Að nota glæpi til þess að afsaka ritskoðun

Barnaklám er ógeðslegur glæpur, en í staðinn fyrir að lögregluyfirvöld geri það sem þau geta til þess að koma í veg fyrir það og handtaka þá glæpamenn sem standa að því. Þá fara þau frekar í það að setja upp síjur sem eru gagnlausar og bjóða bara uppá ritskoðun óþægilegra skoðanna. En svona síjur hafa nefnilega verið gómaðar við að síja út hluti sem þær áttu ekki að loka á.

Fyrst og fremst þá er ábyrgðin foreldra að kenna sínum börnum að nota internetið á ábyrgan hátt, en einnig ríkisins að koma upp um glæpi gegn börnum. Svona síjur eru bara afsökun fyrir aðgerðarleysi stjórnvalda og tilgangur þeirra er oftar en ekki annar en sá sem gefin er upp.

Á því stigi sem að þessar síjur vinna (líklega DNS stigi, þar sem að internet þjónustur hérna á landi nota ekki proxyia) þá verður fólk einfaldlega ekki vart við að lögleg vefsíða sé ritskoðuð, líklega kemur bara upp að umrædd síða finnist ekki eða sé ekki til.

Tengist frétt: Unnið við að setja upp síur fyrir myndefni á netinu