Brann eldhnöttur (loftsteinn) yfir Akureyri í gær ?

Samkvæmt fréttum Rúv þá sást grænt ljós fara yfir Vaðlaheiði á Akureyri. Líklegt er að þetta hafi verið loftsteinn sem þarna var á ferðinni, enda er Jörðin að fara núna í gegnum ský af loftsteinum (gerist mjög reglulega) og hugsanlegt er að þarna hafi verið um að ræða stærri loftsteina brot en venjulega.

Það sem gefur frekari vísbendingar um að þetta hafi verið loftsteinn er græna ljósið, en brunalitur lofsteinn ræðast af efnainnihaldi hans. Hérna er útskýring frá NASA um ljósbruna loftsteina.

Colors of meteors The color of many Leonids is caused by light emitted from metal atoms from the meteoroid (blue, green, and yellow) and light emitted by atoms and molecules of the air (red). The metal atoms emit light much like in our sodium discharge lamps: sodium (Na) atoms give an orange-yellow light, iron (Fe) atoms a yellow light, magnesium (Mg) a blue-green light, ionized calcium (Ca+) atoms may add a violet hue, while molecules of atmospheric nitrogen (N2) and oxygen atoms (O) give a red light. The meteor color depends on whether the metal atom emissions or the air plasma emissions dominate.

Nánari útskýringar er að finna hérna.

Allar vísbendingar benda til þess að þarna hafi verið á ferðinni lofsteinn, en ekki eitthvað annað. Spurning er auðvitað hvort að þessi loftsteinn (líkegur) hafi lent á landi, eða farið í hafið. Ef þessi lofsteinn finnst, þá er hugsanlegt að hann sé virði einhverra króna til loftsteinasafnara og vísindamanna, sem rannsaka lofsteina til þess að komast að uppruna sólkerfsins og nákvæman aldur þess.