Jónína Ben og IP tölunar

Jónína Ben, konan sem kom Baugsmálinu af stað með hjálp Styrmis í Morgunblaðinu spilaði sig stóra í fréttatíma Ríkissjónvarpssins í kvöld. En þar þóttist hún hafa fengið uppgefnar IP tölu þess aðila sem setti inn afrit af tölvupósti sem hún skrifaði á sínum tíma. Staðreyndin er mjög einföld þegar það kemur að IP tölum, þær fást ekki uppgefnar nema gegn dómsúrskurði hérna á landi, það sama gildir í Bandaríkjunum og annarstaðar. Það nefnilega dugar ekki að heimta að fyrirtæki láti IP tölur af hendi, það bara einfaldlega gerist ekki í dag. Það var einnig áhugavert að heyra í henni fagna lokun spjallvefja, eins og málefnin.com, það mætti halda að hún vildi ekki umræðu um opinbert mál sem hún kom sjálf að stað á sínum tíma. Kemur kannski ekki á óvart, enda kemur hún fram eins og hún hafi eitthvað að fela.