Aðild að ESB fyrir heimilin, fólkið og fyrirtækin í landinu

Að mínu mati er aðild Íslands að ESB nauðsynlegur fyrir fólkið í landinu. Þar sem þá geta Íslendingar losað sig við verðtrygginguna og því óréttlæti sem henni fylgir. Það er einnig vert að benda á þá staðreynd að við inngöngu í ESB, þá fengju Íslendingar alvöru aðgang að stórum markði. Þessi markaður telur 497 milljónir manna í dag. Það yrði einfaldara fyrir fyrirtæki eins og EVE-Online að fóta sig á slíkum markaði. Einnig sem að efnahagslegur stöðugleiki yrði tryggður upp að marki. Bæði fyrir fólkið, heimilin og fyrirtækin í landinu. Staðreyndin er að með því að standa fyrir utan ESB, þá eru Íslendingar að gera sér óleik. Heimurinn í dag krefst þess að samvinna ríkja sem mjög náin, bæði stjórnmálalega og efnahagslega. Leið Íslendinga að því markmiði er aðild að ESB.

Aðild að ESB er ekki töfralausn og hefur aldrei verið það. Hinsvegar er aðild að ESB skerf í átt að stöðugleika, betri lífsgæðum og blómlegum fyrirtækjum á Íslandi. Það er skynsamlegt að ganga í ESB og taka upp evruna. Það er óskynsamlegt að hlusta á hræðsluáróður þeirra sem settu landið á hausinn og vilja halda þjóðinni í fangelsi verðtryggingar, fátæktar og atvinnuleysis.