Forritari CCP svindlar í EVE-Online

Það hefur komist upp að einn af starfsmönnum CCP, forritari sem vann (vinnur?) við leikinn EVE-Online var að svindla í leiknum. Þetta svindl stóð yfir í 6 – 8 mánuði. Tímalengdin virðist vera eitthvað óviss. En það skiptir svo sem ekki mestur máli. Viðbrögð CCP við þessu svindli er það ég ætla aðalega að tala um hérna.

Viðbrögð CCP við þessu svindli þessa starfsmanns voru mjög sérstök, svo ekki sé meira sagt. Í fyrstu stakk einn af GM þessu undir stól og bannaði þann sem kom upp um þetta fyrir TOS og EULA aðgerðir sem eru ólöglegar í leiknum, samkvæmt svari á eve-online spjallborðinu. En sá sem kom upp um þetta tilheyrði njósnahringjum sem eru starfandi innan EVE-Online heimsins. Það skal tekið fram að umræddur GM var rekin fyrir að fela þessar ásakanir. En sá sem kom upp um svindið er ennþá bannaður eftir sem ég kemst næst. Einnig sem að fyrirtækið sem græddi á þessu svindli hefur heldur ekki verið refsað. Viðkomandi starfsmanni var á endanum refsað, en það var ekki fyrr en eftir að umræðan var orðin mjög hávær um þetta svindl þessa forritara. Þó svo að sönnunargögnin voru komin fram fyrir talsvert löngu síðan um þetta svindl.

CCP er þessa stundina að reyna að minnka þann skaða sem kom í kjölfarið á þessu svindi forritarans í leiknum. Hver svo sem útkoman verður útúr því, þá má búast við því að skaði CCP vegna þessa verði talsverður til lengri tíma litið. Bæði í tekjum og fjölda þeirra sem spila leikinn.

Hérna
er umræða um þetta mál á eve-online spjallborðinu.

Sjúkdómur í WoW

BBC segir frá því að það hefur komið upp sjúkdómsfaraldur í fjöldaspilaleiknum World of Warcraft. Þessi sjúkdómur kemur til vegna galla í leiknum, fjöldi karaktera hefur fallið fyrir þessum sjúkdóm. Þeir leikjakarakterar sem eru með minnsta styrkinn deyja strax samkvæmt fréttinni, en þeir sem eru sterkari komast af lengur en láta samt í minni pokan fyrir þessari sýkingu. Hægt er að lesa meira hérna