Evran verður til eftir fimm ár

Það er merkileg skoðanakönnun hjá The Sunday Telegraph um evruna (wiki grein hérna), sem Morgunblaðið vitnar núna í og einnig Pressan. Ég reikna með að fleiri fjölmiðlar muni vitna í þessa könnun eftir því sem líður á daginn. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að blaðið The Telegraph er á móti ESB í Bretlandi og því koma reglulega svona fréttir reglulega um ESB sem teljast vera tóm della og ekki mikið annað. Þetta munu andstæðingar ESB á Íslandi reyna að nota til þess að blása upp ótta og óvissu (FUD) um ESB á Íslandi. Þeim mun þó mistakast í þessari för sinni gegn hagsmunum íslenskra heimila og fyrirtækja.

Evran verður til eftir fimm ár. Mér þykir hinsvegar líklegt að pundið verði komið í ERM II eftir fimm ár, og Bretland verði að undirbúa upptöku evru á þeim tíma. Það verður hinsvegar bara að koma í ljós hvort að ég hef rétt fyrir mér eða ekki.

Ástæða fyrir andstöðunni við ESB á Íslandi

Það eru ákveðnar ástæður fyrir því að andstaðan við ESB er svona ríkjandi í ákveðnum stjórnmálaflokkum á Íslandi núna í dag. Ég ætla mér að fara yfir nokkrar þeirra hérna í þessari bloggfærslu. Þetta verður aldrei tæmandi listi hjá mér.

Ástæðan fyrir andstöðunni hjá einum spilltasta stjórnmálaflokki á Íslandi, sjálfstæðisflokknum er mjög einföld. Sérhagsmunir og mikið af þeim. Við inngöngu í ESB þá verður hérna á landi virkt eftirlit með hlutunum, og þá mun almenningur á Íslandi ennfremur fá óháð eftirlit með stjórnvöldum á Íslandi. Þetta óháða eftirlit er auðvitað Framkvæmdastjórn ESB, sem hefur eftirlit með framkvæmd aðildarsamninga ESB ríkjanna og framkvæmd ESB ríkjanna á sáttmálum ESB. Einnig sem að Framkvæmdastjórn ESB passar uppá marga aðra hluti. Þetta virka eftirlit er eitt af því sem sjálfstæðisflokkurinn vill ekki sjá hérna á landi, enda mundi slíkt virkt og óháð eftirlit frá ESB koma í veg fyrir þá spillingu sem hefur þrifst í skjóli sjálfstæðisflokksins núna í mörg ár. Þetta eftirlit verður tekið upp þegar Ísland verður opinbert umsóknarríki hjá ESB, en allar líkur eru á því að gerist þann 17 Júní 2010. Enda sést það á því að sjálfstæðisflokkurinn er núna að undirbúa atlögu gegn aðildarumsókn Íslands hjá ESB, og eru núna farnir að kalla eftir því að aðildarumsókn Íslands verði dregin til baka nú þegar. Þetta sést mjög vel á vef Björns Bjarnarssonar (grein hérna), fyrrverandi dómsmálaráðherra og Styrmis, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Það er kaldhæðnilegt að þeir skuli kalla þennan vef Evrópuvaktin, vegna þess að það eina sem þessir tveir menn gera á þessum vef er að ljúga um ESB daginn út og inn.

Ástæða þess að LÍÚ er á móti ESB er mjög einföld. Þá verða sérhagsmunir þeirra og völd skert til muna. Gildir þó einu þó svo að allur kvóti verði óbreyttur hjá þeim. Þá munu þeir missa völdin sem þeir hafa í dag, enda yrðu allir kvótar teknir sameiginlega af Ráðherraráði ESB á grundvelli CFP og þeirra undanþágna sem Ísland mun væntanlega fá í komandi aðildarviðræðum.

Það sem gildir um LÍÚ gildir í raun um Bændasamtökin, nema að Bændasamtökin eru mun svæsnari en LÍÚ í þessari sérhagsmunagæslu. Eins og staðan er núna, þá ráða Bændasamtök Íslands því sem þau vilja ráða innan Landbúnaðarráðuneytsins. Enda er Landbúnaðarráðuneytið veikburða og getur illa staðið gegn þeim kröfum sem Bændasamtökin setja fram. Það er ennfremur ljóst að ekkert eftirlit er með þeim styrkveitingum sem Bændasamtökin fá, og engin grein er gerð fyrir því fjármagni sem fer til Bændasamtakana í formi styrkja. Við inngöngu í ESB mundi þetta breytast, og Bændasamtökin mundu þurfa gera grein fyrir hverri einustu krónu sem færi í styrki hjá þeim, og í hvað þeirra fjármagn væri notað. Ennfremur þá yrðu Bændasamtökin svipt því að getað safnað saman tölum og gögnum um bændur og birt án nokkura athugasemda, eins og staðan er í dag. Það var gert mjög vel fyrir þessari stöðu í skýrslu Framkvæmdastjórnar ESB um Ísland og aðildarumsóknina.

Vinstri Grænir eru á móti ESB vegna þess að þeir hafa alltaf verið á móti öllu mögulegu í gegnum tíðina. Enda eru þeir að fylgja eftir hefðinni þeirra stjórnmálaflokka sem komu á undan þeim hérna á Íslandi. Þá ber helst að nefna Alþýðubandalagið og aðra tengda stjórnmálaflokka, sem voru á móti öllum samskiptum og samvinnu við útlönd yfir alla lýðveldissögu Íslands. Þessi hugmyndafræði að vera á móti öllum samskiptum við útlönd er nær líklega alla leið til ársins 1918, og líklega lengur grunar mig. Þessi andstaða er þó tengd ákveðnum stjórnmálaflokkum á Íslandi frekar en öðrum.

Það er reyndar stórfurðulegt að Vinstri Grænir skuli vera á móti aðild Íslands að ESB. Þar sem aðild Íslands að ESB mundi stórbæta og styrkja náttúruvernd á Íslandi, þar sem náttúruverndarstefna ESB yrði tekin upp hérna á landi í heilu lagi. Áhrifin á umhverfisvernd á Íslandi yrðu því til góðs og mundu stórbæta umhverfisvernd á Íslandi frá því sem er núna í dag. Það má því að með því að vera á móti aðild Íslands að ESB, þá eru Vinstri Grænir í raun að taka stöðu gegn helstu baráttumáli sínu, sem er umhverfisvernd á Íslandi.

Það má telja til margar ástæður afhverju fólk, stjórnmálaflokkar og fleiri eru á móti aðild Íslands að ESB. Það er alveg ljóst að aðild Íslands er ekki gallalaus. Það er hinsvegar alveg ljóst að vera fyrir utan ESB er heldur ekki gallalaust og hefur aldrei verið, og þessa galla finna íslendingar vel fyrir í dag. Þá helst í formi þeirra vaxtagjalda og hærra vöruverðs á Íslandi núna í dag. Enda var vöruverð á Íslandi um 60% hærra á Íslandi áður en allt hrundi á Íslandi árið 2008. Vöruverð á Íslandi er núna margfalt hærra en í þeim löndum sem eru í ESB. Þetta á sérstaklega við þau lönd sem eru á evrusvæðinu og njóta lærri vaxta og verðbólgu núna í dag.

Það mun koma að því að íslendingar geta valið á milli núverandi kerfis, eða aðildar að ESB sem mun krefjast mikilli breytinga á Íslandi. Bæði stjórnsýslulega og efnahagslega.

Ómarktækir andstæðingar ESB á Íslandi

Andstæðingar ESB á Íslandi (nei sinnar) eru ómarktækir. Þar sem það eina sem þeir gera er að ljúga að fólki um ESB og stöðu mála þar. Besta dæmið kom fyrir nokkrum dögum síðan þegar þeir lugu að fólki með auglýsingu um ESB og voru ennfremur að vitna rangt í Kanslara Þýskalands.

Það er því óþarfi fyrir fólk að taka mark á nei sinnum. Ég mæli frekar með því að það skoði vefsíðu ESB í staðinn, það er hægt að gera hérna. Síðan er vefsíða Sendinefndar ESB á Íslandi hérna.

Íslendingar vilja ekki breyta neinu

Eftir sveitarstjórnarkosninganar þá er orðið ljóst að meirihluti íslendinga vill ekki breyta neinu. Það eru smá hópar af íslendingum sem vilja breytingar, og koma þeim jafnvel í gegn í sínum sveitarfélögum. Í landsmálunum vilja íslendingar hinsvegar ekki breyta neinu.

Þetta sést mjög vel á því sem fólk er óánægt með. Sérstaklega þegar það kemur að skattahækkunum. Eitthvað sem er alveg þvert á það sem sést í mörgum ríkjum Evrópu, þar sem skattalækkanir eru illa séðar þar sem slíkt gæti komið niður á þjónustu ríkisins við íbúa landsins. Þar sem ennfremur er óhæfum stjórnmálaflokkum refsað fyrir að vera óhæfir. Ef íslendingar væru hefðbundin Evrópuþjóð þá værum við fyrir löngu gengin í ESB og fyrir löngu síðan og búin að taka upp evruna sem gjaldmiðil. Ennfremur væru íslendingar búin að þurrka út sjálfstæðisflokkinn og framsóknarflokkin úr stjórnmálum á Íslandi í kjölfarið á efnahagshruinu.

Í staðin fyrir að gera eitthvað skynsamlegt, eins og að þurrka út sjálfstæðisflokkinn og framsóknarflokkinn, láta dæma fyrrverandi og núverandi leiðtoga flokksins í fangelsi fyrir landsdómi. Styrkja stjórnsýsluna og dómstóla. Þá virðast íslendingar vera upptekinir við að undirbúa næsta efnahagshrun á Íslandi, sem verður þá væntalega í kringum árið 2020 ef fram sem horfir. Þá verður væntanlega ný efnahagsbóla á Íslandi árið 2014 til 2017 eða eitthvað álíka. Gildir þá einu hvað sú efnahagsbóla mun heita, þar sem bankabólan kemur ekki aftur. Í staðinn verður það bara eitthvað annað sem mun hrynja með glæsibrag.

Það er hinsvegar alveg ljóst að á meðan íslendingar vilja ekki breyta neinu, þá mun ekkert breytast. Það er ennfremur ljóst að það þýðir ekkert fyrir íslendinga að væla yfir því að ekkert sé að breytast á Íslandi á meðan þetta er hugarfarið.

Texti uppfærður klukkan 08:48 þann 2 Júní 2010.

Meira af lygum Samtaka Ungra Bænda

Nafnlaus einstaklingur á öfga-hægrivefnum evrópuvaktin var svo vinsamlegur til þess að útvegna þennan hérna texta og fullyrðir að þarna sé vitnað í Angelu Merker Kanslara Þýskalands. Ég tek það fram að vefurinn Evrópuvaktin er á móti ESB aðild Íslands og er rekin af Birni Bjarnarsyni, Strymri Gunnarsyni og síðan kemur líklega Davíð Oddsson nálægt þessum vef á bak við tjöldin. Vefurinn Evrópuvaktin stendur í því sama og Samtök Ungra Bænda, það er að dreifa lygum og blekkingum um ESB og hugsanlega ESB aðild Íslands.

Upprunalegi textinn á þýsku samkvæmt Evrópuvaktinni.

„Wie also kann das Haus ganz fertig werden? Wie soll unser Europa in zehn oder 20 Jahren aussehen? Zunächst: Mit ein wenig Glück, vor allem aber mit Disziplin und Geschick, wird Europa sich von den Turbulenzen der aktuellen Wirtschaftskrise erholt haben. Das ist das Mindeste. Aber mehr noch: Europa wird die Probleme ehrlicher beim Namen nennen müssen, Europa wird vertragliche Konsequenzen ziehen und sich stärker wirtschafts- und finanzpolitisch verzahnen müssen, als es das heute ist. Europa wird sich stärker um die wirklichen Zukunftsprobleme kümmern müssen. Und jenseits des Ökonomischen wagen wir nach der gemeinsamen Währung vielleicht weitere Schritte, zum Beispiel den hin zu einer gemeinsamen europäischen Armee. Am Ende geht es um unsere Werte und Grundsätze: Demokratie, Wahrung der Menschenrechte,nachhaltiges wirtschaftliches Wachstum, eine stabile Währung, sozialer Frieden. Das 21. Jahrhundert kann Europas Jahrhundert werden.“

Þetta er tekið héðan. Ef einhver veit hvaðan þessi texti kemur upprunalega, þá er ábending um það vel þegin. Google leit hefur litlu skilað hjá mér, og ég kann ekki þýsku. Andstæðingar ESB á Íslandi og annarstaðar hafa þann leiða sið að geta aldrei heimilda og hvaðan þeir taka sínar tilvitnanir, slíkt kemur auðvitað í veg fyrir að hægt sé að sannreyna hvort að viðkomandi tilvitnun sé rétt eða röng.

Hérna er svo þýðing með Google. Þýðingar með Google ber að taka með fyrirvara um villur.

„How, then, the house can be completely finished? How is our Europe look like in ten or 20 years? Next: With a little luck, especially with discipline and skill, Europe will have recovered from the turbulence of the current economic crisis. This is the least. But more than that: the problems Europe is honest must call a spade, Europe will move to integrate more and contractual consequences of economic and financial policy must, as it is today. Europe will have to pay more attention to the real problems of the future. And we venture beyond the Economics for the common currency may further steps, such as the joint move to a European army. In the end it’s about our values and principles: democracy, respect for human rights, sustainable economic growth, a stable currency, social peace. The 21 Century may be Europe’s century. „

Hérna er svo þýðing Samtaka Ungra Bænda.

Smellið á myndina til að fá leshæfa stærð.

Ég vona að fólk taki eftir muninum á þessum textum. Jafnvel með lélegri Google Transleit þýðingu þá er textinn sem Evrópuvaktin vitnar í allt annar en sá sem Samtök Ungra Bænda vitna í. Reyndar er það þannig að það sem stendur í auglýsingu Samtaka Ungra Bænda virðist bara vera uppspuni frá rótum, ef miðað er við textann frá Evrópuvaktinni. Textinn í auglýsingu Samtaka Ungra Bænda er því ekkert annað en uppspuni frá rótum eins og hérna má sjá.

Í mjög stuttri lýsingu. Þá voru Samtök Ungra Bænda að ljúga í þessari auglýsingu og Evrópuvaktin kom með sönnunina fyrir því.

Lygaauglýsing Samtaka Ungra Bænda um ESB og evrópuher

Auglýsing Samtaka Ungra Bænda um ESB er ekkert annað en lygi frá upphafi til enda. Fyrir það fyrsta þá er enginn evrópuher til, og í öðru lagi þá stendur ekki til að stofna slíkan her. Það er nefnilega engin samstaða um slíkt innan ESB þessa stundina, og það hefur ekki verið samstaða um slíkt í mörg ár núna og þær aðstæður eru ólíklegar til þess að breytast á næstunni. Gildir þá einu hvað Kanslari Þýskalands segir í fjölmiðlum um málið.

Í auglýsingu Samtaka Ungra Bænda er vitnað í Angelu Merker og meinta ræðu sem hún hélt þann 13 Maí 2010. Þrátt fyrir ýtarlega leit mína á internetinu, þá tekst mér ekki að finna neina nýlega frétt um þessa ræðu Angelu Merker og evrópuhershugmyndir hennar. Ég hef fann hinsvegar nóg af eldri fréttum af hugmyndum um evrópuher og vísa ég í þær hérna fyrir neðan. Ég tala ekki þýsku og get því ekki leitað beint í þýska miðla. Hinsvegar hefði einnig verið fjallað um þessa ræðu í enskum fréttum, þar sem umfjöllun um stofnun evrópuhers er viðkovæmt pólitísk mál innan ESB. Sem nýtur lítils stuðnings núna í dag innan ESB, en til þess að stofna svona sameiginlegan her þarf samþykki allra aðildarríkja ESB og í dag þá fæst það samþykki ekki.

Þetta heimildarleysi bendir eindregið til þess að Samtök Ungra Bænda séu hérna að gefa upp ranga tilvitnun í Angelu Merker Kanslara Þýskalands. Einnig eru Samtök Ungra Bænda einnig að ljúga að lesendum með þessari auglýsingu sinni. Þar sem ekki er til neinn evrópuher núna, og ólíklegt að hann verði til á næstunni. Það er ennfremur nauðsynlegt að benda Samtökum Ungra Bænda að Ísland er í NATO og hefur verið lengi, og hefur ákveðnar skuldbingar sem snúa að hermálum á þeim grundvelli.

Það er einnig rangt sem kom fram hjá formanni Samtaka Ungra Bænda á Rúv að „Common Security and Defence Policy“ boði herskyldu. Þessi stefna snýst ekkert um herskildu (herskilda er í höndum aðildarríkja ESB og hefur alltaf verið það) og evrópuher (er ekki til) og hefur aldrei nokkurntíman gert það. Þessi stefna snýst einfaldlega um að veita friðargæslu og öryggisþjónustu á stríðssvæðum á grundvelli mannúðaraðstoðar. Þessi stefna hefur ekkert með neinn evrópuher að gera, í stuttu þá var formaður Samtaka Ungra Bænda að ljúga í fréttum Rúv núna áðan (28 Maí 2010 klukkan 18:00).

Það er ennfremur nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að þessi hræðsluáróður um evrópuher er ekki nýr hérna á landi. Þetta var óspart notað fyrir inngöngu Íslands í EES á sínum tíma.

Hérna er gott dæmi um þann hræðsluáróður.

„Íslendingar ættu að hugleiða herskyldumöguleikann verði EB-aðdáendunum að vilja sínum.“
[…]
„Íslenski utanríkisráðherrann staðhæfir að ekki sé um fullveldisafsal að ræða með samningi um EES. Hver tekur mark á þeirri yfirlýsingu?“
(Jóhannes R. Snorrason, MBL, 10.08.91 bls. 36)

Þessi tilvitnun er tekin héðan.

Þessi auglýsing Samtaka Ungra Bænda er ekkert nema lygi frá upphafi til enda, og því er augljóst að Samtök Ungra Bænda ertu að dæma sig útúr komandi ESB umræðu með þessari lygaauglýsingu sinni núna í dag.

Fréttir um hugmyndir um stofun evrópuhers. Þessar fréttir eru nokkra ára gamlar.

EU looks to the next 50 years – and an army? (2007)

The European Union Needs an Army (2007)

German foreign minister favours EU army (2008)

Evran styrkist á mörkuðum

Undanfarna daga hefur evran verið að styrkjast á mörkuðum gagnvart dollar vegna aðgerða ESB og evruríkjanna gagnvart þeim vandamálum sem hafa verið ríkjandi undanfarið á evrusvæðinu.

Þetta hefur lítið komið fram í fjölmiðlum á Íslandi hinsvegar. Þar sem það þykir ekki til siðs að tala um það þegar evran styrkist. Heldur eingöngu að tala um það þegar evran veikist á mörkuðum, sérstaklega þá gagnvart bandaríkjadollar.

Frétt um styrkingu evrunnar.

Rumors of ECB Intervention Caused the Euro to Rally Thursday

Euro Gains Most Since September as Traders Exit Bets on Decline

Shares rally into weekend, euro up on greenback

Vitleysisgangur í ÍTR

Það er alveg ótrúlegur vitleysisgangur í ÍTR að ætlast til þess að ESB fari að stjórna fundum sínum eftir því sem er að gerast á Íslandi. Þetta verður ennþá bagalegra í ljósi þess að sá maður sem setur fram þessa bókun er líklega ekki starfi sínu vaxinn, enda kemur fram alveg bullandi vanhæfni hjá þessum manni með því að leggja fram umrædda bókun hjá ÍTR.

Síðan er þessi bókun hjá ÍTR alveg afskaplega hallærisleg og hreint og beint heimskuleg ef þannig er litið á málið.

Frétt Vísir.is af þessu máli.

ÍTR mótmælir aðildarviðræðum við ESB á þjóðhátíðardeginum

Lygafrétt í Morgunblaðinu um ESB umsókn íslendinga

Það er núna í gangi afskaplega undarleg frétt á morgunblaðsvefnum um ESB umsókn íslendinga. Í þessari frétt er lagt upp með að ESB ríkin muni hafna ESB umsókn íslands vegna þess að umsóknin er óvinsæl á Íslandi um þessar mundir í kjölfarið á Icesave málinu.

Þegar gáð er á internetinu eftir annari heimild um það sem stendur í frétt Morgunblaðsins þá kemur í ljós að ekkert er að finna í erlendum miðlum um þessa frétt. Hvorki í dag, eða síðustu daga eftir því sem ég kemst næst. Af því leiðir að líklegast er fréttin í Morgunblaðinu og á morgunblaðsvefnum ekkert annað en uppspuni frá rótum, og á sér enga stoð í raunveruleikanum.

Enda er að finna frétt á EuroActiv um stöðu umsóknar Íslands hjá ESB og þar kemur þetta fram.

Support for Iceland’s EU accession bid is broad among the bloc’s member states, despite the country’s troubled economy. On 8 March, Enlargement Commissioner Štefan Füle said the possible reimbursement of €3.9bn lost by British and Dutch savers in the Icesave bank crash was a bilateral issue and should not affect the country’s EU accession prospects (EurActiv 09/03/10)

Frétt Morgunblaðsins er því í algerri andstöðu við þessa frétt EuroActiv. Enda getur Morgunblaðið ekki neinna heimilda í þessari frétt sinni. Enda kemur það ekki á óvart, þegar svona uppspuni er settur af stað hjá Morgunblaðinu og Davíð Oddssyni sem er þar innanborðs.

Frétt EuroActiv.

Spain encourages EU hopefuls Iceland, Turkey

Frétt Morgunblaðsins.

ESB efast um umsókn

Yfirbull í andstæðingum ESB á Íslandi

Andstæðingar ESB á Íslandi eru núna í miklum bullgír þessa dagana og hafa gjörsamlega yfirbullað sig í þvælunni sem kemur frá þeim varðandi ESB og evruna. Þeir sem eru hvað vitlausastir trúa því að evran og ESB séu að liðast í sundur þessa dagana.

Ekkert gæti verið fjarri raunveruleikanum. Það má vel vera að evran sé veikari núna en síðustu ár, en fólk má ekki gleyma því að veik evra styrkir útflutningin frá evrusvæðinu og eykur hagvöxt í ESB ríkjunum, og það hjálpar til við að enda kreppuna og koma hagerfunum innan Evrópu aftur almennilega af stað.

Íslendingar hinsvegar sökkva á meðan þessu stendur í Evrópu og halda að þeir hafi það gott með sína 11% verðbólgu, og 8,5% stýrivexti. Síðan má ekki gleyma himinháu matarverði hérna, og almennt háu verðlagi á Íslandi.

Fyrir þá sem vilja kynna sé gengi evrunnar gagnvart dollars þá bendi ég á vefsíðu Seðlabanka Evrópu um gengismál.