Lygaþvælan í Heimssýn um kostnað aðildarviðræðna Íslendinga við ESB

Það vantar ekki lygarnar í helsta íhalds-öfgatrúar og harðlínuhópi á Íslandi þessa dagana, félagsskapnum Heimssýn (sem er í eiginlega rangnefni, þar sem viðhorf þeirra er innhverft). Nýjasta í þessum flokki hjá þeim er fullyrðing Heimssýnar varðandi kostnaðarmatið vegna aðildarviðræðna Íslands við ESB, en Heimssýn heldur því fram að kostnaðurinn við aðildarviðræður Íslendinga við ESB muni verða yfir 10 milljarðar (greinin). Þessi tala er ekkert nema uppspuni og lygi. Enda er Heimssýn ekki með neinar heimildir máli sínu til stuðnings. Í staðinn vísar Heimssýn í slúðurgrein á vefnum AMX. Slíkar greinar teljast ekki vera heimildir, og vísun í slíkt er tilraun til þess að blekkja lesendur með því að láta þá halda að fullyrðingar Heimssýnar séu byggðar á staðreyndum.

Í umræddri slúðursgrein á AMX (sem er óstaðfest þvæla) er því haldið fram það muni þurfa að bæta við 70 til 80 manns í Brussel vegna aðildarsamninga við ESB. Þar er því haldið fram að hver manneskja kosti 30 til 40 milljónir á ári. Þessar tölur eru ótrúlegar, og ótrúverðugar. Þar sem Utanríkisráðneytið er búið að gera kostnaðarmat á þessu, og mesti heildarkostnaður sem Utanríkisráðuneytið var 800 milljónir króna, en huganlegt var samkvæmt Utanríkisráðneytinu að sá kostnaður yrði líklega eitthvað minni þegar á reyndi (vegna styrkja frá ESB).

Forsendur Utanríkisráðneytsins byggðar á þeim kostnaði sem ríkið áætlar að þessar viðræður muni kosta. Þar á meðal mannahaldi og öðrum slíkum þáttum. Sú tala sem Utanríkisráðneytið kemur með er raunsærri, jafnvel þó svo að eitthvað gæti vantað uppá þegar á reyndi. Hvort sem er til frádráttar eða aukningar. Sjá nánar frétt Rúv frá 7. Júlí 2009 (nýjasta fréttin sem ég fann um kostnað aðildarviðræðna við ESB).