Íslenskur landbúnaður og ESB

Það hafa verið undarlegar greinanar í Bændablaðinu undanfarið um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Þær fullyrðingar sem þar er að finna ganga útá þá að innganga Íslands í ESB muni leggja Íslenskan landbúnað í rúst. Ekkert gæti verið fær sannleikanum að mínu mati. Þau ríki sem hafa gengið hafa í ESB hafa séð breytingar á landbúnaði, þessar breytingar hafa verið til góðs. Enda hefur landbúnaður í þessum ríkjum styrkst hægt og rólega. Þessi styrking á rætur sínar að rekja til þess að markaðsaðstæður og rekstraraðstæður bænda stórbatna við inngöngu í ESB.

Íslenskir bændur, lokaðir innan tollmúra

Íslenskir bændur hafa í gengum árin kvartað mikið yfir því að getað ekki markaðsett vörur sínar erlendis eins og þeir gjarnan hafa viljað. Skortur á markaði nær bæði til Evrópu og Bandaríkjanna, enda er erfitt að komast inn á þessa markaði vegna tolla og heilbrigðissjónarmiða sem ríki hafa uppi þegar það kemur að landbúnaðarvörum. Í dag er Ísland hluti af EES samstarfinu. Það þýðir að Íslendingar hafa aðgang að innri markaði ESB, ásamt því að hafa aðgang að mörkuðum annara EES ríkja (Noregs og Liechtenstein). Allur þessi markaður er hinsvegar ekki fyrir landbúnaðarvörur, en landbúnaðarvörur eru fyrir utan EES samninginn og hafa verið það frá upphafi. Innganga Íslands í ESB mundi breyta þessu strax, en við það mundu tollar falla niður á Íslenskar landbúnaðarvörur. Þessi tollaniðurfelling virkar auðvitað báðar leiðir, þannig að erlendar landbúnaðarvörur kæmust á Íslenska markaðinn, alveg eins og Íslenskar landbúnaðarvörur kæmust á erlenda markaði.

Sænskir bændur og ESB

Þegar Svíþjóð sótti um og gekk í ESB árið 1994, þá studdu sænskir bændur inngönguna í ESB. Enda hefur það sýnt sig að sænskur landbúnaður er sterkur þar í landi. Einnig sem að sænskir bændur hafa aðgang að stórum innri markaði ESB, sem telur rúmlega 500 milljón manns í dag og mun fara stækkandi í framtíðinni. Afstaða sænskra bænda var og hefur verið mjög skynsamleg, enda hafa þeir nýtt sér þau tækifæri sem þeim hafa boðist. Sem er talsvert annað en það sem Bændasamtökin bjóða Íslenskum bændum upp á þessa dagana.

Úr einokun og takmörkuðum markaði

Margir Íslenskir bændur búa við einokun Íslenskra vinnslufyrirtækja á landbúnaðarvörum. Versta og stærsta dæmið er auðvitað Mjólkursamsalan (MS). Það fyrirtæki heldur Íslenskum mjólkurframleiðendum í einokunar og markaðskerfi sem verulega skerðir kjör þeirra og tækifæri til þess að markaðssetja sínar vörur. Við inngöngu í ESB, þá er líklegt að þetta mundi breytast. Enda eru einokunarfyrirtæki eins og Mjólkursamsalan ekki leyfð undir samkeppnislögum ESB, sem Ísland hefur tekið upp að hluta til í dag. Líklegt er að kjör og tækifæri mjólkurframleiðenda mundu stórbatna ef Íslendingar ganga í ESB. Markaðstækifærin fyrir Íslenska bændur munu stóraukast, enda mundu Íslenskar landbúnaðarvöur fá aðgang að rúmlega 500 milljón manna markaði, og öll framleiðsla Íslenskra bænda mundi ekki duga til að fylla þann markað þó svo að framleiðslan yrði 100 földuð miðað við það sem hún er í dag. Samkeppnin er auðvitað hörð á ESB markaðinum, en það ætti ekki að stoppa Íslenska bændur í að selja sínar vörur erlendis, enda með samkeppnishæfa vöru. Íslenskar markaður mun ekki hverfa við inngöngu í ESB. Íslenski markaðurinn mundi hinsvegar breytast við inngöngu í ESB, eingöngu til hins betra að mínu mati. Það er einnig alveg ljóst að Íslenskir neytendur munu ekki hætta að kaupa Íslenskar landbúnaðarvörur við inngöngu í ESB. Eins og ranglega hefur verið haldið fram undanfarið af andstæðingum ESB aðildar.

Vitleysan í Bændablaðinu um ESB

Bændablaðið hefur haldið fram alveg ótrúlegri þvælu varðandi ESB og hvernig það virkar undanfarnar vikur, enda hafa Bændasamtökin ákveðið að vera á móti inngöngu Íslands í ESB. Þessi ákvörðun þeirra virðist eingöngu byggjast á fordómum og ranghugmyndum um ESB. Fullyrðingar Bændasamtakana um hvað gerist í Íslenskum landbúnaði eftir inngöngu í ESB eru alveg glórulaust heimskar þegar nánar er skoðað. Samkvæmt fullyrðingum sem sést hafa í Bændablaðinu, þá mun Íslenskur landbúnaður leggjast af við inngöngu í ESB. Ekkert er fær sannleikanum. Öll rök benda til þess að Íslenskur landbúnaður muni eingöngu styrkjast við inngöngu í ESB, vegna betri markaðstækifæra og aukinna tækifæra sem fylgja því. Þvermóðskuleg afstaða Bændasamtakana er ekki til þess að hjálpa bændum í dag, heldur vinnur hún gegn þeim á fleira en einn hátt.

Betri rekstarskilyrði bænda við inngöngu í ESB

Rekstrarskilyrði bænda eru ömurleg í dag. Háir vextir, verðtryggð lán og fleira í þeim dúr gera rekstur á búum erfiðan, ef ekki ómögurlegan. Við inngöngu í ESB, þá munu bændur losna við eitt stærsta vandamál sem hrjáir þá eins og aðra Íslendinga í dag, en það er verðtryggingin. Við inngöngu í ESB þá munu Íslendingar getað kvatt verðtrygginguna með öllu, en það þýðir ekki bara betri kjör fyrir almenning í landinu. Það þýðir einnig betri kjör fyrir fyrirtækin í landinu og líka bændur. Einnig sem að vaxtastig og verðbólga munu verða stöðug á Íslandi í kjölfarið á inngöngu í ESB, sérstaklega ef efnahagsstjórnun er rétt og virkar eins og ætlst er til (efnahagsmál eru alltaf ábyrgðarhluti aðildarríkjanna, ekki ESB).

Sjúkdómavarnir eru ekki vandamál

Íslenskir bændur hafa stórar áhyggjur af mögulegum sjúkdómum sem gætu borist til Íslands vegna opinna markaða á landbúnaðarvörum. Það er ekki vandamál, enda berast sjúkdómar ekki með unnum landbúnaðarvörum. Ísland þarf hinsvegar og getur fengið varanlega undanþágu á flutningi lifandi dýra til Íslands, enda liggja að því sterk rök að Íslendingar þurfa viðhalda núverandi sóttvarnarkerfi vegna hættu á sjúkdómum frá meginlandi Evrópu. Það er alveg pottþétt að ESB mun ekki setja sig upp á móti slíkri undanþágu, enda liggja sterk rök fyrir því að þessa undanþágu þurfi og vegna þess er ekkert mál að sækjast eftir slíku hjá ESB.

Tækifærin bíða Íslenskra bænda

Tækifæri bíða Íslenskra bænda, þessi tækifæri er að finna við inngöngu Íslands í ESB. Þessi tækifæri eru bæði í markaðsetningu og rekstrarlega. Þessi tækifæri eru ónýtt í dag vegna þess að Íslenskir bændur standa fyrir utan ESB og allan þann markað. Því miður er afstaða Bændasamtakanna fallin til þess að viðhalda núverandi takmörkum og erfiðum rekstrarskilyrðum að bændum. Í stað þess að styðja breytingar sem eru til þess fallnar að styrkja Íslenska bændur í sessi og vörur þeirra. Ég vona að Íslenskir bændur taki afstöðu gegn Bændasamtökunum og styðji inngöngu Íslands í ESB þegar þar að kemur.

(Styttri útgáfa af þessari grein birtist í Morgunblaðinu þann 21 Maí 2009)