Frysting verðtrygginar, áður en hún verður aflögð

Þegar Íslendingar sækja um aðild að ESB, þá er einnig nauðsynlegt að hefja undirbúning þess að losa Íslendinga við hið verðtryggða skuldarakerfi (og verðtryggðar innistæður) sem hefur verið lýði á Íslandi síðustu áratugi. Því miður er ekki hægt að losa Íslendinga við verðtrygginguna á einu bretti. Það verður að taka þetta í tveim skrefum að mínu mati.

Fyrsta skrefið er að frysta verðtrygginguna frá og með 1 Júlí 2009 (jafnvel 1 Júní 2009) og koma þannig í veg fyrir frekari hækkanir á verðtryggingunni. Sú frysting þýðir einnig að verðtryggingarkerfið er til staðar, en breytist ekki. Þetta þýðir það fyrir lán heimilana að þau munu ekki hækka frá þeim mánuði sem að verðtryggingin er fryst, sem er nauðsynlegt fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu um þessar mundir.

Annað skrefið er leggja niður verðtryggina. Skynsamlegast yrði að leggja niður verðtrygginguna þann dag sem Íslendingar mundu ganga í ESB, ef aðildarumsókn fæst samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá yrði miðað við að verðtryggingin yrði lögð niður þann 1 Janúar 2011, ef það yrði inngöngudagur Íslendinga í ESB.

Ef Íslendingar mundu ekki ganga í ESB, þá yrði aðeins hægt að viðhalda frystri verðtryggingu í nokkra mánuði áður en það yrði að af-frysta verðtrygguna aftur. Það mundi aftur á móti þýða stórfellda breytingu á verðtryggingunni þegar hún færi úr frystingu, sem mundi hækka lán Íslendinga um tugi þúsunda frá þeim mánuði sem verðtryggingin færi úr frystingu.