Á móti rafrænum kosningum í Húnaþingi Vestra/Akureyri

Ég er á móti rafrænum kosningum. Eins og þær eru framkvæmdar í dag, enda er einfalt að glata kosningarúrslitum í slíkum tilfellum. Dæmin erlendis vegna rafrænna kosninga hafa heldur ekki verið glæsileg, og þakin tæknilegum vandræðum og misræmi í gögnum kjörstjórna. Enda er það þannig að rafrænar kosningar eru bannaðar í Þýskalandi og fleiri Evrópulöndum vegna tæknilegra vandamála og óáreiðanleika.

Ég hvet Sveitarstjórnarmenn í Húnaþingi Vestra og annarstaðar á Íslandi að hætta snarlega við þessa heimskulegu hugmynd að halda rafrænar kosningar. Ég mun ekki kjósa á rafrænar kosningavélar, heldur mun ég heimta blað og penna til þess að kjósa á. Á þann hátt er veit ég að atkvæði mitt er hægt að rekja á öruggan og tryggan hátt. Ólíkt því sem gerist í rafrænum kosningum. Verði ekki boðið upp á hefðbundnar kosningar samhliða rafrænum kosningum ef til slíks kemur, þá mun ég umsvifalaust leita leiða til þess kæra framkvæmd slíkra kosninga til yfirvalda.

Frétt um þetta mál.

Hafa áhuga á rafrænum kosningum

Ég er tæknilega sinnaður maður, og veit því vel hversu ótraustur tölvubúnaður getur verið. Vegna þessa mun ég seint treysta rafrænum kosningum ef til þeirra kemur. Enda hefur rafrænn kosningabúnaður ekki verið traustur í dag.

Hérna er frétt New York Times um svipað mál í Bandaríkjunum.

Nokkrir punktar úr greinni.

How to Trust Electronic Voting

Electronic voting machines that do not produce a paper record of every vote cast cannot be trusted. In 2008, more than one-third of the states, including New Jersey and Texas, still did not require all votes to be recorded on paper. Representative Rush Holt has introduced a good bill that would ban paperless electronic voting in all federal elections. Congress should pass it while there is still time to get ready for 2010.

In paperless electronic voting, voters mark their choices, and when the votes have all been cast, the machine spits out the results. There is no way to be sure that a glitch or intentional vote theft — by malicious software or computer hacking — did not change the outcome. If there is a close election, there is also no way of conducting a meaningful recount.

[…]

Síðan er hérna grein EFF um galla og hættur rafrænna kosninga.

Rafrænar kosningar eru eitthvað sem Íslendingar þurfa ennfremur ekki. Enda eru allar kjördeildir mjög fámennar, enginn kjördeild nær stærðum sem telur í milljónum, eða tugum milljóna eins og gerist erlendis.

Þetta kallast að skjóta yfir toppin að mínu mati.