Lygar og aðrar blekkingar í ESB umræðunni

Hjörtur J. Guðmundsson, er í Heimssýn og er nýfrjálshyggjumaður (líka sjálfstæðisflokksmaður) setti nokkrar tilvitnanir inná bloggið sitt (sem hann bæði ritskoðaði á sínum tíma og leyfir ekki athugasemdir í dag) sem eru undarlegar. Ég skoðaði málið og komst að því afhverju þessar athugasemdir eru undarlegar.

Byrjum á fyrstu tilvitnunni sem hann setur fram. Þessi tilvitnun er svona.

„Here in Brussels a true European government has been born. I have governmental powers, I have executive powers for which there is no other name in the world, whether you like it or not, than government.“
-Ræða í Evrópusambandsþinginu í nóvember 1999

Þarna er ekki getið neinna heimilda. Það eina sem Google gefur mér er að þessi orð er eingöngu að finna á vefsíðu andstæðinga ESB, þá aðalega í Bretlandi og síðan á Möltu. Þar sem einhver hafði tengt þessi orð við Romano Prodi, þó er það ólíklegt. Þar sem Romano Prodi hefur aldrei verið á Evrópuþinginu.

Önnur tilvitnunin sem Hjörtur kemur með er þessi hérna.

„But what is the Commission? We are here to take binding decisions as an executive power. If you don’t like the term government for this, what other term do you suggest? … I speak of European government because we take government decisions.“
-The Times, 27. október 1999

Þessi tilvitnun er einnig mjög dularfull. Enda er ekki nein til þess að staðfesta hana. Fullyrt er að hún sé frá The Times, hinsvegar er ekkert sem bendir til þess að það sé rétt. Þetta lítur út fyrir vera tilvitnun sem er skálduð upp og hefur verið á flakki á internetinu í áratug eftir því sem ég sé best.

Þessi hérna tilvitnun er undarleg, enda er hún örlítið löguð til eins og ég mun sýna og sanna.


„Step by step … the European Commission takes a political decision and behaves like a growing government.“
-Viðtal við The Independent 4. febrúar 2000

Svona birtir Hjörtur þessa tilvitnun á sínu bloggi, en hvað sagði Romano Prodi raunverulega. Svarið er þetta hérna. Það sem vantar einnig í þessa tilvitnun er í hvaða samhengi þessi orð voru látin falla.

He sees the fact that Brussels agreed any statement on Austria as evidence that the Commission is developing into a powerful political entity, while he argues that jointly the 14 governments and the Commission have made Europe „a reality“. Last year he enraged British Eurosceptics by referring to Brussels as a European government and calling for a European army, but he is backing away from neither proposition.

European government is,“ Mr Prodi says, „a clear expression I still use. You need time, but step by step – as in the Austrian case – the European Commission takes a political decision and behaves like a growing government.“
The Independent (Greinin í heild sinni)

Feitletruðu hlutanir eru þeir sem Hjörtur vitnar í. Ófeitletruðu hlutanir eru þeir sem hann vitnaði ekki í. Þetta hérna er gott dæmi um quote mining og hreina lygi í umræðunni þegar það kemur að ESB.

Síðasta tilvitnunin er þessi hérna, úr sama viðtali og hérna að ofan.

„European government is a clear expression I still use“.

Textinn sem þetta á við er feitletraður og skáletraður hérna að ofan. Hinsvegar er þessi texti tekinn úr samhengi og það er ekki nokkur leið að átta sig á því í hvaða samhengi þessi orð voru látin falla.

Ef einhver var að velta fyrir sér heiðarleika andstæðinga ESB, þá ætti þeirri spurningu að vera svarað hérna. Vonandi endanlega.