Næstu fjögur ár í Húnaþingi Vestra

Kjósendur í Húnaþingi Vestra hafa fengið það sem þeir vildu. Hreinan meirihluta sjálfstæðisflokksins og óháðra. Ég veit nú reyndar ekki hversu óháður þessi meirihluti verður þegar á reynir, þar sem að hann byggir á hugmyndafræði sjálfstæðisflokksins. Hérna eru upplýsingar um þá framboðslista sem voru í framboði fyrir kjörtímabilið árið 2010 til ársins 2014.

Þessi kosning er fyrir margt merkilegt. Sérstaklega í ljósi þessi að frammistaða sjálfstæðisflokksins í síðasta kjörtímabilinu var afar dræm. Sérstaklega í ljósi skuldarstöðu sveitarfélagsins og vaxandi rekstrarhalla á þessu ári, sem er þá bara hrein viðbót við þann rekstrarhalla sem myndaðist á árinu 2008 og 2009. Síðan er ennþá neikvæður hagvöxtur í Húnaþingi Vestra og viðvarandi íbúafækkun á svæðinu, eitthvað sem er ólíklegt til þess að breytast á næsta kjörtímabili með nýjum meirihluta.

Síðan er stærsta vandamálið sem kom útúr síðasta kjörtímabili og mun verða stærsta vandamál á komandi kjörtímabili, en það er gjaldþrot Sparisjóðs Keflavíkur og þau vandamál sem af því munu hljótast á næstu mánuðum og árum. Ég er ekki viss um að sveitarsjóðurinn og fjármál Húnaþings Vestra muni eitthvað batna við það að hreinn meirihluti sjálfstæðisflokksins sé kominn til valda í Húnaþingi Vestra. Ég reyndar reikna fastlega með því að staðan muni versna á næstu árum, og líklegast sé gjaldþrot Húnaþing Vestra yfirvofandi. Sérstaklega í ljósi reynslu Álftanes með sinn hreina meirihluta sjálfstæðismanna, sem olli því að sveitarfélagið Álftanes varð gjaldþrota á síðasta ári. Engu að síður kausu Álftanesbúar aftur yfir sig hreinan meirihluta sjálfstæðismanna, sem er í sjálfu sér ekkert nema hrein klikkun og firra hjá kjósendum Álftanes. Hinsvegar er valið þeirra, og kvölin líka næstu fjögur ár. Alveg eins og hjá kjósendum í Húnaþingi Vestra.

Texti uppfærður klukkan 13:14 þann 30 Maí 2010.

Stefnuskrár stjórnmálaflokkana í Húnaþingi Vestra

Það er lítið hægt að segja um stefnuskrár stjórnmálaflokkana sem bjóða fram í Húnaþingi Vestra. Allar þessar stefnuskrár eru mjög svipaðar. Þó er smá munur á því hversu mikið stjórnmálaflokkanir lofa að koma í framkvæmd á næsta kjörtímabili.

Það sem er þó merkilegra er það sem vantar í stefnuskrár stjórnmálaflokkana. Þar ber helst að nefna hvernig bregðast á við þeim fjárlagahalla sem er á rekstri Húnaþings Vestra. Sá fjárlagahalli myndaðst eftir bankahrunið, og þá sérstaklega eftir gjaldþrot Sparisjóðs Keflavíkur fyrr á þessu ári.

Það er ennfremur einnig skortur á því hvernig sveitarfélagið ætlar sér að bregðast við slæmu ástandi vega útí sveitum Húnaþings Vestra. Einn flokkurinn vill láta malbika sveitarvegin, en ég tel að slíkt sé óraunhæft vegna kostnaðar af slíkri framkvæmd, sérstaklega núna í dag vegna niðurskurðar hjá ríkinu og niðurskurðar sem er óumflýjanlegur hjá sveitarfélaginu á komandi árum. Það er nauðsynlegt að það þarf að viðhalda þessum vegum, og það er ennfremur ljóst að sveitarfélagið þarf líka að koma að því verkefni ásamt ríkinu.

Það eru fleiri málefni sem vantar í stefnuskrár stjórnmálaflokkana sem bjóða fram í Húnaþingi Vestra, þar má nefna umhverfismál og fleira. Ég læt hinsvegar þessa stuttu upptalningu duga.

Enginn af stjórnmálaflokkunum talar almennilega um það hvernig bregðast skuli við neikvæðum hagvexti í Húnaþingi Vestra. Það eru vissulega settar fram hugmyndir, og eru margar af þessum hugmyndum að hluta eða öllu leiti komnar í framkvæmd núna í dag. Það hinsvegar virðist ekki duga eftir því sem ég kemst næst, og því augljóst að það þarf að gera meira. Ég bendi á að Forsætisráðuneytið gaf út skýrslu um þetta mál árið 2008, skýrsluna er hægt að lesa hérna.

Það er alveg ljóst að hver svo sem myndar meirihluta í Húnaþingi Vestra bíða miklar áskoranir og mikil verkefni sem seint munu teljast vera létt eða einföld úrlausnar.

Texti uppfærður klukkan 00:56 þann 27 Maí 2010.

Bæjarins Besta notað í þágu sjálfstæðisflokksins á Ísafirði

Það er orðið augljóst að sjálfstæðismenn á Ísafirði eru orðnir hræddir um stöðu sína innan sveitarstjórnarinnar þar. Sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt skoðanakönnunum þá eru allar líkur á því að þeir tapi meirihlutanum á Ísafirði í fyrsta skipti á lögnum tíma.

Aðferðarfræðin sem sjálfstæðisflokkurinn á Ísafirði notar til þess að næla sér í fylgi er af verri endanum. Enda nota þeir óspart þá aðferðarfræði að sverta mótherjan með tómu bulli og dellu eftir því sem þörf er á, einnig sem að FUD er mjög vinsæl aðferð hjá þeim.

Bæjarins Besta á Ísafirði er málsgagn sjálfstæðisflokksins þar í bæ, einnig sem að Bæjarins Besta hefur tekið að sér að verja framsóknarflokkin eftir þörfum og hentugleika að auki ef svo ber undir. Núna er hinsvegar svo komið að sjálfstæðismenn á Ísafirði eru farnir að beita Bæjarins Besta af fullu afli gegn Í-listanum eftir því sem ég kemst næst og nota til þess afskaplega óheiðarlegar aðferðir.

Nýjasta ritstjórnargreinin á Bæjarins Besta ber öll þessi merki, þar sem bæði er ráðist á oddvita Í listans og kosningastjóra Í listans að auki. Þar sem helsta ásökunin er meintar „rangfærslur“, sem þó eru ekki rökstuddar neitt frekar að hálfu ritstjóra Bæjarins Besta í svargrein ritstjórans sem kom út í dag.

Það er alveg augljóst að ef Bæjarins Besta vill verða raunverulegur staðbundinn fjölmiðill. Þá þurfa þeir að byrja á því að hætta að hórast svona fyrir sjálfstæðisflokkinn eins og þeir gera núna í dag.

Leiðrétting frá Atla Þór Fanndal.

Góðan dag,

Ég er ekki kosningastjóri þar fer BB með rangt mál en þeir hafa neitað
að leiðrétta. Varðandi annað sem ritstjórinn segir um mig ætla ég að
taka mér nokkra daga í að fara yfir þessi mál áður en ég svara enda er
vegið að minni persónu í þessum miðli og því verð ég að skoða minn
rétt.

bestu
Atli

Grein uppfærð klukkan 17:56 þann 25 Maí 2010.

Blaðið frá fráfarandi meirihluta í Húnaþingi Vestra

Um daignn kom með póstinum æði merkilegt blað frá fráfarandi meirihluta sveitarstjórnar í Húnaþingi Vestra. Ég veit ekki hver átti hugmyndina af þessu blaði, en mér finnst þetta blað vera afskaplega léleg tilraun til þess að varpa upp mynd af störfum meirihlutans sem kannski stenst ekki nánari skoðun.

Hérna eru nokkur dæmi.

Eftir því sem ég kemst næst. Þá var öll stjórnsýslan í Húnaþingi Vestra á einum stað í Félagsheimilinu. Félagsþjónustan var reyndar staðsett í Heilsugæslunni, en Félagsþjónustan telst strangt til tekið ekki til stjórnsýslu Húnaþings Vestra. Það er ekkert útskýrt hvaða stjórnsýslu var verið að sameina á sama stað í Ráðhúsi Húnaþings Vestra.

Það þurfti að laga vefsíðu Húnaþings Vestra, á tímabili var vefurinn smitaður af tölvuvírusum og þetta varð svona slæmt á tímabili að Google lokaði á vefsíðuna og varaði við henni. Það var ekki fyrr en ég kom með ábendingu um að þetta hafði gerst að vefurinn var lagaður og endurbættur. Fram að þeim tíma hafði nákvæmlega ekkert gerst í breytingum á vefsíðu Húnaþings Vestra. Eins og má sjá á þessu hérna sýnishorni af vefsíðu Húnaþings Vestra frá árinu 2007.

Vinnureglur varðandi framkvæmdir í Húnaþingi Vestra virðast vera eitthvað lauslegar eftir því sem ég kemst næst. Ég ætla því að álykta sem svo að þessu hafi ekki verið fylgt eftir eins og þarna er gefið í skyn. Það má vel vera að ástandið hafi batnað frá því sem var. Hinsvegar er ljóst að núverandi meirihluti gerði ekki nóg til þess að bæta ástand útboðsmála í Húnaþingi Vestra, í samræmi við lög og reglugerðir sem gilda á Íslandi um útboðsmál sveitarfélaga og opinber innkaup.

Allt tal um ábyrga fjármálastjórnun í Húnaþingi Vestra þarf að bíða betri tíma. Ég hreinlega veit ekki nóg um fjármál Húnaþings Vestra til þess að getað myndað skoðun mína á þeim og það er ennfremur ljóst að núverandi fjárhagsstaða Húnaþings Vestra mun ekki verða ljós fyrr en á næsta ári. Það sem ég hinsvegar veit er sú staðreynd að staða sveitarfélagsins er slæm. Staðan er kannski betri en margra annara sveitarfélaga á Íslandi, hinsvegar er ljóst að núverandi staða er óviðunandi til lengdar og ekki hægt að láta hana lýðast á komandi árum. Það er einnig ljóst að það þarf að breyta því hvernig fjárhagsáætlun Húnaþings Vestra er framkvæmd, það er vel mögulegt að það þurfi að færa hana upp í aðferðarfræði sem stenst staðla ríkisins um fjárlagagerð.

Önnur málefni á þessum lista eru málefni sem eru að mestu leiti á könnu sveitarfélaga. Óháð því sem stjórnmálaflokkar setja fram í sveitarstjórnarkosningum á fjögurra ára fresti. Enda er það hlutverk sveitarstjórnar að reka sveitarfélög svo sæmandi sé. Það er ekki hlutverk sveitarstjórna að taka þátt í hugdettum samfélagsins eftir því sem þær koma og fara. Það er einnig sveitarfélagana að hjálpa fyrirtækjum að koma sér fyrir í sveitarfélaginu eftir því sem þörf er á, og vera með ráðgjafaþjónustu þar um (útfærsluna má þó ræða ýtarlega síðar).

Almennt séð þá er þetta blað fráfarandi meirihluta Húnaþings Vestra afskaplega slæmt og gerir minnst fyrir þá stjórnmálaflokka sem stóðu að fráfarandi meirihluta í Húnaþingi Vestra. Þar sem þetta er ekkert nema frekar ódýrt sjónarspil af þeirra hálfu að mínu mati, sem stenst síðan ekki nánari skoðun eins og ég bendi á hérna að ofan.

AMX ræðast á Jón Gnarr og Besta flokknum með lygum

Vefurinn AMX hefur tekið þá afstöðu að vera á móti Jóni Gnarr og er núna farinn að dreifa því sem virðist vera ekkert nema lygasögur um Jón Gnarr og það sem hann hefur verið að gera undanfarin ár. Enda setja þeir fram fullyrðingar án sannana og gera ekki neitt til þess að staðfesta sitt mál að neinu leiti. Svona lygar og bekkingar virðast vera sérgrein vefjarins AMX og þeirra sem standa á bak við honum. Enda er þessi vefur notaður af sjálfstæðisflokknum til þess að ráðast á fólk nafnlaust og með fullyrðingum sem eru oft á tíðum ekkert annað en bara hreinn uppspuni frá rótum.

Mér þykir líklegast að AMX sé að gera þetta í örvæntingarfullri tilraun til þess að sverta Jón Gnarr og reyna að koma í veg fyrir að Besti flokkurinn nái hreinum meirihluta í Reykjavík. Slíkt mundi hafa afskaplega slæmar afleiðingar fyrir sjálfstæðisflokkinn, þar sem að hann mundi þá bæði tapa völdum í Reykjavík og vera valdalaus í landsmálunum (Alþingi). Slík staða yrði nefnilega alveg ný hjá sjálfstæðisflokknum og kæmi honum mjög illa.

Ég veit ekki hver skrifaði þetta drullumall á AMX vefinn um Jón Gnarr, það er hinsvegar ósmekklegt og óviðeigandi. Það hinsvegar lýsir mjög vel hvernig sjálfstæðisflokkurinn er innrættur í dag og hefur verið um lengri tíma.

Umfjöllun um sveitarstjórnarkosningar 2010

Ég ætla mér að fjalla um sveitarstjórnarkosningar í Húnaþingi Vestra eins og mér einum er lagið. Hvernig sú umfjöllun verður á bara eftir að koma í ljós með tímanum.

Ég tek það fram að fyrir lesendur mína að ég er í Samfylkingunni og hef verið það í nokkur ár. Það mun hinsvegar ekki stoppa mig í að gagnrýna Samfylkingina ef svo ber undir.

Kosningaskrifstofa Samfylkingar og óháðra klukkan 21:39

Það var ágæt stemming á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar og óháðra og þar var fólk á kosningavaktinni og farið að býða eftir fyrstu tölum og verið að horfa á kosningasjónvarp Rúv. Boðið var uppá kökur og kaffi fyrir þá sem vildu. En það var ágætur fjöldi fólks á kosningaskrifstofu Samfylkingar og óháðra.