Rangtúlkanir Hjörleifs Guttormssonar um ESB

Hjörleifur Guttormsson rangtúlkar atvinnuleysi á mjög alvarlegan hátt þegar hann fullyrðir að atvinnuleysi sé mikið innan sambandsins í grein á mbl.is (Í flokknum Ísland og ESB). Vissulega er atvinnuleysi mikið í sumum löndum ESB, en slíkt gefur í raun meiri upplýsingar um það hvernig ástandið er í efnahag umræddra landa heldur en hvernig staðan er í ESB. Það er nefnilega þannig að atvinnumálin tilheyra ríkjunum sjálfum, en ekki ESB sem heild. Enda er hverju ríki innan ESB í sjálfsvald sett hvernig það hagar sínum atvinnumálum.

Atvinnuleysi innan allra 27 ESB landanna er mismunandi eins og áður segir. Þetta stafar af mismunandi áherslum innan ESB ríkjanna sjálfra í atvinnumálum. Atvinnuleysi á Íslandi mundi líklega vera eins og það hefur alltaf verið í hefðbundnu ástandi, frá 1,5 og uppí 2,5% þegar efnahagur Íslands jafnar sig. Þó svo að við værum innan ESB. Ég minni á að atvinnuleysi á Íslandi er núna 5,5%, að minnsta kosti. Reiknað er með að atvinnuleysi á Íslandi fari uppí 10% þegar verst verður. Í dag erum við fyrir utan ESB, þannig að það er augljóst að það er ekkert samhengi á milli ESB og atvinnuleysi í þeim ríkjum sem eru í ESB. Atvinnuleysi ungs fólks í ESB fór hæst í 18,9%, en er núna 14,9% að meðaltali samkvæmt þeim tölum sem ég hef frá atvinnumálastofnun Hollands.

Þegar Hörleifur fullyrðir að ESB muni ekki henta okkur vegna annara gerðar af efnahag, sérstaklega að evran muni ekki henta okkur. Rangfærslan hjá Hjörleifi er þessu, efnahagur Íslands er alveg eins og efnahagur annara ríkja í evrópu og í hinum vestræna heimi. Hann lítur nákvæmlega sömu lögmálum, hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki. Hjörleifur verður ennfremur að sætta sig við þá staðreynd að krónan er ónýtur gjaldmiðill, allt tal um að það sé verið að tala krónuna niður er eintóm þvæla. Enda má augljóst vera að krónan dó um leið og Íslenska bankakerfið hrundi á síðasta ári.

Hjörleifur, eins og svo margir andstæðingar ESB talar mikið um eitthvað sem hann greinilega skilur ekki. Hræðslan við breytingar sem gætu gagnast almenningi hérna á landi skín einnig í gegn.

Staðreyndin er mjög einföld að mínu mati. Almenningur á Íslandi mun græða mest á því að fara inní ESB. Meðal þeirra hluta sem mundu hverfa með inngöngu Íslands yrði verðtryggingin, en eins og fólk á að vita þá er verðtryggingin allt að drepa hérna á landi. Vextir mundu lækka við inngöngu í ESB, slíkt ferli mundi þó taka lengri tíma heldur en önnur atriði sem mundu breytast við inngöngu í ESB.

Íslendingar hafa núna notið ávaxta auka-aðildar að ESB, nefnilega EES. Það hefur gefið okkur takmarkaðan aðgang að innri mörkuðum ESB, en engra aðra kosti sem fást með inngöngu í ESB.

Heimildir um atvinnuleysi innan ESB.
Harmonised unemployment rate – Total – 15 to 24 – SA
Dutch unemployment lowest in EU
Unemployment rates of the population aged 25-64 by level of education

VöruflokkarESB