Lokað á athugasemdir

Ég hef ákveðið að fylgja í fótspor Popular Science og lokað á allar athugasemdir á þessu bloggi. Ástæðan hjá mér er ekki mikið af tröllum eins og Popular Science var í vandræðum með. Heldur vegna þess að svo til allar athugasemdir sem ég fæ inn koma frá spam rótbótum sem hafa verið að plaga athugasemdakerfið hjá mér undanfarið og það ástand fer ekkert batnandi þrátt fyrir að ég hafi sett upp auknar varnir gegn rusl-athugasemdum.

Á meðan almenna reglan verður að lokað verður á athugasemdir hjá mér, þá mun ég opna fyrir þær ef svo ber undir og mér finnst þurfa umræðu um viðkomandi málefni eða atburð. Þetta blogg fær yfirleitt ekki neinar athugasemdir, þannig að ég veit ekki hversu virkt það mun verða í framtíðinni.

Nánar um lokun Popular Science um lokun þeirra á athugasemdum

Why We’re Shutting Off Our Comments (popsci.com)
Popular Science blames ‘trolls’ for comments shut-off (BBC News)
Popular Science ends reader comments, says practice is bad for science (Yahoo! News)

Nafnlausir proxy-ar bannaðir af þessari bloggsíðu

Vegna endurtekinna vandamála með internet tröll. Þá hef ég tekið þá ákvörðun um að banna héðan nafnlausa proxy þjóna. Það innifelur í sér vefþjónustur eins og tor og aðrar slíkar verða bannaðar héðan. Nafnlausar þjónustur eru frábærar. Hinsvegar er það alltaf sorglegt þegar fólk notar þær til þess að trölla blogg og vefsíður. Ég mun setja upp sjálfvirka lausn gegn svona proxy þjónum upp fljótlega. Þangað til þá verður athugasemdum sem koma í gegnum nafnlausar vefsíður ekki birtar.

Ég er allur fyrir nafnleysi og styð þann rétt fólks. Því miður þá eru hinsvegar til einstaklingar sem misnota nafnleysið til þess að ná sér niðri á þeim sem skrifa gagnrýnar greinar um málefni dagsins, stjórnvöld, stjórnmálaflokka og annað slíkt. Enda er hérna um að ræða tilraun til þess að þagga niður í þessari gagnrýni með því að eyðileggja bloggið sem raunverulegan umræðuvettvang. Ég mun ekki líða slíka framkomu og mun því stoppa þetta eins og mér er frekar unnt að gera.

Þegar hætt verður að reyna eyðileggja þessa bloggsíðu með trölla athugasemdum þá mun ég fjarlægja þessar takmarkanir sem ég hef sett hérna upp.

Röng tölvupóstföng bönnuð af þessu bloggi

Ég hef ákveðið vegna yfirgangs internet trölla frá kryppan.com og fleiri aðila þá mun þurfa framvegis þurfa að staðfesta athugasemdir með tölvupósti áður en þær birtast hérna á blogginu.

Ég hef nú þegar eytt út athugasemdum eftir mann sem kallaði sig „Guðmund“ en gaf upp falskt tölvupósfang á yahoo.com (líklega frá kryppan.com). Fleiri athugasemdir frá þessum sama aðila verður eytt núna seinna í kvöld ef þær eru til staðar. Síðan var ein athugasemd eftir mann sem kallaði sig „Bjorn“ fjarlægð vegna þess að viðkomandi notaði falskt tölvupóstfang

Framvegis munu þeir sem setja hingað inn athugasemdir verða gert að staðfesta athugasemd sína með því að smella á slóð sem kemur til þeirra í tölvupósti á netfangið þeirra.

Ég hef enga ánægju að gera þetta. Því miður verð ég að verja þetta blogg fyrir einstaklingum sem eru ekki heilir á geði og sýna það í verki hérna á internetinu að þeir séu ekki heilir á geði.

Texti bloggfærslunnar uppfærður klukkan 21:45 UTC þann 13. Apríl 2011.

Andlegur vanþroski andstæðinga ESB á Íslandi

Málflutningur andstæðinga ESB á Íslandi er til skammar! Enda gerir þetta fólk ekki annað en að uppnefna og gera lítið úr stuðningsmönnum aðildar Íslands að ESB. Ég ætla ekkert að hafa þetta langt, enda talar eftirfarin mynd alveg fyrir sjálfan sig. Það er hinsvegar alveg augljóst að svona málflutningur andstæðinga ESB á ekki að líðast í umræðunni og ætti í raun ekki að vera þeim til framdráttar að neinu leiti.


Svar Jón Baldur Lorange, starfsmanns Bændasamtaka Íslands og stjórnarmeðlims í Heimssýn.

Hérna fyrir ofan má sjá svar Jóns Baldurs Lorange við athugasemd sem ég setti inn við bloggfærslu hjá honum. Þetta svar hans gengur ekki út á annað en andlegan vanþroska og uppnefningu á mér. Síðan vill þessi maður að fólk taki sig alvarlega. Miðað við þessi svör hans og uppnefningar þá á ekki nokkur maður að taka þennan mann, eða aðra andstæðinga ESB sem haga sér svona alvarlega. Enda sýnir þetta svar fram á alvarlegan skort á getu til þess að tekið þátt í alvöru umræðum á internetinu og í þjóðfélaginu almennt.

Þeir sem hafa áhuga á því að sjá þetta í samhengi geta gert það hérna.

Blogg Sæmundar Bjarnasonar horfið af blog.is

Það er margt undarlegt sem gerist á Morgunblaðsblogginu. Núna er blogg Sæmundar Bjarnarsonar horfið og það virðist vera án ástæðu.

Síðasta bloggfærsla heitir „863 – Höfundarréttur og fleira“ og var skrifuð fyrir 8 klukkustundum síðan. Síðan þá finnst bloggsvæðið ekki. Í gær gerðist það að blog.is datt út vegna þess að þjónar blog.is endurræstust af einhverjum ástæðum (samkvæmt villuskilaboðum sem komu upp, þá er það líklegasta ástæðan). Hvort að þarna hafi orðið hrun í gagnagrunni blog.is veit ég ekki. Hinsvegar finnst mér undarlegt að blogg Sæmundar sé horfið, þar sem hann hafði ekki tilkynnt um að hann ætlaði sér að fara annað með sitt blogg.

Það er þó ekki lokum skotið að maður velti því fyrir sér hvort að Sæmundur Bjarnarson sé nýjsta fórnarlamb ritskoðunaráráttu Morgunblaðsmanna sem hefur skotið upp kollinum hjá þeim í kjölfarið á Davíðsvæðingunni þar á bæ.

Af ritskoðurum bloggsins

Á blogginu er margt fólk, jafn fjölbreytt og það er margt. Því miður eru í þessum hópi manneskjur sem geta ekki rökrætt og grípa því til þess ráðs að þagga niður í þeim sem gagnrýna skoðanir þeirra. Það er mín skoðun að ef fólk þolir gagnrýni á sínar skoðanir, þá á það einfaldlega að halda sínum skoðunum fyrir sjálfan sig.

Ég hef verið að skrásetja það fólk á blogginu sem þolir ekki gangrýni á sínar skoðanir og stundar grímulausa ritskoðun á alla gagnrýni á sínar skoðanir. Sumir kalla þetta ritstýringu, til þess eins að fegra ritskoðunina hjá sér.

Nýjasti ritskoðarinn sem ég hef lent í er bloggarinn Hrannar Baldursson, en þessi maður getur ekki rökrætt málin frekar en aðrir sem þurfa að grípa til þöggunar á réttmætri gagnrýni þegar viðkomandi er að blása út skoðanir sínar á öllu internetinu. Þar sem allir geta lesið þær og ættu að getað gagnrýnt þær beint við höfundinn.

Ég ætlaði að gagnrýna þessa hérna færslu hjá honum. Því miður fékk ég bara þessi skilaboð.

Eftirfarandi villur komu upp:

* Þér er ekki heimilt að skrá athugasemdir

Þetta bann kemur til vegna þess að fyrir nokkrum mánuðum var ég að rökræða við Hrannar, gangrýni mín fór í tauganar á honum, og þar sem ég hafði ekki rétt fyrir mér og gaf mig ekki. Þá ákvað hann að banna að ég gæti sett inn athugasemdir á bloggið hans.

Hérna er mín gagnrýni, svo að hún tapist ekki og ef Hrannar skildi nú óvart lesa þessa bloggfærslu hjá mér.

Það er lítið hægt að gera þegar annar flokkurinn í stjórnarsamstarfinu stoppaði allt saman (Samstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins). Annars vissi ég ekki að þú værir kominn með greinar úr framtíðinni, það er víst bara ennþá Mars hjá okkur hinum.

Ég tek það fram að ég sé ekkert að því að stoppa einstaka tröll eða skemmdarverk í athugasemdakerfum bloggsins. Ég skil slíkt ósköp vel, en að banna fólk fyrir það eitt að vera ósammála manni er botninn að mínu mati. Þeir bloggarar sem stunda þetta eru að mínu mati botnin á bloggsamfélaginu, sem slíkir þá njóta þeir ekki neinnar miskunar hjá mér. Svona hugsunarháttur er jafnvel hættulegur lýðræðinu, þar sem það er verið þagga niður í réttmætri gagnrýni á opinbera umræðu á internetinu.

Mitt ráð til þessa fólks sem ritskoðar athugasemdir á sínum bloggum, eða jafnvel bannar allar athugasemdir.

Ef þú vilt ekki gagnrýni á þínar skoðanir, haltu þeim þá fyrir sjálfan þig.