Heilagir blaðamenn

Heilagir séu blaðamenn á Íslandi. Þeir munu sannleikan segja eftir sínu höfði, eða skipun að ofan. Einnig að silfur gulls fái þá til þess að tjá sig í samræmi við hinn stóra sannleika. Fréttinar skal segja eftir því sem vindurinn blæs og blása skal á gagnríni þá sem blaðamenn fá á sig. En gagnríni er komin frá djöflinum sjálfum og hana skal rægja með öllum ráðum.

Banna skal nafnlausar skoðanir á press.is og rægja skal skoðanir nafnlausra á internetinu með öllum ráðum. Það skal hundelta þá sem gagnrína hinn heilaga rétt blaðamann til þess að segja sannleikann eftir sínu höfði. Skrifa skal þá sem gagnrína blaðamenn niður í svaðið með öllum ráðum. Hinn heilagi sannleikur blaðamanna skal aðeins vera fyrir blaðamenn. En ekki fyrir fólkið í landinu. Og þannig skal að vera á Íslandi um alla tíð. Hinn heilagi réttur blaðamanna er að fá að skrifa nafnlaust í blöð.

Aldrei skal draga orð ráðherra og annara manna sem halda utanum völdin eða hinn þunna pappir í efa. Alltaf skal forðast að spurja þá spurninga sem eru óþæglegar. Og aldrei skal sannleikan í ljós leiða, aðeins koma upp um mál en aldrei leiða þau til lykta. Horfa skal undan spillingu hvar sem hún ríkir. Neita skal ritskoðun með annari hendinni, en boða hana með hinni hendinni í skugganum.

Amen!

Þetta er auðvitað gagnríni í sjálfu sér. Mér er illa við óþol blaðamanna við gagnríni.