Íslendingar búnir að sækja um aðild að ESB

Íslendingar hafa formlega sótt um aðild að ESB. Þetta er gleðileg þróun og ekkert nema gott um að hana segja. Það næsta sem tekur við er að ESB samþykkir þessa umsókn, og Ísland verður opinbert umsóknarríki að ESB.

Síðan taka samningaviðræður við, en þær geta staðið allt að tveim árum. Það er erfitt að spá fyrir um slíkt á þessari stundu.

Hinsvegar óska ég Íslendingum til hamingju með þessa aðildarumsókn að ESB. Þetta er leiðin að stöðugri efnahag, stöðugri gjaldmiðli og betra lífsgæðum almennings á Íslandi.

Nánar um þetta.

ESB umsókn var afhent í dag (Rúv)
Búið að sækja um ESB-aðild (mbl.is)
ESB umsókn komið á framfæri við Svía (Vísir.is)
Ísland er þegar búið að sækja um aðild að Evrópusambandinu (Eyjan)