Ríkið á að losa sig við kirkjuna

Hin Íslenska ríkiskirkja kostar alla Íslendinga rúmlega 5 milljarða á ári, en þetta er sá peningur ríkiskirkjan fær á ári hverju frá Íslenska ríkinu. Ofan á þessa tölu bætast síðan við ýmissleg gjöld sem prestar ríkiskirkjunar rukka fyrir hina ýmsu þjónustu.

Íslenska ríkið þarf að spara stórar fjárhæðir á næstu árum. Ég mæli með því að tækifærið verði notað núna og ríkiskirkjan tekin af fjárlögum og ríki og kirkja aðskilin í eitt skipti fyrir öll. Enda er mjög óeðlilegt að kirkjan skuli njóta verndar ríkisins umfram önnur trúarbrögð.

Ríkið á að losa sig við kirkjuna og spara þannig 5 milljarða á ári.