Einkavæðing vatnsins

Það á að einkavæða vatnið á Íslandi. Þeir stjórnmálaflokkar hérna á landi sem standa að þessari einkavæðingu vatnsins eru Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Og þeir bulla því óhikað uppá fólk hérna á landi án þess að hika að þetta sé eitthvað sem sé stundað í Evrópu. En þegar áætlun ESB varðandi vatn er skoðuð, þá virðist hvergi vera minnst á þetta. Hægt er að lesa um vatnsstefnu ESB hérna, en þetta snýr aðalega um verndun vatns og hvernig það skuli halda vatni fersku og drykkjarhæfu fyrir almenning. Ásamt fleiri umhverfisvænum stefnum varðandi vatn. Hægt er að lesa þetta vatnafrumvarp hérna.

Mér sýnist á öllu að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn séu að verða búnir að einkavæða allt sem þeir geta einkavætt, nema vatnið og loftið. Það er auðvitað búið að einkavæða Framsóknarflokking og Sjálfstæðisflokkin fyrir löngu síðan. Þessi flokkar virðist vera undirdeild í alþjóðafyrirtækinu og álrisanum Alcoa.

Þess má geta að fólk er ~70% vatn.