Forsetinn Íslendingum til skammar

Það er ófyrirgefanlegt að Forseti Íslands skuli hafa ráðist svona að nágrannaþjóðum okkar með svona ófyrirleitnum hætti. Nágrannaþjóðir Íslendinga hafa viljað hjálpa okkur, aftur á móti hefur þvermóðska stjórnvalda sem og gengdarlaus frekjar og yfirgangur þeirra verið stórt vandamál í þessum málum sem við stöndum frammi fyrir. Því miður ákvað Forseti Íslands að taka undir þessa frekju, yfirgang stjórnvalda í þessari ræðu sinni.

Forseti Íslands á að segja af sér embætti á sama tíma og ríkisstjórn Íslands. Enda hefur hann núna sýnst að hann er óhæfur til þess að vera Forseti Íslands.

Íslendingar eru núna gjörsamlega búnir að verða sér til skammar á alþjóðavettfangi og það eru bara draumórar að Íslendingar muni njóta trausts á alþjóðavettfangi á næstu árum. Sérstaklega á meðan núverandi valdhafar sitja hérna á landi, sérstaklega eftir að þeir komu að hruni Íslands með einum eða öðrum hætti.

Spillingin hérna á landi er greinilega yfirgengileg. Spillingin hérna á landi virðist vera svo mikil að hætta er á stjórnmálalegu hruni og stjórnleysis í kjölfarið á því. Þar sem það er afskaplega litlir möguleikar að svona spillt kerfi geti virkað endalaust. Sagan er full af þannig dæmum. Ísland verður væntanlega það fyrsta landið í Evrópu í margar aldir sem lendir í svona vitleysu og algeru hruni.

Tengist frétt: Forsetinn gagnrýndi nágrannaríki