Breskur þingmaður stakk milljónum undan, og hélt fyrirlestur á Íslandi í boði Heimssýnar

Þingmaður Breska Íhaldsflokksins stal tveim milljónum punda af almenningi þar í landi og montaði sig svo að því. Þetta er allavega fréttin hjá Pressan.is, en það sem vakti sérstaka athygli mína er sú staðreynd að þessi maður kom hingað til Íslands og hélt fyrirlestur í boði Heimssýar, sem er félag andstæðinga ESB á Íslandi (einagrunarklúbburinn). Umræddur maður er Evrópuþingmaður og yfirlýstur andstæðingur ESB.

Úr frétt Pressunar.

Þess má geta að Farage kom hingað til lands í fyrra þar sem hann hélt fyrirlestur í Þjóðminjasafninu á vegum Heimssýnar.

Tekið af vef Pressan.is þann 24 Maí 2009.