Þjóðernisbóla á Íslandi

Núna á Íslandi ríkir þjóðernisbóla. Sem er mjög undarlegt, þar sem það var þjóðerniskennd (önnur bóla en sem nú er ríkjandi) sem kom okkur í þau vandræði sem við núna erum í.

Íslendingar virðast því ekki hafa lært neitt, eða afskaplega lítið af hruninu. Helsti lærdómur sem hægt er að draga af hruninu er sá að hérna á landi ríkir þjóðerniskennd sem er skaðleg Íslendingum. Enda mátti ekki gagnrýna „snjalla“ Íslendinga. Þó svo að gagnrýnin væri rétt og byggð á alvöru staðreyndum.

Það er nauðsynlegt fyrir Íslendinga að læra hvernig þeir geti verið alþjóðlegir. Enda dugar ekkert minna í dag. Afdalmennska er heimskuleg, skaðleg og kostar peninga og framfarir. Önnur hliðar áhrif af svona þjóðernisbólum er að fólkið sem gefst upp á svona yfirborðsmennsku flytur af landi brott og kemur ekki aftur.

Ég mæli með því að Íslendingar jarði þjóðerniskenndina með útrásarvíkingunum og læri af þeim mistökum sem þjóðerniskennd raunverulega er.