Gervifriðurinn í Framsóknarflokknum

Það hefur verið æði skondið að fylgjast með Framsóknarflokknum síðustu daga, sérstaklega eftir að Halldór Ásgrímsson ákvað að segja af sér Forsætisráðherraembættinu. En þá hófst nefnilega barátta á milli valdaklíka innan flokksins sem endaði á mjög svo dularfullan hátt. En allt í einu, einn daginn, þá var allt orðið rólegt hjá Framsóknarflokknum og allir orðnir góðir vinir. Það er greinilegt að aðilar innan Framsóknarflokksins hafa komist að þeirri niðurstöðu að átökin, sem voru orðin vandræðaleg fyrir flokkin, að það væri einfaldlega best að grafa þessar deilur, allavega opinberlega séð.

Ég met það þannig að í Framsóknarflokknum sé nákvæmlega enginn friður, heldur að þarna sé ennþá allt logandi í ófriði og deilum, með öllu sem fylgir þannig átökum. Ég er einnig alveg vissum að innan skamms munu þessi átök koma aftur uppá yfirborðið, enda getur enginn falið svona vandamál til lengdar. Og þá sérstaklega ekki í heilum stjórnmálaflokki, þó lítill sé.

[Uppfært þann 14.06.2006 klukkan 07:45]