Lokanir Dell á Írlandi eru ekki ESB að kenna

Andstæðingur ESB hefur verið að gera mikið úr því undanfarið að Dell sé að loka verksmiðju sinni á Írlandi. Þar sem að viðkomandi er andstæðingur ESB. Þá kennir hann ESB um þessa lokun Dell á Írlandi. Ef eitthvað væri varið í fullyrðingar þessa andstæðings ESB um þessa lokun, þá væri kannski hægt að taka málflutning hans alvarlega. Staðreyndin er hinsvegar sú að lokun Dell á Írlandi hefur ekkert með ESB að gera. Þessi lokun hefur hinsvegar allt með þá staðreynd að Dell er að reyna að ná sem mestum hagnaði útúr starfsemi sinni. Eitt af því sem þeir gera til þess að ná því takmarki er að flytja framleiðsluna til láglaunasvæða í heiminum, hvort sem þau eru innan ESB eða ekki.

Nánar um þessa lokun Dell á Írlandi hérna.
There’s no riddle to Dell’s Limerick move

Fyrir þá sem hafa áhuga á því að lesa lygaþvælu ESB andstæðings, þá er hægt að lesa slíkt hérna fyrir neðan. Hægt er að hlægja að þessari lygaþvælu, enda stendur ekki steinn yfir steini í rökum þessa manns og hefur aldrei gert.

Dell Computer yfirgefur evrulandið Írland. Bretar farnir að óttast um orkuauðlindir sínar