur sem fannst í Afríku fyrir nokkrum mánuðum síðan hefur breytt hugmyndum manna um þróun mannsins. En það virðist sem að maðurinn hafi þróast mun fyrr frá öpum en áður var haldið, en samkvæmt rannsóknum. Þá eru vísindamenn núna að setja skilnaðinn á milli apa og manns í kringum 20 milljón ár, en áður var talið að þessi aðskilnaður hefði orðið fyrir 6 milljónum árum síðan. Fleiri rannsóknir þarf að gera áður en öruggt svar fæst um hvernig þessi þróun varð, einnig sem það þarf að finna fleiri steingervinga til þess að varpa ljósi á þróunun mannkyns, í ljósi nýrra gagna.

Frétt um málið: Fossil find pushes human-ape split back millions of years

Rúv um gervihnött

Núna geta Íslendingar á norðurlöndum farið að kætast, það á að fara að dreifa Rúv um gervihnött fyrir alvöru. Hægt er að lesa meira um það á vef Rúv hérna. Rúv ætlar að senda útum gervihnött sem heitir Thor 2 og er hægt að skoða útbreiðslusvæði hans hérna. En merki Rúv ætti að nást ágætlega um mest alla Evrópu, en mun nást langbest á norðurlöndum. Þetta stórbætir einnig móttöku Rúv hérna á landi, þar sem útsendingaskilyrði frá sendum á jörðu niðri eru takmörkuð.

Vanbúnar flóttaáætlanir ef það fer að gjósa í Vesuvius

Það hefur komið í ljós að þær flóttaáætlanir sem snúa að Vesuvius eru vanbúnar ef það fer að gjósa í fjallinu. Sérstaklega ef það verður mjög stórt sprengigos í fjallinu eins og varð árið 79 AD eða stærra sprengigos sem varð í fjallinu fyrir 4000 árum síðan. En þá náði gosmökkurinn líklega 25 km hæð og ollu eldskýjum sem fóru niður fjallið og drápu allt sem á vegi þess varð. Samkvæmt þeim aðilum sem sjá um neyðaráætlanir á svæðinu þá eru stjórnvöld á Ítalíu að sleppa því að taka mark á verstu mögulegum aðstæðum sem upp gætu komið, en það þykir rangt pólitískst séð að tala um þannig mál á Ítalíu.

BBC News flytur fleiri fréttir af þessu og er hægt að lesa það hérna.