Bandaríkin vilja aðgang að gögnum um fjarskipti í Evrópu

Sannleikurinn á bak við breytingar á fjarskiptalögum hérna á landi er loksins kominn í ljós. En Bandaríkin hafa farið fram á það við Evrópulönd sem komu á samskonar kerfi fyrr í vetur að þau fái aðgang að hlerunargögnum símafyrirtækja. En símafyrirtækin safna saman gögnum um það hvert fólk er að hringja, og hvað það er að skoða á internetinu. En á Íslandi var svona hlerunarkerfi sett í lög með breytingu á fjarskiptalögum veturinn 2005, hægt er að lesa þá breytingu hérna. Svona hlerunarkerfi var sett á lagginar í Evrópu fyrr í vetur, nokkru seinna en þessar hleranir voru sett í lög hérna á landi, en þessi lög sem ESB staðfesti eiga að taka gildi á seinni hluta árs 2007. Samkvæmt fréttum frá EUObserver þá hafa Bandaríkin beðið um aðgang að þessum gögnum innan landa ESB. Það eru miklar líkur til þess að Bandaríkin hafði beðið um þessi sömu gögn frá Íslandi, þó svo að Ísland sé ekki í ESB.

Hægt er að lesa meira um þetta mál hérna.