Ekki kjósa Sjálfstæðisflokkin og Framsóknarflokkin

Fyrir þá sem hafa gullfiskaminni. Þá ætla ég að minna þá á þá staðreynd að það er jafn mikið Sjálfstæðisflokknum að kenna hvernig komið er fyrir efnahag Íslands þessa stundina. Þannig að fólk er vinsamlegast beðið um að sleppa því að kjósa Sjálfstæðisflokkin og Framsóknarflokkin (sem er reyndar næstum því horfin). Það skal einnig bent á að efnahagurinn fer ekkert til fjandans þó svo að Vinstri Grænir og Samfylkingin komist til vanda. Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum tókst að rústa efnahag landsins alveg hjálparlaust.

3 Replies to “Ekki kjósa Sjálfstæðisflokkin og Framsóknarflokkin”

  1. Hvað meinaru??

    Efnahagsástand á Íslandi er frábært miðað við annarsstaðar í Evrópu. Atvinnuleysi í Þýskalandi og Frakklandi er jafn mikið og á kreppuárunum í kringum 1930. Hér er ágætis samanburður á Íslandi og Svíþjóð (draumalandi íslenskra vinstrimanna) Höfundur er framkvæmdastjóri Stockholm Excursions í Stokkhólmi, Steinþór Ólafsson:

    A. Hagkerfin í Skandinavíu eru rekin með halla og hallinn er vegna mikils rekstrarkostnaðar hins opinbera, meðan á Íslandi er hallinn vegna mjög mikilla fjárfestinga, sem koma til með að skila miklum tekjum til Íslendinga í framtíðinni.

    B. Meðaltekjur Svía eru um 17.500 sænskar krónur á mánuði (ca 157.000 ISK) og meðaltals skatturinn af meðaltalstekjunum er um 35% (min tekjuskattur er 32% og max um 60%). Meðaltalstekjur Íslendinga eru um 300.000 ISK á mánuði og skatturinn af meðaltalstekjunum er um 28%.

    C. Opinbert atvinnuleysi í Skandinavíu er um 5% á meðan Atvinnurekendasamtökin í Svíþjóð telja að um 25-30% allra vinnufærra manna séu án atvinnu. Raunatvinnuleysi á Íslandi er um 2-3% á ári en Íslendingar eru ekki með aðgerðir til að hafa áhrif á (tölfræðilega) opinbert atvinnuleysi, eins og allar hinar skandinavísku ríkisstjórnirnar eru með.

    D. Stór hluti skandinavíska hagkerfisins er svonefnt „svart hagkerfi“ og án þessa svarta hagkerfis væri Skandinavía gjaldþrota eins og austantjaldslöndin sálugu.

    E. Hin jákvæða mynd af skandinavíska hagkerfinu sem sósíalistarnir í Skandinavíu halda á lofti, er að miklu leyti tilkomin vegna hagnaðar skandinavískra fyrirtækja í vanþróuðum löndum. Þannig heldur ódýrt vinnuafl í þriðja heiminum uppi velferðinni í Skandinavíu.

    F. Nettóeign Svía, þegar þeir fara á eftirlaun, eru miklu minni en Íslendinga vegna þess að sjálfseignarstefna Íslendinga í húsnæðismálum skapar Íslendingum eignir, sem eru í raun hluti af ellilífeyristryggingu Íslendinga.

    G. Virkni hins opinbera kerfis í Skandinavíu er afar hæg og er ástæða þess t.d. að stórir hópar Skandinava leita sér læknisþjónustu erlendis t.d. í Póllandi vegna lítillar skilvirkni og skriffinnsku.

    H. Stórir hópar í samfélögunum eru heimilislausir (opinberlega 17 þúsund í Svíþjóð, en eru líklega um 25-50 þúsund, en heimilislausir hafa engan samfélagslegan rétt og fá ekki læknisþjónustu nema í neyðartilfellum.

    I. Ekki má gleyma þjóðernissósíalismanum (ekki öfgasamtök til hægri), sem vex mjög ört í Skandinavíu og birtist meðal annars í tortryggni og vantrú gegn útlendingum og t.d. í að íslensk vegabréf eru tortryggð hér í Svíþjóð sbr. sænska banka.

  2. hahaha það eitt að hrósa framsókn fyrir eitthvað sem ríkisstjórninn gerir er hrein og bein heimska. hvernig er með hina svokölluðu þjóðarsátt frá 1990 þegar allt var gert til að stoppa verðbólgunna, og allir afsöluðu sér kauphækkunum á meðan verðbólgan myndi lagasti. síðan þá hafa allar stéttir fengið aftur kauphækkanir enn ekki allar þó. framsókn- og sjálfstæðisasnarnir hafa ekki enn vogað sér að hækka kaup bænda og svo er þeim kennt um hátt vöruverð.
    að mínu mati mætti alveg fara að endurnýja öll fíflin sem eru í þessum flokkum sumir eru orðnir svo gamlir að þeir fara að mygla 😛 nei ég segi bara svo. enn þó mér finnst þeir svolitið þreyttir

  3. Hið Skandínavíska kerfi stendur sig mjög vel miðað við þau efnahagskerfi sem eru notkun í Evrópu, og stendur sig mun betur miðað við það sem gerist í Bandaríkjunum. Að segja að hið Skandínavíska kerfi sé gallað er byggt á mikilli fáfræði viðkomandi um það hvernig kerfið virkar. Núverandi klúður í efnahag íslands verður eingöngu skrifaður á amerískvæðingu sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa staðið fyrir undanfarin 11 ár. En þessi ameríkuvæðing hérna á landi kemur eingöngu verst niður fólkinu í landinu. Þar sem allt verður dýrara og kosnaðarsamara.

Lokað er fyrir athugasemdir.