Andstæðingar ESB telja ekki rétta tímann fyrir umsókn að ESB

Það er alltaf sama sagan með andstæðinga ESB. Það er aldrei rétti tíminn til þess að sækja um aðild að ESB. Ekki mátti sækja um aðild að þegar gekk vel á Íslandi, vegna þess að það gekk svo vel (við skuldasöfnunina eins og við vitum í dag). Núna má ekki sækja um aðild að ESB vegna þess að það gengur allt svo illa. Þetta er samkvæmt grein á bloggi heimssýnar. Þessi grein er afskaplega misvísandi, vegna þess að í greininni eru alvarlegar rangfærslur um stækkunarferli ESB, ákvarðanartöku og fleira.

Ég tel umsókn nú ekki vera tímabæra og fyrir því eru eftirfarandi ástæður: Í fyrsta lagi er að nefna að Ísland er að semja úr afleitri stöðu og hefur nánast engin spil á hendi.

Þarna hefur almenningur skoðuna andstæðinga ESB í tveim línum. Samningstaðan er ekki nógu góð, ekki var þessi samningsstaða nógu góð þegar vel gekk og ekki er samningsstaðan nógu góð þegar allt er farið til helvítis hérna á landi vegna þess að Ísland stendur fyrir utan ESB.

Allt tal um tap á fullveldi Íslands er eintómt bull og á ekki við nein rök að styðjast. Enda er augljóst að ekkert af 27 aðildarríkjum ESB hefur tapað fullveldi sínu. Enda hafa öll þessi ríki þing, forseta eða kóng/drottningu sem er höfuð þeirra ríkja sem þau tilheyra.

Ef Ísland ætlar sér einhverntímann að ná efnahagslegum stöðugleika, þá mun það eingöngu fást með inngöngu í ESB og upptöku evru. Aðrir kostir eru draumórar sem hafa ekki ræst hérna á landi síðustu 100 árin og er því komin nóg reynsla af þeim nú þegar.

Íslenska þjóðin mun eingöngu tapa á því að standa fyrir utan ESB. Eins og hefur nú þegar gerst í stórum stíl hérna á landi.

Síðan mælist ég með því að nafni heimssýnar verði breytt í yfir í þröngsýn. Það er nefnilega þannig að það er ekkert heimsýnarlegt við viðhorf andstæðinga ESB. Engin framsýni og hugsun fyrir framtíðinni.

Tengist frétt: Aðildarviðræður koma til greina

Engar langtímalausnir frá Vinstri Grænum

Það er allt með það sama hjá Vinstri Grænum, mikið talað um lausnir sem eru í raun ekki neinar launsir þegar nánar er skoðað. Það er sem dæmi engin lausn að frysta verðtrygginguna í 2 til 3 mánuði, vegna þess að lánin munu hvort sem er halda áfram að hækka vegna aukinnar verðbólgu hérna á landi.

Að boða til kosninga er gott og gilt, en það er engin lausn á efnahagsvamálunum. Þó svo að slíkt mundi líklega leysa þann stjórendavanda sem ríkisstjórn Íslands þjáist af þessa dagana.

Hjá Vinstri Grænum er lítið um lausnir. Allt saman eru þetta skammtíma lausnir sem redda aðeins verstu vandamálunum í næstu 6 til 12 mánuðina. Ekkert sem raunverulegt hald er í.

Ennfremur þá setja Vinstri Grænir sig upp á móti alvöru langtímalausn sem mundi styrkja efnahag Íslands, koma með stöðugt efnahagslíf, færa almenningi á Íslandi lága vexti og á endanum færa okkur gjaldmiðil sem er tekin gildur allstaðar í heiminum. Ég er að taka um aðild að ESB og upptöku evru. Því miður eru Vinstri Grænir á móti ESB og þessum langtímalausnum fyrir almenning á Íslandi.

Ég vona að fylgistoppur Vinstri Grænna hverfi uppúr þessu, enda eru Vinstri Grænir með andstöðu sinni við ESB að ræna almenning á Íslandi stöðugleika og efnahagslegum framförum sem eru alger nauðsyn hérna á landi.

Tengist frétt: Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða

Jákvætt skref

Þessi yfirlýsing hjá Geir Haarde er jákvætt skref í rétta átt. Hinsvegar er þetta bara yfirlýsing og yfirlýsingum verða að fylgja aðgerðir svo að eitthvað sé að marka þær.

Þetta er þó, eins og ég segi. Jákvætt skref.

Tengist frétt: Aðildarviðræður koma til greina

Svíar eru í ESB

Svíar eru í ESB, en þeir fóru í sambandið eftir stóra bankakreppu þar í landi. Staða Svíja í ESB er eingöngu góð og ESB aðild hefur eingöngu gert svíjum gott.

Svíþjóð er ekki með evru, þó svo að þeir séu skildugir til þess að taka hana upp. Upptöku evru var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma og vegna þess þá uppfylla svíar ekki upptökuskilyrði evru viljandi. Þetta er umborð af yfirstjórn ESB sem stendur.

Svíar, eins og önnur aðildarríki ESB koma að ákvörðunum í ESB og stefnumörkun. Þeim og öðrum til góðs sem eru í ESB.

Tengist frétt: Göran Persson á Íslandi

Lygi Sjálfstæðismanna

Þessi hérna færsla og myndband Sjálfstæðismanna er ekkert nema lygi. Versta gerðin af lygi. Sérstaklega í ljósi þess að það hefur skýrt komið fram að engir aðrir en þeir sem hafa veitt við Ísland síðustu 30 ár fá kvóta í lögsögu Íslands. Aðrar þjóðir í ESB hafa enga veiðreynslu við Ísland síðustu 30 ár.

Sjálfstæðismenn leyfa ekki umræðu um ESB, enda ekki nema von. Þeir eru skíthræddir um að þeir gætu komist að því að þeim líkaði við það sem ESB hefur uppá að bjóða Íslendingum. Stöðugt hagkerfi, lága vexti, enga verðtrygginu og stöðuga mynt.

Ég bendi einnig á að langt flestir andstæðingar ESB (rúmlega ~98% af þeim) vilja ekki ræða málin, heldur vilja þeir bara dreifa hræðsluáróðri útum allar grundir og þykjast síðan vera sniðugir.

Ástandið í dag er afleiðing þess að Ísland er ekki í ESB. Eins og staðan er í dag þá mun það eingöngu versna ef Ísland stendur fyrir utan ESB og hefur ekki stórt bakland á bak við sig. Enda augljóst að hagkerfi sem telur aðeins 320.000 manns getur engan vegin staðið þessa kreppu af sér á 2 til 3 árum. Í besta lagi mun Íslenska hagkerfið jafna sig á 20 til 30 árum ef við erum fyrir utan ESB. Þennan tíma er hægt að stytta niður í 2 til 3 ár innan ESB og þá gætu Íslendingar tekið upp evru eftir 5 ár ef vel gengur að uppfylla skilyrðin fyrir evru upptöku.

Andstæðingar ESB vinna gegn hagsmunum almennings á Íslandi!

Tengist frétt: Fleyting gekk framar vonum

Finnar taka frumkvæði í að hjálpa Íslendingum

Finnar eiga miklar þakkir skilið fyrir að hafa sett þessa frumvinnu af stað, þó svo að Íslensk stjórnvöld séu ekki búinn að sækja formlega um aðild að ESB.

Finnar vita fullvel af eigin reynslu hvernig svona kreppa getur farið með þjóðfélagið. Ég skil þetta sem aðferð þeirra til þess að koma í veg fyrir Íslendingar þurfi að þola þær sömu hörmungar og Finnar fóru í gegnum á sínum tíma.

Ég er mjög þakklátur Finnum fyrir að hafa tekið þetta nauðsynlega skref. Íslenskum almenningi til góðs.

Tengist frétt: Biður ESB að undirbúa aðild Íslendinga

Lygin í formanni LÍÚ

Formaður LÍÚ er hérna að ljúga gífurlega og þetta veit hann fullvel. Atvinnuleysi í öllum 27 ríkjum ESB er í heildina 7% í Maí 2008, hafði þá talsvert minnkað frá því árið 2005. Atvinnuleysi einstakra ríkja er mismunandi, þau sem mest hafa atvinnuleysi er í kringum 10% og þau sem hafa minnst atvinnuleysi er í kringum 3%. Þetta er aftur miðað við Maí 2008.

lygar andstæðinga ESB hérna á Íslandi eru til skammar, enda virðist þeir vera ófærir um að koma með rök fyrir andstöðu sinni. Það er einnig orðið ljóst hver kostnaðurinn er að því að Ísland standi fyrir utan ESB. Gífurlegar efnahagssveiflur, sveiflukennd króna, verðtrygging, hátt matarverð, háir vexir og fleira og fleira.

Laun innan ESB landa eru mismunandi eftir löndum, hæst eru launin í Lúxemborg, en þar eru launin margfalt hærri en almenn laun hérna á landi. Lægst eru launin í þeim löndum sem nýlega eru gengin í ESB, ástandið þar hefur þó farið batnandi síðan þessi löng fóru í ESB árið 2004.

Eins og staðan er í dag, þá hafa Íslendingar afskaplega litlu að tapa á því að ganga til samninga við ESB um inngöngu. Þess má einnig geta að EES er ekkert nema auka aðild að ESB, nema að EES bíður ekki upp á nein áhrif innan ESB. Eitthvað sem Íslendinga sárlega vantar og hefur vantað í mörg ár.

Með inngöngu Íslands í ESB þá mun einnig verða Íslenskur ráðherra í ráðherraráðinu. Þannig að Ísland verður ekki áhrifalaust þar frekar en annarstaðar í ESB.

Tengist frétt: ESB-aðild ávísun á atvinnuleysi og launalækkun

ESB hugsar um hagsmuni neytandans

Áður en fólk fer að fordæma ESB í nafni þjóðernishyggju og annars slíks rusls þá ætti þetta sama fólk að hafa í huga að samkeppniseftirlit er mjög virkt innan ESB. Evrópusambandið hefur reglulega sektað fyrirtæki um milljaðra evra ef upp hefur komist um samráð á markaði hjá þessum fyrirtækum. Núna nýjast er ESB byrjað að rannsaka lyfjafyrirtæki vegna gruns um að þau séu að halda verði á lyfjamarkaði óeðlilega háu með því að koma í veg fyrir að ódýrari samheitalyf komist á markað í Evrópu.

Ólíkt því sem andstæðingar ESB halda fram, þá munu Íslendingar ekki tapa sjálfsákvörðunarréttinum. Aftur á móti munu ráðamenn á Íslandi þurfa að sæta gagnrýni á gjörðir sínar frá ESB og þeim löndum sem eru í því. Að sama skapi gætu fulltrúar Íslands gagnrýnt önnur lönd í gegnum ESB.

Stefnur innan ESB eru ekki samþykktar nema að allar þjóðir skrifi undir þær. Þetta á við hvort sem er um að ræða fiskveiðistefnuna, landbúnaðarstefnuna, menntastefnu ESB og fleira og fleira. Þetta eru nefnilega atriði sem vera að gagnast öllum jafnt.

Í ESB þá hefur ekkert eitt land hreinan meirihluta á evrópuþinginu, sem almenningur í ESB löndum fær að kjósa um í beinni kosningu. Í önnur embætti skipa ríkisstjórnir þeirra landa sem eru aðilar að ESB. Í ráðherraráðinu eru síðan ráðherrar ESB mála hjá viðkomandi löndum.

Ef Íslendingar fara í ESB þá munum við verða langt frá því að vera áhrifalaus þar innanborðs.

Með aðild að EES þá varð Ísland auka-aðili að ESB en án áhrifa og án aðgangs að stofnunum ESB. Þó erum við í gegnum EES skildug til þess að taka upp lög og reglur ESB án þess að hafa nokkuð um þær að segja. Það er betra að taka fullan þátt í ESB heldur en að vera í þeirri stöðu sem Íslendingar eru í dag.

Tengist frétt: Sótt verði um aðild að ESB

Andstæðingar Evrópusambandsins eru Bandaríkjasinnar

Ég hef tekið eftir því að andstæðingar ESB eru oftar en ekki fólkið sem vill að Ísland gangi inní ríkjasamband Bandaríkjanna, eða taki upp dollar. Sem er gjaldmiðill Bandaríkjanna. Það er misjafnt hversu fólk vill ganga í þessu, en þó á það allt saman sameiginlegt að vera andstætt Evrópusambandinu en vill hinsvegar frekar tengja Ísland við annað ríkjasamband, nefnilega Bandaríkin. Þeir sem ekki vita, þá eru Bandaríkin ríkjasamband, svipað og Evrópusambandið. Þó er munurinn sá að Bandaríkin hafa aðeins einn forseta og eitt þing. Í Evrópusambandinu þá eru öll ríkin sjálfstæð og geta tekið ákvarðanir sjálfar, en geta einnig á sama tíma komið með skoðanir á ákvarðanir á grundvelli ESB, sem hefur áhrif á öll ríkin.

Mér þykir það afskaplega mikil hræsni hjá fólki sem er á móti ESB skuli halda svona mikið uppá BNA og vill jafnvel ganga svo langt að ganga inní BNA, eða taka upp dollar sem gjaldmiðil hérna á landi.

Hérna er dæmi um hræsnara á blog.is, sem lokaði á athugasemdir og afsakaði það með tímaleysi.

Ef taka ætti upp annan gjaldmiðil væri nær að kanna með bandaríska dollarann, það hefur nánast ekkert verið gert til þess að rannsaka þann möguleika. Það hefur varla mátt kalla eftir skoðun á neinu öðru en evru og Evrópusambandsaðild án þess að Evrópusambandssinnar hafi kvartað sáran yfir því. Og svo þykjast þeir vilja umræðu um þessi mál. Bandaríkjamenn eru ólíklegir til þess að heimta að Ísland afsali sér sjálfstæði sínu og gangi í Bandaríkin til þess að taka upp gjaldmiðilinn þeirra. Það er bara Evrópusambandið sem er í slíkri gamaldags útþenslustefnu.

Feitletrun er mín. Þessi skoðun er glórulaus, ef ekki hreinlega heimskuleg. Ég fer nánar í það í annari grein afhverju einhliða upptaka dollars er ekkert nema heimskupör og lausn sem mun ekki skila neinu. Þarna aftur á móti kristallast annað, gífurleg aðdáun á Bandaríkjunum og allt sem Bandarískt er. Sérstaklega gjaldmiðlinum. Þessi aðdáun er ekkert nema innihaldslaus og blind.

Þessi aðdáun á Bandaríkjunum er gífurlega sterk í andstæðingum Evrópusambandsins. Hvaðan þetta kemur veit ég ekki, en aftur á móti veit ég að þessi glamúr mynd sem þetta fólk hefur af Bandaríkjunum er alröng og á ekki við rök að styðjast.

Menningarlega og hagfræðilega þá eiga Íslendingar svo miklu meira sameiginlegt með Evrópu heldur en Bandaríkjunum nokkurntímann.

Innganga Íslands í Bandaríkin væri draumur þeirra ný-frjálshyggjumanna sem hafa síðustu árin verið að breyta Íslensku þjóðfélagi hægt og rólega í litla útgáfu af Bandaríkjunum, sérstaklega með því að standa í einkavæðingum hér og þar. Eins og t.d í heilsugæslu, bankastarfsemi, fjarskiptastarfsemi og fleiru.

Bandaríkin eru ekkert nema önnur gerð af ríkjasambandi, eins og ég hef nefnt áður. Mín skoðun er sú að Íslendingar eigi tengjast Evrópusambandinu (sem er önnur gerð af ríkjasambandi, ESB er pólitískt og efnahagslegt ríkjasamband með aðildarríkjum) miklu sterkari böndum heldur en gert hefur verið í dag. Íslendingar munu eingöngu græða á því að ganga inní ESB og taka upp evru. Hræðsluáróður andstæðinga ESB og evrunar er ekkert nema innantómt rugl þegar nánar er skoðað.

Svo virðist sem að andstæðingar ESB vilji ekki halda Íslandi fyrir utan ríkjasambönd. Þeir virðast bara líta sem svo á að ESB sé rangt ríkjasamband, en Bandaríkin rétta ríkjasambandið og valdið í Washington, D.C.

Íslendingar eiga ekki að láta bullið um bandaríkjadollar rugla sig í ríminu. ESB og upptaka evru eru skynsamasta leiðin fyrir Íslendinga í dag. Í raun hefðu Íslendingar átt að ganga í ESB árið 1995, með Svíþjóð og Finnlandi. Aftur á móti er seint betra en aldrei.

Tengist frétt: Höft eða Evrópusambandið

Haftaskrímslið vaknað

Núna er haftaskrímslið komið af stað á Íslandi. Öllum gjaldeyri vandlega stjórnað og ekki einu sinni hægt að fá gjaldeyri til þess að flytjast erlendis.

Ekki veit ég hvernig fer fyrir öryrkjum og ellilífseyrisþegum sem núna búa erlendis þessa dagana. Ástandið getur ekki verið gott hjá þeim.

Stjórnvöldum ber nú þegar að hætta þessari haftastefnu, enda virkar ekki svona kerfi í nútímaviðskiptum.

Þess í stað á nú þegar að lýsa því yfir að Íslendingar muni sækja um aðild að ESB og stefni að upptöku evru þegar skilyrðin til þess eru uppfyllt. Slíkt mundi skapa örlítið traust á Íslenskt efnahagslíf. Það versta sem hægt er að gera núna er að gera ekki neitt. Eins og ríkisstjórnin gerir þessa dagana.

Tengist frétt: Fékk ekki gjaldeyri til flutninga