Lyganar um ESB

Ef það er eitthvað sem ég er orðinn pirraður á. Þá eru það þær lygar sem eru sagðar um ESB í Íslensku þjóðfélagi í dag. Þessar lygar hafa verið settar fram af öfga-hægri og vinstri mönnum, en ekki má gleyma lygum ný-frjálshyggju manna (Sjálfstæðisflokksmanna) um ESB.

Þessar lygar eru allt frá því að Íslendingar þurfi að stofna er, yfir í það að ESB muni taka yfir auðlyndir Íslendinga. Einnig sem að margir halda því fram að erlend fiskiskip muni veiða allan fiskinn við strendur Íslands. Þessar fullyrðingar og svo margar aðrar fullyrðingar í þessa veru um ESB eru ósannar og ekkert annað en lygaþvæla frá upphafi til enda. Lygin er alltaf lygi þó svo að hún sé endurtekin oft og mörgu sinnum.

Íslendingar ættu að spurja sig, ef ESB er svona slæmt. Afhverju eru þá aðilarríkin orðin 27 talsins, og afhverju aðildarríkjum ESB virðist eingöngu fjölga en ekki fækka.

Málflutningur andstæðinga ESB á Íslandi mætir lítilli, eða jafnvel engri gagnrýni í fjölmiðlum Íslands. Slíkt hefur aldrei boðað neitt gott á síðustu árum á Íslandi. Þetta gagnrýnisleysi hefur nú valdið því að fólk er orðið uppfullt af ranghugmyndum um ESB, jafnvel hugmyndum um ESB sem eru ekkert annað en uppspuni andstæðinga ESB á Íslandi, sem studdur er af uppspuna frá andstæðingum ESB erlendis.

Málflutningur þeirra sem vilja aðild að Íslandi lendir hinsvegar stöðugt undir árásum og svo harðri gagnrýni að margir stuðningsmenn ESB hafa einfaldlega gefist upp á því að skrifa um málefnið. Mín skrif byggja á staðreyndum um ESB, hvort sem mér líkar vel við þær eða ekki. Enda er ekkert í heiminum án galla. Staðreyndirnar eru mjög einfaldar í dag. Íslendingar hafa aldrei sótt um aðild að ESB. Íslensku þjóðinni hefur ekki verið gefin kostur á því að meta umsókn inn í ESB. Ástæður þessa má rekja til þeirra ráðstjórnar-stjórnmála sem hafa verið við lýði á Íslandi síðustu árin.

Það er einnig staðreynd sem andstæðingar ESB gleyma að nefna (viljandi). Íslendingar hafa tekið upp stóran hluta af reglum ESB í gegnum EES samninginn (sem gefur okkur takmarkaðan aðgang að innri markaði ESB). Það er ekki að sjá að lífið á Íslandi sé eitthvað verra vegna þessra reglna frá ESB. Þó ber að nefna að vegna þess að Íslendingar eru ekki fullir aðilar að ESB, þá höfum við engin áhrif á þessar reglur og lög frá ESB sem við þurfum að taka upp í gegnum EES samningin. Við inngöngu þá mundum við hafa áhrif á reglur og lög ESB eins og hver önnur aðilaþjóð sambandsins.

Aðild Íslands að ESB er eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Annars bíður Íslendinga meira af því sama, gjaldeyrishöft, hærra matarverð, hækkandi og lækkandi verðbólga á víxl, ásamt stýrivöxtum sem haga sér á sama hátt. Jafnframt sem að verðtryggingin mun vera til staðar svo lengi sem við erum fyrir utan ESB og evruna. Ef Íslendingar vilja endurreisa efnahag landsins, þá verður það eingöngu gert með inngöngu í ESB og með upptöku evru. Íslendingar eru búnir að reyna hina aðferðina til þrautar, sú aðferð hefur mistekist hrikalega og með hrikalegum afleiðingum fyrir efnahag Íslendinga.

Það er kominn tími á breytingar. Hluti af þeirri breytingu er að ganga í ESB og taka upp evruna.