Rúv og skemmtiatriði Eurovison

Ég er svo heppin að getað séð BBC sjónvarpsrásinar. Og get þessvegna kíkt á Eurovision, þó svo að ég horfi ekki á sjálfa keppnina. Þá er það alltaf eitt sem mér finnst Rúv fara alveg hræðilega með, en það eru þau skemmtiatriði sem eru sýnd í Eurovison og eru sýnd t.d á BBC One sem sendir út Eurovison. En á Íslandi fá íslenskir áhorfendur bara auglýsingar í staðin fyrir þessi skemmtiatriði sem eru í Eurovison.

Mér finnst þessi ákvörðun Rúv að ákveða að hafa auglýsingar þegar þessi skemmtiatriði eru sýnd vera móðgun við þá áhorfendur sem hafa áhuga á þessari keppni. Rúv á að hætta að sýna auglýsingar þegar þessi skemmtiatriði eru í loftinu og senda út þessi skemmtiatriði, ekki auglýsingar.

One Reply to “Rúv og skemmtiatriði Eurovison”

  1. Horfði á þetta í gegnum sænska sjónvarpið og fékk öll skemmtiatriðin enda svíar ekki að skemma útsendinguna með auglýsingum.
    Þurfti heldur ekki að hlusta á bullið í þulum sem kjafta ofan í útsendinguna og því naut maður þess í botn.

Lokað er fyrir athugasemdir.