Örlítið um Icesave

Icesave er leiðinda mál, það neitar því enginn. Því miður verða Íslendingar að borga eitthvað í því veseni, þar sem ekki virðast vera til eigur fyrir öllum þeim skuldum sem þar er að finna. Það er nú þegar búið að greiða upp önnur útibú Íslenska banka, en allir Íslensku bankanir voru með útibúsrekstur erlendis. Í Noregi voru eignir útibús Glitnis í Noregi frystar. Það fór ekki mikið fyrir þessu í fréttum á Íslandi, hvers vegna það var veit ég ekki. Önnur útibú voru einfaldlega gerð upp, eða seld til annara banka.

Upphaf Icesave

Upphaf Icesave er mjög einfalt, árið 2006 þá ákvað Fjármáleftirlitið, í samvinnu við Seðlabanka Íslands að leyfa stofun Icesave í Bretlandi. Á þessum tíma var bindisskylda á þessum útibúa talsverð. Árið 2008, rúmlega 7 mánuðum fyrir hrun, þá ákvað forstjóri FME upp á sitt einsdæmi að leyfa stofnun Icesave í Hollandi. Líklegt er að sú ákvörðun hafi verið ólögleg til þess að byrja með, en þar sem ég er ekki lögfræðingur, þá veit ég það ekki fyrir víst, en mig grunar að svo sé.

Það sem gerðist einnig árið 2008, var að bindisskilda var felld niður, eða lækkuð niður í ekki neitt. Það var ákvörðun Seðlabanka Íslands, og var sú aðgerð samþykkt af Davíð Oddsson nokkrum. Hérna eru fréttir af því. Lækkun bindsskyldunar þýðir einnig að Íslendingar þurfa að borga meira með Icesave, ef bindisskylda hefði verið eðlileg. Þá hefði upphæðin sem Íslendingar þurfa að borga ekki verið svona há, þar sem peningur hefði verið til fyrir henni inná reikning Seðlabanka Íslands.

Ábyrgðarlaus stjórnvöld

Það er alveg ljóst, og liggur fyrir að Íslensk stjórnvöld geta bannað stofnun útibúa frá Íslandi. Þetta hafa þau þó ekki ennþá gert, þrátt fyrir bankahrun, en MP Banki rekur víst útibú í Lettlandi um þessar mundir. Það útibú, eins og öll önnur útibú frá Íslenskum bönkum er á ábyrgð Íslenskra skattgreiðenda. Mesta ábyrgðarleysið átti sér hinsvegar stað, þegar Icesave var heimilað af Íslenskum stjórnvöldum. Það er nefnilega ljóst að ef Icesave hefði verið í dótturfélögum, þá hefði ekkert fallið á Íslenska ríkið, eins og varð síðan raunin þegar íslensku bankanir hrundu haustið 2008.

Verðum að borga, því miður

Það er enginn hrifinn af Icesave, ekki einu sinni ég. Hinsvegar er það mín skoðun að íslendingar verða að borga Icesave. Þó svo að það sé okkur þvert um geð, enda liggur fyrir að íslenska þjóðin var ábyrgðarmaður (flestir vita útá hvað ábyrgðarmannakerfið gengur út á) fyrir Icesave frá upphafi árs 2006. Það er súrt að þurfa að borga Icesave, hinsvegar er það eina rétta í stöðunni. Annars verður litið á Íslendinga sem þjófa og fólk sem ekki er treystandi fyrir endurgreiðslu lána.

Ábyrgð eigenda Landsbankans

Það er alveg ljóst að ábyrgð eigenda Landsbankans er gífurleg, og það er ennfremur ljóst að þarna átti sér stað glæpsamleg hegðun. Hversu alvarleg hún var ætla ég að láta stjórnvöldum eftir að skera úr um. Það er hinsvegar krafan hjá mér að eignir þessa fólks sem kom Íslandi í þessa stöðu verði gerðar upptækar fyrir dómi, eins og í hverju öðru fjársvikamáli. Þannig að íslendingar geti endurheimt eitthvað til baka af skattféinu sem fer í að borga niður þessar skuldir sem þeir skyldu eftir sig. Annað er ekki hægt að mínu mati, enda má ekki láta þetta fólk komast upp með þessa augljósu fjársvikaglæpi, sem bæði íslendingar og útlendingar lentu í.

Þetta er ekki bara bundið við Landsbankann, það þarf einnig að rannsaka mjög vel hina Íslensku banka og starfsemina í kringum þá. Gallin er sá að svona rannsóknir eru viðamiklar og taka tíma. Hinsvegar er það mín krafa að eignir þessa fólks verði frystar hið snarasta, svo að það geti ekki komið þeim undan Íslenskum yfirvöldum. Ef þetta fólk er saklaust eftir réttmæta rannsókn, þá verða eignir þeirra af frystar eins og vera ber.