Takk fyrir slóðina Smáís

Smáís segir í nýrri grein á vefsíðunni sinni (ég veit að ég má ekki linka í vefsíðu smáís, en mér er bara alveg sama þar sem Smáís getur löglega ekki sett fram þessa kröfu eða löglega farið fram á hana) að torrent vefsíðunni Bittorrent Monster hafi verið lokað. Í forvitninni minni þá ákvað ég að athuga slóðina sem Smáís gaf upp og viti menn, þarna var btmon.com virk og leit út eins og að hún hefði aldrei verið tekin niður eða einhverjar lögregluaðgerðir teknar gegn henni. Eins og Smáís hélt fram í þessari grein sinni, sem auðvitað var ekkert nema lygi frá upphafi til enda.

Þannig að ég segi, takk fyrir slóðina Smáís.

Öflugur jarðskjálfti undir Windward eyju

Klukkan 19:00 GMT í dag (29 Nóvember, 2007) varð jarðskjálfti uppá Mw7.4 (á ricther) að stræð undir Windward eyju í karíbahafinu. Dýpi jarðskjálftans var 141 km og olli hann því ekki flóðbylgju eins og hættan hefði verið á hefði þessi jarðskjálfti orðið á minna dýpi. Samkvæmt óstaðfestum fréttum þá hafa tvö hús hrunið, en ekki hafa neinar fréttir borist af slösuðu fólki eða mannfalli í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

Einn eftirskjálfti hefur nú þegar komið fram og var stærð hans mb5.3 (á ricther) og dýpið 144 km.

Hægt er að sjá útslagið frá jarðskjálftanum á jarðskjálftavefsíðunni minni hérna (Borgarnes klukkan 19:09), hérna og hérna.

Hérna eru erlendar fréttir af jarðskjálftanum.
Strong earthquake hits Martinique

Tengist frétt: Öflugur jarðskjálfti í Karíbahafi

Ísland á að segja upp WIPO samningum

Ísland er aðili að samningi sem kallast WIPO og er kominn frá Bandaríkjunum, en þessi samningur skyldar lönd sem eru aðilar að honum að taka upp lög sem svipuð eru DMCA lögum Bandaríkjanna að gerð.

En DMCA lögin í Bandaríkjunum eru ein verstu höfundalög sem hægt er að finna á plánetunni, en þar er samtökum höfundarétthafa (svo sem Smáís og Stef) nánast gefið lögregluvald og mjög vítt valdsvið til þess að fara í mál við fólk sem þau telja vera að brjóta höfundarrétt. Einnig sem að DMCA bannar fólki að brjóta upp afritunarvarnir eins og þær sem er að finna á DVD diskum, þó svo að DVD diskurinn sé löglega keyptur og aðeins er ætlunin að horfa á hann í tölvu sem er með Linux/GNU stýrikerfi. En hugbúnaðurinn í Linux/GNU tölvum hefur ekki fengið samþykki framleiðanda og líta þeir því á hann sem ólöglegan.

Í dag bárust fréttir af þeim hörmungum sem WIPO er að færa íbúum Kanada, er þar er verið að reynda að setja ný höfundarréttarlög. Þessi nýju höfundarréttarlög í Kanada eru svo ströng að fólki er bannað að taka afrit af DVD diskum sem það á, einnig sem því er bannað að taka uppúr sjónvarpinu (time shift) og fleira í þeim dúr.

Hérna fyrir neðan er hægt að finna fréttir um þetta mál.

A new copyright law is coming

Canada’s New DMCA Considered Worst Copyright Law

Úr slashdot.org fréttinni.

….Among the many restrictive clauses in this new law, as Michael Geist explains, is the total abolishment of the concept of fair use: ‘No parody exception. No time shifting exception. No device shifting exception. No expanded backup provision. Nothing.’ Geist provides a list of 30 things that can be done to address the issues.“

Að nota glæpi til þess að afsaka ritskoðun

Barnaklám er ógeðslegur glæpur, en í staðinn fyrir að lögregluyfirvöld geri það sem þau geta til þess að koma í veg fyrir það og handtaka þá glæpamenn sem standa að því. Þá fara þau frekar í það að setja upp síjur sem eru gagnlausar og bjóða bara uppá ritskoðun óþægilegra skoðanna. En svona síjur hafa nefnilega verið gómaðar við að síja út hluti sem þær áttu ekki að loka á.

Fyrst og fremst þá er ábyrgðin foreldra að kenna sínum börnum að nota internetið á ábyrgan hátt, en einnig ríkisins að koma upp um glæpi gegn börnum. Svona síjur eru bara afsökun fyrir aðgerðarleysi stjórnvalda og tilgangur þeirra er oftar en ekki annar en sá sem gefin er upp.

Á því stigi sem að þessar síjur vinna (líklega DNS stigi, þar sem að internet þjónustur hérna á landi nota ekki proxyia) þá verður fólk einfaldlega ekki vart við að lögleg vefsíða sé ritskoðuð, líklega kemur bara upp að umrædd síða finnist ekki eða sé ekki til.

Tengist frétt: Unnið við að setja upp síur fyrir myndefni á netinu

Kominn með nýjan router

Starfsmaður Mílu kom fyrr í dag og lét mig fá nýjan router fyrir adsl-ið. Internet sambandið er strax farið að virka betur en það gerði áður. En stóra spurningin er reyndar sú hvort að adsl tengin hjá mér hættir að detta út eða heldur því áfram. Það er nefnilega erfitt að segja til um það hvort eitthvað sé að adsl sambandinu eða hvort að þetta var bara routerinn sem ég var að nota (sem vara router og ekki nýjasta gerð).

Hitt er svo annað mál að Síminn skuli ekki vera með neina þjónustu hérna í nágrenninu, en Míla er verktaki fyrir Símann í dag. Og þetta er ekki beint í þeirra verkahring að standa í að skipta út routernum.

Ég ætla einnig að benda á þá staðreynd að símaþjónusta á Íslandi snýst núna um peninga, ekki viðskiptavinin. En þetta breyttist hérna á landi þegar Síminn var einkavæddur og gróðasjónarmiðin tóku gildi.

Ég þakkaði starfsmanni Mílu kærlega fyrir nýjan router, enda ekki hægt annað.

Hvenar eru þær þá réttlætanlegar ?

Ef að almennar launahækkanir eru ekki réttlætanlegar í dag, hvenar eru þær þá réttlætanlegar ? Ég spyr vegna þess launahækkaninar voru ekki réttlætanlegar við síðustu kjarasamninga og ekki þar á undan.

Mér sýnst þetta vera ekkert nema græðin sem talar hjá þessum mönnum, en þeir leyfa sér að vera með margföld laun verkamannsins á mánuði, stundum eru laun þessa forstjóra svo hjá að mánaðarlaunin hjá þeim eru eins og árslaunin hjá almennum starfsmanni.

Ég held að það sé kominn tími á verkfall, enda þarf að sparka duglega í rassin á þessum mönnum sem hugsa meira um peninga frekar en hið mannlega.

Tengist frétt: Almennar launahækkanir ekki réttlætanlegar

Græðgin ræður för hjá Samtökum Atvinnulífsins

Það er greinilegt að græðin ræður för hjá þeim sem stjórna Samtökum Atvinnulífsins. Það er orðið nokkuð greinilegt að fólk skiptir þar ekki lengur máli, heldur gróðinn sem skiptir máli og það skiptir engu hversu marga einstaklinga það er valtað yfir til þess að ná umræddum gróða. Eða þjónusta skorin niður.

Græðgin er farin að ráða för í Íslensku þjóðfélagi, með fullþingi stórfyrirtæja þar sem markmiðið er að græða meira í dag en í gær. Og þessi sömu fyrirtækjum er sama hverja þau valta yfir til þess að ná fram umræddum gróða.

Það á ekki að hleypa Samtökum atvinnulífsins eða öðrum einkaaðilum nálægt mati á örorkubótum, heilbrigðiskrefinu eða námskerfinu eða öðrum sviðum þar sem að hlutinir eiga að snúast um þjónustu, ekki gróða.

Tengist frétt: Núverandi réttindakerfi framleiðir öryrkja

Kynlaus þingmaður

Ég mæli með því að Kolbrún Halldórsdóttir fari í aðgerð þar sem að hún er gerð kynlaus með öllu. Eða á þann hátt að hún er hvorki karl eða kona. Hún er þá bara hvorugkyn og getur alla daga klætt sig í grá eða hvít föt.

Ég á ekki yfir orð hvað þessi fyrirspurn er vitlaus hjá þingmanni VG. En það kemur svo sem ekkert á óvart, en öfganar í feministum sem hafa tekið öll völd innan VG aukast með hverju árinu sem líður. En það er þannig með öfgamenn að á endanum þá kemst enginn inní hópinn nema þeir sjálfir.

Öfga-feminstar eru vaxandi vandamál hérna á landi og sést það best á svona vitlausum fyrirspurnum sem eru að koma frá þessu liði, sem segist boða jafnrétti en er í raun að boða yfirréttindi sérvaldra kvenna í þjóðfélaginu.

Tengist frétt: Ekki meira blátt og bleikt

Handónýtt adsl, dettur reglulega út og viðgerð gengur hægt hjá Símanum (Mílu)

Adsl tengingin hjá mér er biluð, ég veit það vegna þess að routerinn sem ég er að nota núna dettur út reglulega. Annaðhvort þá með því að tapa sync eða þá bara tapar sambandinu algerlega og þarf að enduræsa sig til þess að ná sambandi aftur við línuna. Svona lítur loggin út frá routernum.

Info 00:00:39 (since last boot) GRP Default destination is routed via gateway (ip talan mín)

Warning 00:00:39 (since last boot) PPP link up (Internet) [ip talan mín.]

Info 00:00:39 (since last boot) PPP PAP Authenticate Ack received

Info 00:00:39 (since last boot) PPP PAP Authenticate Request sent

Info 00:00:20 (since last boot) xDSL linestate up (downstream: 0 kbit/s, upstream: 768 kbit/s)

Info 00:00:08 (since last boot) FIREWALL level changed to Standard.

Error 00:00:06 (since last boot) FIREWALL exact tcp state check (1 of 1): Protocol: TCP Src ip: 192.168.1.7 Src port: 19000 Dst ip: (einhver ip tala á internetinu) Dst port: 50353

Info 00:00:06 (since last boot) FIREWALL event (1 of 1): enabled rules

Info 00:00:03 (since last boot) WIRELESS interface turned on.

Info 00:00:03 (since last boot) WIRELESS automatic channel selection done (channel = 1)

Warning 00:00:00 (since last boot) KERNEL Warm restart

En eins og þarna má sjá þá hef ég tapað sambandinu við adsl algerlega og routerinn endurræst sig í látunum. Þetta sést einnig á upptímanum á routernum.

Uptime: 0 days, 0:15:16

En síðast í dag gerðist þetta klukkan 15:00 eða þar um bil. Þar á undan gerðist þetta rúmlega sjö tímum áður. Þannig að adsl-ið er stöðugt að detta út hjá mér. Og hvað segir Síminn þegar ég hringi og kvarta yfir þessu, þeir ætla að senda þetta yfir í aðra deild og ýtreka þetta þannig að þurfi vonandi ekki að býða í tvær vikur eftir því að þetta verði lagað, en þjónustustigið útá landi er orðið þannig í dag að núna þarf maður að bíða í allt að tvær vikur eftir því að athugað er með línuna hjá manni eða að maður fái nýjan router frá símanum. En routerinn sem ég var með frá símanum var bilaður, enda virkaði sjónvarp yfir adsl ekki með þeim router, en gerir það með vara-routernum mínum sem ég er að nota núna. En það afsakar ekki ástandið á adsl-inu hjá mér og þá staðreynd að það er stöðugt að detta út.

Það að adsl-ið er alltaf að detta út er einstaklega sæmt fyrir mig, enda tapa ég þá sambandinu við tvær jarðskjálftastöðvar sem ég er með tengdar yfir internetið. Enda er plottið frá þeim stöðvum fullt af grænum línum, sem tákna þegar ég missti samband við stöðina og fékk ekki nein gögn send í jarðskjálftamæla tölvuna mína.

Gæði fyrirtækis má mæla, en mín mælieining í fjarskiptafyrirtækjum er sú hversu snögg þau eru að gera við bilanir og að þjónusta viðskiptavinin. Sem stendur þá er Síminn á botninum með allt að tvær vikur þangað til að maður er þjónustaður, slíkt er að mínu mati óþolandi, enda var þjónustan mun betri þegar Síminn var í eigu ríkisins, þá þurfti maður aðeins að bíða í þrjá daga, hámark viku eftir að bilun hjá manni var tekin fyrir og löguð.

Ég er grautfúll yfir þessu, enda er ekkert gaman að tapa sambandinu við internetið margoft á sólarhring. Einnig sem að internetið er hægt hjá mér og það gengur mjög illa að ná í vefsíður, svo illa að ég setti upp proxy þjón á staðarnetinu til þess að bjarga því litla sem hægt er að bjarga.

Ég er fúll og reiður viðskiptavinur Símans. Ég er einnig óánægður með þá þjónustu sem ég fæ þessa dagana og eftir að Síminn var einkavæddur.