Andlegur vanþroski andstæðinga ESB á Íslandi

Málflutningur andstæðinga ESB á Íslandi er til skammar! Enda gerir þetta fólk ekki annað en að uppnefna og gera lítið úr stuðningsmönnum aðildar Íslands að ESB. Ég ætla ekkert að hafa þetta langt, enda talar eftirfarin mynd alveg fyrir sjálfan sig. Það er hinsvegar alveg augljóst að svona málflutningur andstæðinga ESB á ekki að líðast í umræðunni og ætti í raun ekki að vera þeim til framdráttar að neinu leiti.


Svar Jón Baldur Lorange, starfsmanns Bændasamtaka Íslands og stjórnarmeðlims í Heimssýn.

Hérna fyrir ofan má sjá svar Jóns Baldurs Lorange við athugasemd sem ég setti inn við bloggfærslu hjá honum. Þetta svar hans gengur ekki út á annað en andlegan vanþroska og uppnefningu á mér. Síðan vill þessi maður að fólk taki sig alvarlega. Miðað við þessi svör hans og uppnefningar þá á ekki nokkur maður að taka þennan mann, eða aðra andstæðinga ESB sem haga sér svona alvarlega. Enda sýnir þetta svar fram á alvarlegan skort á getu til þess að tekið þátt í alvöru umræðum á internetinu og í þjóðfélaginu almennt.

Þeir sem hafa áhuga á því að sjá þetta í samhengi geta gert það hérna.

6 Replies to “Andlegur vanþroski andstæðinga ESB á Íslandi”

  1. >Já, Jón Trúmann.

    Þú ert einn harðasti stuðningsmaður ESB og það er vonlaust að koma með einhverjar athugasemdir á það sem þú segir ( ef ég væri í slíkum sporum þá væri ég ánægður með að vera kominn með gælunafn sem sýnir staðfestu á málstaðnum )en þú hefur nefnilega oft sýnt það að ef þér líkar ekki athugasemdirnar sem fólk kemur með þá ferðu útí öfgar við að koma með einhverjar fræðilegar rökvillur eða málfræðivillu viðkomandi til þess eins að rífa hann niður og gera lítið úr honum og hans málflutningi (svona svipað og ég er að gera núna nema þú skýlir þér bakvið orðabækur og fræðimennsku ). Lífið er ekki rökfræðikeppni í Háskóla og ég efast ekki um að stór hluti almennings gefur lítið fyrir háskólatal um strámenni og annað slíkt sem á betur heima í rökfræðikeppni á háskólastigi eða í varnardóm háskólaritgerðar.

    > Samningaviðræðurnar eru ekki einu sinni byrjaðar, en hvað hefur þessi ,,stríðsleiðangur“ kostað þjóðina í flokkadráttum, tímaeyðslu og fjármunum?

    Kemur með góða og gilda spurningu, þótt aðildarviðræðurnar eru ekki opinberlega hafnar þá er búið að leggja útí heilan helling af undirbúningsvinnu við þær. Tími og peningar sem mættu betur hafa farið í þessa blessuðu skjaldborg.

    >Eitthvað hljómar þetta kunnuglega hjá þér og þú tekur sennilega undir með ónefndum: ,,Væri ekki skemmtilegt ef við gætum bara gefið í!“

    Er eitthvað að því að hann segi þetta hljóma kunnuglega hjá þér og kemur með getgátur um hvort þú takir undir með ónefndum.

    Ég bíð eftir að þú rakkir þetta niður hjá mér til að sýna frammá vitsmunalega yfirburði þína og vitsmunalega lágmennsku þeirra sem vilja vernda fullveldi Íslands 🙂

  2. Jóhannes, þú hefur fallið í sama skítinn og Jón Baldur. Þeir sem geta ekki komið með rök fyrir sínu máli verða að sætta við þá staðreynd að málflutningur þeirra er tóm þvæla, og verður meðhöndlaður sem slíkur af minni hálfu. Enda er ég ekki hérna til þess að sætta mig við delluna, lygina og blekkinganar sem andstæðingar ESB hafa verið með um ESB á Íslandi síðustu ár og áratugi hérna á Íslandi.

    Ég get vísað í heimildir máli mínu til stuðnings ef útí það fer. Það eina sem andstæðingar ESB á Íslandi gera er að koma með skít og meiri skít þegar á reynir. Slíkt er óásaættanlegt og ómarktækt í umræðunni.

    Annaðhvort taka andstæðingar ESB þátt í umræðunni eins og alvöru fólk, eða þá að það getur hundskast til þess að halda kjafti og leyft okkur hinum að ræða málin á skynsamlegan hátt.

    Jóhannes, ennfremur. Vertu úti ef þú ætlar að haga þér eins og fífl og stunda uppnefningar hérna.

    Ég ætla ennfremur að benda þér á að það er í lagi að týna í sundur málflutnings fólks sem gerir ekkert annað en að koma með rökvillur og lygar í málflutningum. Málflutningur þarf að byggjast á rökum og staðreyndum. Annars er hann ekki mikils virði. Umræður eru nefnilega ekki Morfís keppni eins og margir virðast halda.

    Engin rök, engin málstaður. Mjög einfalt og augljóst.

    Jóhannes, þar sem þú talar um Fullveldi Íslands, sem skerðist nákvæmlega ekki neitt við inngöngu í ESB. Þá ætla ég að biðja þig um að vísa á eitt ríki innan ESB sem hefur tapað eða orðið fyrir skerðingu á fullveldi sínu við inngöngu í ESB. Ég bið ekki um mikið, bara eitt ríki. Hingað til hafa andstæðingar ESB ekki getað svarað þessari spurningu, eða vísað á dæmi máli sínu til stuðnings. Ástæðan er mjög einföld, en ég segi þér frá því seinna ef þú getur svarað þessu. Ef þú getur ekki svarað þessu, þá er það alveg ágætt að þú komir með það líka.

  3. >Þá ætla ég að biðja þig um að vísa á eitt ríki innan
    >ESB sem hefur tapað eða orðið fyrir skerðingu á
    >fullveldi sínu við inngöngu í ESB

    Grikkland

  4. Jóhannes, þetta er rangt. Grikkland þarf að taka til í fjárhag sínum samkvæmt „Stability and growth pact and economic policy coordination“ sem þeir hafa skrifað undir. Skilirðin sem Grikkland fær eru ekkert ólík þeim skilyrðum sem Ísland hefur fengið á grundvelli aðstoðar IMF.

    þannig að svar þitt er rangt.

  5. Það er ekkert rangt við svarið mitt. Þú spurðir um land sem hefur orðið fyrir skerðingu á fullveldi sínu útaf ESB. Grikkland er skýrt dæmi um það, Hótanir um sviptingu á fjárræði er ekkert annað en skerðing á fullveldi hvernig sem þú vilt snúa þessu.

  6. Þetta er útúrsnúningur hjá þér. Grikkland hefur ekki orðið fyrir neinni skergðinu á fullveldi sínu, ekkert frekar en Ísland sem þarf að lúta svipuðum skilirðum af hálfu IMF vegna kreppunar hérna á landi.

Lokað er fyrir athugasemdir.