Munu andstæðingar ESB biðjast afsökunar á rangfærslum sínum ?

Ég hef átt margan orðastaðinn við andstæðinga ESB (hérna er wiki grein) á Íslandi. Ég hef margoft leiðrétt þeirra málflutning, með vísan í grjótharðann sannleikann og staðreyndirnar eins og þær koma fram í heiminum. Þrátt fyrir allt þetta, þá láta andstæðingar ESB sér ekki segjast, heldur endurtaka þeir sömu vitleysuna og sömu rangfærslurnar aftur og aftur. Þetta gera þeir í skjóli þess að upp um þá komist ekki.

Núna er hinsvegar komið að skuldadögum hjá andstæðingum ESB. Það liggur nefnilega fyrir að Lisbon sáttmálinn verður samþykktur innan skamms. Það mun gerast þegar forseti Tékklands staðfestir Lisbon sáttmálann með undirskrift sinni.

Þá mun eitt gerast sem andstæðingar ESB óttast gífurlega. Dómsdagspádómar þeirra um ESB munu ekki rætast, þetta á einnig við um aðrar fullyrðingar hjá þeim um ESB, stofnanir og stefnur. Síðustu mánuði hafa andstæðingar ESB verið mjög háværir í sínum spádómum um ESB og hvað það þýðir fyrir Ísland og Íslendinga. Þeir hafa þó aldrei komið með rök fyrir sínum málflutningi, eða staðreyndir til þess að styðja við sinn málflutning.

Ég velti þó einu fyrir mér í kjölfarið á yfirvofandi hruni dómsdagspádóma andstæðinga ESB, og allra spádóma þeirra. Munu andstæðingar ESB biðjast afsökunar á rangfærslum sínum og lygum ? Ég vona auðvitað að þeir viðurkenni rangfærslurnar hjá sér og lygarnar, hinsvegar segir raunsæið í mér að þeir muni ekki gera neitt slíkt. Andstæðingar ESB munu bara láta eins og ekkert sé og halda áfram að endurtaka sömu dómsdagspádóma og lygarnar eins og á áður. Orð munu breytast hjá andstæðingum ESB, en boðskapurinn mun vera sá sami hjá þeim.

Af þessum sökum þá er mikilvægt fyrir fólk að fylgjast vel með því sem andstæðingar ESB fullyrða og athuga hvort að fullyrðingar þeirra sé réttar. Eða einfaldlega bara blekking, útúrsnúningur, lygar eða uppspuni.

8 Replies to “Munu andstæðingar ESB biðjast afsökunar á rangfærslum sínum ?”

  1. Jahá. Ég er harður andstæðingur ESB aðild Ílendinga, byggt á reynslu minni sem íbúi tveggja mismunandi ESB landa samtals 4 ár ævi minnar.

    Til dæmis er ESB mun minna lýðræðislegt apparat en flestir vilja halda. Fólki finnst það ekki hafa tök á því að hafa áhrif, Evrópusambandinu hefur ekki tekist að halda athygli kjósenda og höfða til þeirra og halda þeim mótíveruðum til að taka þátt í lýðræðinu. Það er nefnilega ekki nóg að bjóða upp á kosningar, það verður að virkja kjósendur til að lýðræði sé virkt.

    Af þessu leiðir til dæmis að flokkar eins og BNP hafa náð þingmönnum inn á Evrópuþing. Ekki af því að þeir hafi svo mikið fylgi hér í UK, heldur af því að meðlimir þeirra eru meðal fárra sem mæta á kjörstað. Þetta verður því einskonar misbeiting á stórum gloppum í framkvæmd lýðræðisins. Þetta virðist líka vera trend sem versnar smám saman og lítið gert til að bæta úr.

    Ég er algerlega á því að Íslendingar eigi ekki að treysta evrópskum stórveldum fyrir að taka mikilvægar ákvarðanir um framtíð landsins, eins og hættan verður á ef við göngum í sambandið. EES er þess vegna alveg frábær kostur, við þurfum mjög litlu eða engu að fórna til þess að vera í EES en höfum aðgengi að Evrópu.

    Ég var fylgjandi aðild þartil fyrir ári síðan þegar ég sá viðbrögð Evrópusambandsins við bankahruninu á Íslandi. Það stungu allir höfðinu í sandinn, þrátt fyrir að það hafi verið algerlega á forsendum Evrópusambandsins að annað eins gæti gerst.

    Þess vegna held ég að við getum rökrætt endalaust einhverjar staðreyndir um þetta eða hitt, en á ögurstund held ég að ESB eigi eftir að halda áfram að bregðast okkur.

    Ég gæti talið upp fleiri hluti, en ég læt hér staðar numið í bili. Og það er nær sama hvað þú segir, mér finnst oft gaman að lesa það sem þú setur fram hér það fær mér ekki snúið. Við eigum ekki heima í ESB.

  2. Þú ert vissulega harður við ESB andstæðinga, því það finnst einn og einn sem færir ágæt rök fyrir máli sínu.

    En umsögn Ernu get ég engan veginn skrifað upp á.

    Í fyrsta lagi var hrun Íslands ekki á „forsendum ESB“. Það er fráleitt að halda því fram. Íslenskir kaupsýslumenn og stjórnvöld æddu einfaldlega áfram í blindni án þess að kynna sér nokkurn skapaðan hlut. ESB þvingaði ekki draumum um alþjóðlega fjármálamiðstöð og stórveldi á kapitalískan mælikvarða upp á þjóðina.
    Nei, Íslendingar vildu allt fyrir ekkert með EES – svo þegar allt hrundi, þá heimtuðu þeir að ESB kæmi skilyrðilaust til hjálpar, þó Ísland sé alls ekki í þeim samtökum.

    Í öðru lagi er ágætlega vitað af hverju BNP náði inn mönnum á Evrópuþingið. Það var ekki ESB að kenna heldur spillingu meðal breskra þingmanna og kjósendum sem ákváðu að hefna sín. Þetta hefur verið ágætlega útskýrt margoft og þau rök halda. Að kenna ESB um að BNP hafi náð inn þingmönnum er langsótt skýring – enda rökstyður Erna hana mjög takmarkað.
    Svo má reyndar deila um hvort BNP hafi mikið eða lítið fylgi í Bretlandi. Ekki virðist aðkoma Griffin að „Question Time“ hafa dregið úr fylginu.

    Ég er hins vegar sammála Ernu með það að ESB hefur ekki gefið nægan gaum að því að virkja kjósendur og efla samkennd meðal fjölbreyttra þjóða. Tekið skal fram að þá samkennd tel ég eiga vera meðal ESB þjóða, aðkoma EES þjóðanna er – og á að vera – önnur.

    Annars vekur athygli mína að margir ætla hafna ESB samningi (burtséð frá innihaldi) til að hefna sín á hinum og þessum. Sumir ætla hefna sín á ESB fyrir að hjálpa ekki Íslendingum; aðrir ætla að hefna sín á Samfylkingunni.

    Ég vara auðvitað við slíkum þankagangi, enda er hann glórulaus. Hagsmunir til framtíðar er það eina sem menn eiga að taka afstöðu út frá (að mínu mati).

    Ekki það að ESB aðild Íslendinga skipti mig nokkru máli, í sjálfu sér.

    Hvað sem kemur upp úr kjörkössum á þeim tíma er kosið verður, mun framtíðin verða einmitt sú sem Íslendingar eiga skilið.

  3. Baldur, ég er harður við andstæðinga ESB útaf nauðsyn. Þessi nauðsyn byggir á þeirri staðreynd að andstæðingar ESB á Íslandi hafa fengið að halda fram hvaða vitleysu sem er undir sólinni varðandi ESB.

    Erna, BNP er hægri öfgaflokkur í Bretlandi. Sem slíkur þá nýtur hann lítils fylgis í Bretlandi.

    Þú varst fylgjandi aðild að ESB, alveg þangað til að ESB sagði við stjórnvöld á Íslandi að taka sig til í andlitinu og fara að vinna vinnuna sína. Þá varðstu á móti þeim. Ég vara við slíkum hugsunarhætti, vegna þess að hann er litaður af hatri og hefnigirni þeirra sem hugsa svoleiðis. Slíkt mun aldrei nokkurntíman leiða til annara niðurstöðu en hörmunga fyrir viðkomandi þjóð. Þar sem þá kýs fólk á móti hagsmunum sínum í nafni stols, hvort sem það er þjóðarstolt eða eitthvað annað tilgerðarlegt þjóðarstolt.

    Það er alveg augljóst að stolt, sama hvaða nafni það nefnist færir þér ekki peninga inná bankareikninginn eða mat á diskinn hjá þér. Það gæti hinsvegar fært þér atvinnuleysi og fátækt, kannski ekki mikinn sult.

    Frekjan og yfirgangurinn í íslendingum hefur nú þegar kostað það að kreppan er farinn að dragast á langinn á Íslandi, enda virðist kreppan vera búin í Bandaríkjunum, og það stefnir í að kreppan klárist í Evrópu á næstu mánuðum. Það veit enginn hvenar kreppan klárast á Íslandi. Þetta eftirá heilkenni íslendinga er þeim einum að kenna, og stoltinu þeirra. Niðurstaðan er auðvitað hörmung.

    Ég læt þetta duga í bili. Skrifa meira um þetta á morgun í sérstakri blogg færslu.

  4. Ég ætla einnig að benda þér á Erna að þú sem útlendingur og frá þjóð sem er ekki aðili að ESB getur ekki tekið þátt í lýðræðislegum atburðum hjá ESB. Það er Evrópuþingskosningin. Annað er auðvitað ekki kosið hjá ESB, enda er ESB ekki ríki. Heldur alþjóðsamband, þó svo að samvinnan sé nánari en gengur meðal alþjóðasambanda.

    Fullyrðing þín um skort á lýðræði innan ESB er því glórulaus. Þess má einnig geta að með Lisbon sáttmálanum, þá mun lýðræðið verða styrkt innan ESB ríkjanna með aukinni þáttöku almennings. Þannig að ríkisstjórnir aðildarríkjanna vissu alveg af áhugaleysi almennings á þáttöku í starfi ESB og aðildarríkjanna.

  5. OK, svo við bara höfum þetta á hreinu:

    Ég orðaði það ekki nógu skýrt að ofan. Það var ekki útaf hruninu sem ég skipti um skoðun, það var hrunið sem fékk mig til að skoða málin aftur og sjá fyrir mér hvernig raunveruleikin liti út fyrir Ísland innan ESB.

    Ég er ekki full hatri og hefnigirni gagnvart Bretum, Hollendingum eða neinni ESB þjóð. Ég bý í Bretlandi eftir all saman. Ég skil viðbrögð Breta að mörgu leiti. Þeir voru að kljást við stór vandamál þegar Ísand sökk og þeir ákváðu að það mætti bara sökkva, þeir voru á milljón að finna leiðir til að bjarga eigin bönkum.

    Mér finnst heldur ekki endilega að ESB hefði átt að koma okkur til „hjálpar“. En þetta ástand skapaðist vegna viðskipta sem voru algerlega á forsendum lagaramma EES, og í stað þess að taka ábyrgð á því að regluverkið væri í raun gallað (því það er það, annars hefðu íslensku bankarnir ekki komist upp með þetta svínarí), stungu allir hausnum í sandinn, enginn vildi taka þátt í að miðla málum í milliríkjadeilu því enginn vildi skíta út á sér hendurnar.

    Og, hér í Bretlandi og annars staðar er mikil umræða um lýðræðsileysi innan ESB, þunglamahátt stofnunarinnar og svo framvegis. Bara hvernig það var kosið aftur og aftur og aftur um Lisbon sáttmálann sýnir hvað þetta er mikið rugl. Í hvaða lýðræði er kosið um hlutina aftur og aftur þartil þú færð ásættanlega lausn?

    Og ég er ekki sammála þér með BNP og ástæður þess hvers vegna þeir komust inn á Evrópuþingið. Hér í Bretlandi er almennt talið að það sé vegna galla í framkvæmd kosninga til Evrópuþingsins. Og Question Time þátturinn sýnir einmitt hvað þetta er gallað. Þessi maður er hataður í Bretlandi og kemst samt á þing vegna þess að Evrópusambandið nær ekki að fá næga kosningaþáttöku, þess vegna er auðvelt fyrir mótíveraða smáhópa að komast inn á þing!!

    Það er almennt talað um það sem vandamál hér hvað Evrópusambandinu gengur illa að prómótera sjálfu sér sem lýðræðisapparati.

    Svo má velta fyrir sér hlutum eins og yfirlýsingar danskra ráðherra um að þeir séu í of miklum minnihluta á Evrópuþinginu og að þeir hafi alrei náð að hafa áhrif á Evrópulögjöf vegna smæðar sinnar.

    Ég veit alveg að það gæti haft ýmis góð áhrif til skammst tíma að ganga í Evrópusambandið. En ég held bara samt að til langs tíma sé það okkur ekki endilega til góðs. Ég er til dæmis heldur ekkert sannfærð um að við höldum auðlindunum sem við svo sannarlega þurfum á að halda fyrir komandi kynslóðir. Það er ekkert hægt að alhæfa um það að við munum ekki geta misst þær í hendur ESB, það getur vel gerst þó það sé ólíklegt í dag. Ég vil einfaldlega varfærni varðandi utanríksstefnu Íslands, sem þýðir að ég mun kjósa Nei við aðild.

    Svör ykkar koma mér ekki á aðra skoðun. Þau hljóma meira eins og þið séuð að tala við sjálfa ykkur og sannfæra ykkur sjálfa af hverju þið ættuð ekki að hlusta á mótrök gegn aðild!

  6. Erna, það veit enginn hvernig raunveruleikinn mun verða fyrir Ísland innan ESB. Vegna þess að Ísland er ekki í ESB. Svona rökvilla er ekki grundvöllur fyrir því að skipta um skoðun, sérstaklega þegar þessi skoðun er byggð á ímyndun, sem telst nú seint til raunveruleikgra hluta.

    Það var ennfremur ekki kosið aftur og aftur um Lisbon sáttmálann á Írlandi. Það var kosið tvisvar um sáttmálann á Írlandi, og þeir samþykktu hann eftir breytingar í seinna skiptið. Ég veit ekki hvaða bresk slúðursblöð, en ég mæli með því að þú sleppir því að lesa þau bresku blöð sem eru á móti ESB þar í landi.

    BNP er hægri öfgaflokkur, sem jafnvel bannar fólki af öðrum þjóðernum að vera meðlimir í flokknum. Þetta eru ekkert nema fasistar, og útskýringar þínar halda nákvæmlega engu vatni.

    Bretland er sú þjóð sem er hvað mest á móti ESB. Enda dælt í Bresku pressuna rangfærslum um ESB í þarlenda fjölmiðla, af þarlendum fjölmiðlamönnum. Þegar það kemur að ESB og fullyrðingum Bresku pressunar, þá tek ég því svona mátulega og ekki fyrr en eftir góða rannsóknarvinnu.

    Um aðrar fullyrðingar hjá þér, hef ég bara eitt að segja. Það er löngu búið að svara þeim og ég ætla ekki að endurtaka það svar. Þú getur skoðað bloggið hjá mér og fundið þessi svör. Það er ennfremur ljóst að þú að þú hefur rangt fyrir þér, enda getur ESB ekki tekið auðlyndir að þjóðum. Ekkert frekar en Sameinuðu Þjóðinar.

    Lagarammi EES byggir á lögum ESB, enda er EES ekkert nema ein stoð ESB. Íslendingar eru nú þegar komnir 80% í ESB.

    Svona bjánaskapur eins þú ert með hérna hjálpar ekki upplýstri umræðu. Sérstaklega ef það sem frá þér kemur er ekkert nema bölvuð vitleysa og þvæla varðandi ESB.

    Menntaðu sjálfan þig um ESB. Notaðu google og skoðaðu raunveruleikann. Gerðu það frekar en trúa vitleysunni í Bresku slúðurspressunni sem er almennt á móti ESB.

  7. „en ég mæli með því að þú sleppir því að lesa þau bresku blöð sem eru á móti ESB þar í landi“

    Hahaha.. eg hlae mig alla leidina i baelid nuna. svona bjanaskapur er natturulega bara fyndinn…

Lokað er fyrir athugasemdir.