Icesave var stofnað á vakt sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins

Árið 2006 stofnaði Landsbankinn Icesave, stofnun þessara útibúa var á vakt sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins.

Þessir stjórnmálaflokkar höfðu öll tækifæri til þess koma í veg fyrir Icesave, sem Íslendingar þurfa að borga í dag. Það þýðir lítið að kvarta yfir þeirri ábyrgð sem Íslendingar þurfa að bera í dag, vegna þess að þegar fyrsta Icesave útibúið opnaði í Bretlandi þá voru Íslendingar komnir í ábyrgð fyrir þessum innistæðum.

Útibú teljast alltaf til þess banka sem þess stofnar, þetta er sama regla og gildir á Íslandi. Ef Icesave hefði verið dótturfélag, þá hefði ekki króna fallið á Íslenska ríkið. Eins og var raunin með Kaupþing EDGE í Bretlandi og fleiri stöðum.